Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
skipst á kveðjum
Við eigum samleið
Samfélag frum-
kvöðla, fræða
og atvinnulífs
kadeco, þróunarfélag
keflavíkurflugvallar:
V
ið brottför hersins
var lögð áhersla á
að skapa fljótt virði
úr eignunum. Í dag
heitir svæðið Ásbrú – samfélag
frumkvöðla, fræða og atvinnu-
lífs.
Óhefðbundin stefnumótun
Kjartan Þ. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Kadeco, segir
Þróunarfélagið hafa farið óhefð-
bundnar leiðir við stefnumótun
með gerð svokallaðra sviðs-
mynda sem gera félaginu kleift
að aðlaga stefnu sína og áherslu-
þætti að breyttum aðstæðum.
,,Út frá grunni sviðsmyndanna
hafa verið skilgreindir sjö meg-
inklasar sem byggja á styrkleika
svæðisins og íslensks samfélags.
Í byrjun er lögð mest áhersla á
tvo þeirra; orku- og heilsuklasa,
auk mennta- og frumkvöðla-
starfs í kringum þá.“
Þekkingarsamfélag
og heilsuklasi
Kjartan segir markvissa klasa-
uppbyggingu leiðina sem valin
hefur verið við þróun og upp-
byggingu í kringum marga
flugvelli. ,,Reynslan hefur sýnt
að þekkingarstarfsemi hefur
vaxið hraðar í kringum marga
af fremstu flugvöllum heims en
flugsækin starfsemi.“
Keilir – miðstöð vísinda,
fræða og atvinnulífs var fyrsta
þróunarverkefni Kadeco og er
Keili ætlað að sjá um uppbygg-
ingu menntatengdra þátta á
svæðinu. Keilir er í eigu, auk
Kadeco, meðal annars Háskóla
Íslands, auk leiðandi fyrirtækja á
þeim sviðum sem Keilir leggur
mesta áherslu á í starfsemi sinni.
Aðstaða í Ásbrú og menntafram-
boð hjá heilsu- og uppeldisskóla
Keilis skapa grundvöll að heilsu-
þorpi ásamt stærri og smærri
fyrirtækjum á sviði heilsu.“
Náttúruvæn orka
Kjartan segir klasa grænnar orku
þegar til staðar á Reykjanesi.
Ásbrú mun verða vettvangur
fyrir aukna starfsemi fyrirtækja
á því sviði.
,,Orku- og frumkvöðlasetrið
Eldey er samstarfsverkefni
Kadeco, Keilis Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands og Háskóla
Íslands. Þegar hafa nokkur
orkutæknifyrirtæki fengið
aðstöðu í Eldey. Þar er enn-
fremur aðstaða til rannsókna og
þróunar í tengslum við rann-
sóknarsetur og Orku- og tækni-
skóli Keilis.“
Markmið:
Markmið og tilgangur
félagsins er þróun fyrrum
herstöðvar til borgaralegra
nota.
Stofnár: 2006
Kjartan Þ. Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco.
Keilir – miðstöð vísinda,
fræða og atvinnulífs.