Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 59
1. Koma fótum undir bankakerfi og
atvinnulíf. Bankar ljúki við að gera upp
skuldug fyrirtæki sem ekki geta staðið í
skilum og ljúki við gerð efnahagsreikninga
sinna svo til verði starfhæft bankakerfi og
atvinnulíf.
2. áætlun um niðurskurð hjá ríki og
skattahækkanir. Gera áætlun um nið-
urskurð ríkisútgjalda og hækkun skatta fyrir
næstu árin. Það er nauðsynlegt vegna þess
að ríkissjóður fær hvergi lán til þess að
brúa stóran fjárlagahalla og einnig til þess
að lækka vaxtabyrði í framtíðinni og skapa
trúverðugleika fyrir landið.
Þessar tvær fyrstu aðgerðir eru nauðsyn-
legar til þess að skapa traust á landinu og
eru forsenda frekari vaxtalækkana.
losna við lánardrottnana
3. lánardrottnar fái hlut í bönkunum.
semja við erlenda lánardrottna bankanna.
Mikilvægt að ríkið taki ekki á sig neinar
skuldbindingar gagnvart erlendum lánastofn-
unum en hins vegar æskilegt að þeir eignist
hlut í nýju bönkunum eða jafnvel þá alla.
Þessir erlendu bankar eiga hluta af sök-
inni á því hvernig komið er. Með því að lána
okkar bönkum svimandi upphæðir áttu þeir
hlut að máli við að setja efnahagslíf okkar
á hliðina. Þeir fengu háa vexti vegna áhætt-
unnar og verða nú að sætta sig við orðinn
hlut.
Hins vegar verður að ljúka málinu með
því að bjóða þeim
eignarhlut í nýju
bönkunum.
4. semja
um icesave-
reikingana.
semja við Breta og
Hollendinga og axla
þannig ábyrgð á
innlánstryggingum
Landsbankans.
reyna að fá sem
allra best lánskjör
og bætur fyrir það
tjón sem beiting hryðjuverkalaga hefur
valdið.
Benda Bretum á að þeir hefðu sjálfir
ekki burði til að standa við skuldbindingar
síns bankakerfis ef illa færi. Einnig að
slæm vaxtakjör gætu orsakað greiðslufall
íslenska rikisins, sem er varla í þeirra þágu.
Einnig að þeir séu að leggja miklar byrðar
á þjóð í erfiðleikum fyrir upphæðir, sem eru
tiltölulega litlar í þeirra eigin hagkerfi.
5. aðild að esB vegna langtíma-
hagsmuna. sækja um aðild að EsB
en ekki vegna þess að aðrir kostir séu
ekki til í stöðunni heldur vegna þess að
langtímahagsmunum er þar
best borgið.
staðan í vor ekki óvænt
Gylfi telur að fátt í stöðunni
núna þurfi að koma á óvart.
„Ástandið er eins og búast
mátti við í október,“ segir
Gylfi. Hann telur að áætlunin
sem samin var með Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum, AGs, hafi
gengið vel í aðalatriðum.
„Það tekur helst til langan
tíma að koma upp starfhæfu
bankakerfi,“ segir Gylfi um
stöðuna.
Hann telur það líka til ráða fyrir
ríkisstjórnina að byggja upp bjartsýni þrátt
fyrir erfiðar aðstæður.
„Mitt ráð er að tala vel um landið og
framtíð þess enda á almenningur enga sök
á því sem orðið er en hefur þess í stað sýnt
ótrúlega aðlögunarhæfni og umburðarlyndi i
allan vetur,“ segir Gylfi Zoëga.
Gylfi Zoëga prófessor hefur verið með helstu gagnrýnendum
stjórnvalda bæði fyrir og eftir hrun. Hann hefur þessi ráð að
gefa nýrri ríkisstjórn:
gYlfi Zoëga, prófEssor Í HAGfræði
Við HÁskóLA ÍsLAnds:
láta láNar-
drottNaNa
haFa BaNkaNa
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við
Háskóla Íslands.
„Benda Bretum
á að þeir hefðu
sjálfir ekki burði
til að standa við
skuldbindingar síns
bankakerfis ef
illa færi.“