Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 70 ára skipst á kveðjum Við eigum samleið K rauphöllin var stofnuð árið 1985 að frumkvæði fjármála- fyrirtækja, Seðla- bankans og annarra haghafa á markaði. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið lagt áherslu á að bjóða upp á sömu og jafnvel betri þjónustu við viðskiptavini sína en gert er á þeim mörkuðum sem það ber sig saman við. Þórður Friðjónsson for- stjóri segir að viðskiptavinir fyrirtækisins séu aðallega þau fyrirtæki sem gefi út verðbréf, en einnig kauphallaraðilar og svo að sjálfsögðu fjárfestar þótt samskiptin við þá séu að miklu leyti með óbeinum hætti: „Einnig erum við í samstarfi við aðra sem hagsmuna eiga að gæta, svo sem stjórnvöld, fjöl- miðla, ýmis hagsmunasamtök, háskóla og fleiri aðila. Þrátt fyrir að vera yngsta kauphöllin á Norðurlönd- unum höfum við lagt áherslu á að fylgja þeim eftir hvað varðar gæði, fullkomnustu tækni og þjónustu. Í því skyni höfum við lagt áherslu á alþjóðavæðingu Kauphallarinnar. Árið 2006 var tekið mikilvægt skref í þróun verðbréfamarkaðar á Íslandi þegar við runnum saman við OMX kauphallarsamstæðuna á Norðurlöndum. Þetta leiddi til þess að ári síðar urðum við hluti af stærstu kauphallarsamstæðu í heimi, NASDAQ OMX. Fyrir vikið getum við boðið upp á bestu umgjörð um kauphallar- starfsemi sem völ er á í heim- inum.“ Hvað er framundan hjá ykkur? „Við höfum lagt áherslu á að styrkja alla innviði Kauphall- arinnar með það að markmiði að veita þjónustu á við það sem best gerist annars staðar. Mark- vissri aðgerðaráætlun hefur verið hrint í framkvæmd, sem leggur m.a. áherslu á að kynna mark- aðinn sem öflugan og góðan kost fyrir fyrirtæki til að afla sér fjármagns til framtíðar. Þessi áætlun og framkvæmd hennar er unnin í samstarfi við helstu aðila á markaði, stjórnvöld og aðra sem hagsmuni hafa að gæta. Þannig teljum við að við getum mest lagt af mörkum til end- urreisnar efnahagslífsins.“ Hvernig gerið þið ykkur glaðan dag á afmælum fyrirtækisins? „Við höfum einu sinni haldið upp á stórt afmæli með öflugum hætti þar sem við buðum okkar viðskiptavinum og velunnurum til mikillar veislu að Kjarvals- stöðum, á eins árs afmæli okkar sem OMX kauphöll. Ann- ars erum við frekar hógvær í þessu, setjumst niður starfsfólkið saman og fáum okkur ljúffenga köku og kaffi með.“ Er hluti af stærstu kauphallarsamstæðu í heimi nasdaq omx kauphöllin á íslandi: Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. Markmið: NASDAQ OMX Iceland vinnur af einurð að því að byggja upp verðbréfa- markað á Íslandi með það fyrir augum að bjóða atvinnulífinu góðan valkost til aukins vaxtar sem aftur leiðir til eflingar efnahags- lífs landsins. Stofnár: 1985
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.