Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 63
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 63
Yngvi Örn kristinsson, forstöðumaður hagfræðideildar
landsbankans, segir að umgjörð efnahagsstefnu næsta
kjörtímabils sé fólgin í viljayfirlýsingu Íslands í tengslum
við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og vinaþjóða.
„Í viljayfirlýsingunni eru tilgreind þau verkefni
sem leysa þarf til að koma efnahagslífinu
upp úr þeim öldudal sem það er nú á leið
niður í,“ segri Yngvi Örn. „Viljayfirlýsingin
verður áfram hornsteinn efnahagsstefnu
ríkissstjórnarinnar.“
Ráðin sem hann gefur mótast af þessu
og eru öll nátengd – eitt er öðru háð.
1. Jafnvægi í ríkisfjármálum.
Meginverkefni er að ná aftur jafnvægi í
rekstri ríkissjóðs, ná tökum á þeim vanda
sem myndast hefur í ríkisfjármálum. Í vilja-
yfirlýsingunni felst stefnumörkun til fjögurra
ára í ríkisfjármálum sem miðar að því að
ná jafnvægi til að tryggja innri og ytri stöð-
ugleika í efnahagsmálum og skapa traust
á íslensku efnahagslífi á alþjóðavettvangi.
Markmiðið er að skapa skilyrði til hagvaxtar
á síðari hluta næsta árs.
icesave út af borðinu
2. Ná sátt við nágrannaríki. Þá er
einnig mikilvægt að ljúka sem allra fyrst
samningum vegna innstæðutrygginga við
nágrannaríki og uppgjöri á þrotabúum gömlu
bankanna og samkomulagi við kröfuhafa
þeirra. Þessir samningar eru forsenda þess
að Ísland öðlist á ný aðgang að erlendum
lánamörkuðum.
3. Endurreisa fjármálakerfið og lækka
vexti. traustir bankar örva sparnað, draga
þannig úr gjaldeyrisútstreymi og skapa for-
sendur til nýs hagvaxtar. Þá auka þeir trú-
verðugleika gagnvart erlendum mörkuðum.
4. greiða úr skuldum. Úrlausn skulda-
vanda fyrirtækja skapar fyrirtæki sem geta
sótt fram á nýjan leik og skýtur fótum undir
bankakerfið og treystir tekjuöflun ríkissjóðs.
lækkun vaxta auðveldar fyrirtækjum og
heimilum leið út úr skuldavandanum, skapar
skilyrði til að draga úr erlendri skuldsetn-
ingu og leggur grunn að fjármagnskjörum
sem stuðla að hagvexti á ný.
5. Rétta við gengið. Styðja gengi krón-
unnar og skapa forsendur til áfanga til
afnáms hafta á fjármagnsviðskiptum.
Erfiðari ytri aðstæður
„Frá því að stefnan var mótuð á haust-
dögum í fyrra er ljóst að aðstæður úr
umhverfi okkar hafa breyst til hins verra,“
segir Yngvi Örn. „Þannig hafa hagvaxt-
arhorfur á þessu ári og næsta versnað jafnt
og þétt eftir því sem liðið hefur á árið.“
Hann bendir á að nýleg spá Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins geri nú ráð fyrir að framleiðsla
í iðnríkjum dragist saman um tæp 4% á
þessu ári en standi í stað á árinu 2010.
„Þessar tölur eru samstíga við nýjar
áætlanir frá ESB, okkar helsta mótaðila í
utanríkisviðskiptum,“ segir Yngi Örn. Þar er
reiknað með svipuðum samdrætti 2009 og
áframhaldandi lítils háttar samdrætti á árinu
2010. Þá er í fyrsta skipti frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar gert ráð fyrir samdrætti
í heimsframleiðslunni.
„Enginn vafi er á að þessi slæmu
skilyrði í okkar umhverfi munu að einhverju
leyti dýpka þann samdrátt sem hér er
fyrirsjáanlegur og tefja að hagvöxtur
verði á ný hér á landi,“ segir Yngvi Örn
og bendir á að þessa sjái þegar stað í
þróun útflutningsverða í helstu afurðum og
eftirspurn þeirra.
yNgvi ÖRN KRiStiNSSoN,
FORStÖðuMAðuR HAGFRæðIdEIldAR
lANdSBANkANS:
fylgja
gjaldEyriS-
Sjóðnum
Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður
hagfræðideildar Landsbankans.
„Úrlausn skuldavanda
fyrirtækja skapar
fyrirtæki sem geta
sótt fram á nýjan leik
og skýtur fótum undir
bankakerfið og treystir
tekjuöflun ríkissjóðs.“