Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 90
90 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 v i ð t A l v i ð A G n A r H A n S S o n A gnar var bankastjóri hjá Sparisjóðabankanum þegar bank- inn var settur undir opinbera stjórn og honum skipuð skilanefnd laugardaginn 22. mars í vor. Hann telur að þessi ráðstöfun hafi verið röng og segir að föstudags- kvöldið 21. mars hafi hann verið þess fullviss að bank- anum yrði bjargað þannig að hann starfaði áfram en í eigu kröfuhaf- anna, það er ríkisins og erlendra lánardrottna. „Á föstudegi fáum við bréf frá kröfuhöf- unum um að þeir séu tilbúnir til samninga og bjóða 40 prósent afslátt af skuldum,“ segir Agnar þegar Frjáls verslun biður hann að rekja endalok bankans. „Ríkið vildi að þeir gæfu eftir 60 prósent,“ heldur hann áfram. „Þarna var bil á milli en það var aldrei reynt til þrautar að semja um það sem á vantaði. Það var bara ákveðið að slá bankann af. Ég er viss um að samkomulag hefði náðst og að Sparisjóðabankinn hefði haldið áfram að starfa.“ Agnar segist halda að Alþjóða gjaldeyrissjóð- urinn hafi stutt þessa niðurstöðu. „Það er mín tilfinning að AGS hafi komið þarna að málum,“ segir hann. Agnar segir endalok Sparisjóðabankans einnig dæmigerð fyrir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda í bankahruninu. Slitu friðinn við fjármálaheiminn „Því er líkast að stjórnvöld hafi ákveðið að slíta friðinn við hinn alþjóðlega fjármálaheim, bera hlut erlendra kröfuhafa fyrir borð og láta sem allt gæti gengið eins og áður,“ segir Agnar. „Núna eru Íslendingar í stríði við fjármálaheiminn,“ segir Agnar. „Erlendir lánardrottnar eru ekki sáttir við að þeim sé mismunað og kröfur þeirra afskrifaðar. Skyndilega kom bara tilkynning frá Íslandi um að þeirra kröfur mættu afgangi án þess að einu sinni væri reynt að semja um niðurfellingu skulda til að lágmarka tap allra. Innlendir kröfuhafar og innlánseigendur voru látnir ganga fyrir.“ Gagnrýni Agnars beinist að neyðarlögunum frá 6. október og þeim aðgerðum sem ríkið hefur gripið til eftir það. Hann segir að bandaríski bankinn JP Morgan hafi fyrir bankahrunið unnið að til- lögum með íslenskum yfirvöldum til að búa landið undir að bankarnir færu í þrot. Byrjað með aðra hugmynd Þar hafi komið fram hugmynd um að skipta bönkunum í gamla og nýja banka og að eign nýju bankanna yrði ekkert annað en krafa á gömlu bankana með öðrum kröfuhöfum. Engar aðrar eignir fluttar á milli og að nýju bankarnir leigðu nauðsynlega aðstöðu af gömlu bönkunum. Þannig yrði hefðbundinni banka- starfsemi haldið áfram. Þá hefði mátt semja við erlenda kröfuhafa um að krafa nýju bankanna yrði forgangskrafa með þeim rökum að ann- ars væri hætta á allsherjarhruni. Agnar segir að Seðlabankinn hafi í fyrstu verið á því að fara þessa leið en Fjármálaeftirlitið ekki. Bankarnir, Seðlabankinn, Fjármála- eftirlitið og ríkið hafi aldrei verið samstíga alveg frá því vandræði bankanna hófust árið 2006. „Það var ákveðið að fara ekki að eins og JP Morgan lagði til heldur að byrja á að mismuna kröfuhöfum og efna þannig til ófriðar við lánar- agnar Hansson, síðasti bankastjóri Sparisjóðabankans, í opinskáu viðtali: TexTi: gísli kristjánsson ● myndir: geir ólafsson o.fl. neyðArlöGin voru StrÍðSyFirlýSinG Það alvarlega í málinu er að við höfum ekki farið að leikreglunum. við settum okkur bara nýjar leikreglur. Ég sé ekki að við komumst upp með það,“ segir Agnar hér í þessu opinskáa viðtali. agnar Hansson, síðasti bankastjóri Sparisjóðabankans, telur að alvarleg mistök hafi orðið við endurskipulagningu bankakerfis á Íslandi. núna ríki stríð milli íslenskra stjórnvalda og erlendra kröfuhafa bankana. Til að semja frið þurfi að byrja aftur á neyðarlögunum frá 6. október í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.