Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
Hagsagan í 70 ár
1939:
Fyrsti ritstjórinn
fyrsti ritstjóri frjálsrar verslunar
var einar ásmundsson
hæstaréttarlögmaður. einar varð síðar
ritstjóri morgunblaðsins um tíma.
1940:
Stríðið
Hinn 10. maí árið 1940 urðu þátta-
skil í sögu íslands, en aðfaranótt
þessa dags steig breskur her á land
í reykjavík. í evrópu hafði heims-
styrjöldin geisað í átta mánuði. mikil
umskipti urðu í íslensku atvinnulífi við
þetta. Það sló á atvinnuleysið og mikil
tækni- og verkþekking streymdi inn í
landið. stríðsgróði setti svip sinn á
atvinnulífið.
1942:
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
var stofnuð og átti eftir að verða
eitthvert þekktasta og voldugasta
fyrirtæki landsins. Það kom
mjög við sögu í valdabaráttunni í
viðskiptalífinu og var sölusamtök
„frjálsu frystihúsanna“ sem kepptu
við frystihús kaupfélaganna og
saltfiskframleiðendur.
1940-1945:
Annars konar stríðsgróði
stríðsgróðinn birtist ekki aðeins í miklu innstreymi
fjármagns herja breta og bandaríkjamanna, með
viðamiklum framkvæmdum hér á landi og eyðslu.
Hinn stríðsgróðinn var eiginlega ekki síðri; þ.e. í stríðinu komu
ný viðhorf, nýtt verklag og tækniþekking inn í atvinnulífið sem ger-
breytti því til frambúðar. fyrirtækjum óx ásmegin.
teXti: Jón g. HaUKsson ● mynd: geir ólafsson o.fl.
1939:
Frjáls verslun stofnuð
frjáls verslun var stofnuð í byrjun ársins 1939. Það
var kreppa, það var fátækt, það var mikið atvinnuleysi,
þeir sem höfðu vinnu höfðu lág laun, það voru
innflutningshöft.
Það var undir þessum kringumstæðum sem tímaritið
frjáls verslun hóf göngu sína. Þegar í upphafi hélt blaðið
á lofti merkjum fríverslunar á milli landa og almenns
frelsis í viðskiptum innanlands, en verslunarhöft
einkenndu allt viðskiptalífið á þessum tíma.
blaðið hefur allar götur síðan staðið undir nafni og
verið boðberi frjálsrar verslunar.
1939:
VR fyrsti útgefandi
Frjálsrar verslunar
fyrsti útgefandi frjálsrar verslunar var
verslunarmanna-
félag reykjavíkur. Það var þá félag bæði
atvinnurekenda og launþega. verslunarmannafélag
reykjavíkur var stofnað 1891, bæði af launþegum
og vinnuveitendum. vinnuveitendur voru aðilar að
félaginu til ársins 1955. friðþjófur ó. johnson var
formaður vr á upphafsárum frjálsrar verslunar.
stiklað á stóru í hagsögunni frá og með útkomu fyrsta tölublaðs frjálsrar verslunar.