Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 136

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 136
136 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 Fólk Helga Jóhanna Oddsdóttir: „Við eyðum miklum tíma saman, ferðumst töluvert inn- anlands sem utan og njótum hversdagsins jafn vel heima við og er mikið spjallað.“ Nafn: Helga Jóhanna Oddsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík 4. júlí 1973, uppalin í Keflavík og bý nú í Reykjanesbæ. Foreldrar: Oddur Sæmundsson útgerð- armaður og skipstjóri og Jónína Guðmundsdóttir fyrrv. skólastjóri. Maki: Einar Jónsson. Börn: Oddur Fannar og Tómas ingi 5 ára, og stjúpsynirnir Arnór Breki 13 ára, Ástþór Atli 16 ára, Haukur 20 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur M.Sc. innan Opinna kerfa ríkir mikill kraftur enda einvala lið sérfræðinga sem þar starfar. Starfsandinn er einstakur, metnaður og hæfileikar starfsfólks ekki síðri. Við höfum unnið ötullega með okkar birgjum undanfarna mánuði að því að tryggja hag viðskiptavina okkar þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu. Njótum við þar góðs af áralöngu viðskiptasambandi við HP en félagið hefur sýnt aðstæðum á Íslandi einstakan skilning og velvilja. Grasrótin í félaginu er mjög öflug og höfum við gengið í gegnum algjöra endurskipulagningu með hagræðingu að leiðarljósi og skilvirkara starfaskipulag. Við sömdum um mjög hóflega launaskerðingu við starfsmenn í október eða 3%. Allir lögðust á eitt enda markmiðin skýr. Nú í apríl endurgreiddum við svo skerðingu fyrsta ársfjórðungs í ljósi góðrar niðurstöðu og stefnum á að endurtaka leikinn eftir annan ársfjórðung náum við markmiðum okkar. Þrátt fyrir mikla óvissu horfum við björtum augum til framtíðar og ætlum okkur að standa þennan storm af okkur. Ég hóf störf hjá Opnum kerfum í janúar 2008 sem mannauðsstjóri en hafði áður starfað sem starfsþróunarstjóri hjá Reykjanesbæ í fimm ár, starfsmannastjóri Landsbréfa og forstöðumaður á starfsmannasviði Landsbanka Íslands þar áður. Í dag stýri ég Verkefnastofu en verkefni hennar eru auk mannauðsmála, gæðamál, markaðsmál, þjónustuborð og innri þjónusta og rekstur. Starfið mitt felst einna helst í daglegri stjórnun deildarinnar, stefnumótun og verkefnastýringu. Innan Verkefnastofu eru fjölmörg verkefni í pípunum, við vorum t.a.m. að kynna ný gildi og starfsmannastefnu Opinna kerfa fyrir starfsfólki.“ Helga Jóhanna lauk M.Sc. gráðu í stjórnun og stefnumótun frá HÍ árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá sama skóla árið 1998 og stúdentsprófi frá MR árið 1993. Eiginmaður Helgu Jóhönnu er Einar Jónsson, forstöðumaður hjá Ris ehf. og eiga þau samtals fimm syni. „Aðaláhugamálin lúta að fjölskyldunni og uppeldi barnanna. Ég er svo rík að auk tvíburanna býr unglingurinn 16 ára hjá okkur og er því mikið líf og fjör. Það að horfa á börnin sín njóta lífsins og taka stöðugum framförum í þroska og árangri í námi er ein sú mesta gæfa sem ég tel mig njóta. Við eyðum miklum tíma saman, ferðumst töluvert innanlands sem utan og njótum hversdagsins jafn vel heima við og er mikið spjallað. Við förum reglulega í bústað fjölskyldunnar norður í Reykjadal og tökum þá gjarnan skíðin með að vetrarlagi enda stutt í Hlíðarfjall. Ein eftirminnilegasta ferðin er skíðaferð til Austurríkis sem við fórum í mars 2008. Þar nutum við okkar í útivist í frábærum félagsskap frá morgni til kvölds. Í sumarbyrjun er ferðinni heitið til Cannes með stórfjölskyldunni en annar bræðra minna býr ásamt fjölskyldu sinni og starfar í London og ætlum við ásamt foreldrum okkar að hittast og eiga saman góða viku í snemmsumri þeirra Frakka. Ég syng einnig með Sönghópi Suðurnesja sem er félagsskapur afskaplega skemmtilegs fólks. Tvö mótorhjól eru á heimilinu sem við fullorðna fólkið tökum stundum fram og rúntum um á, maðurinn minn er nú ívið duglegri en ég við það enn sem komið er. Önnur áhugamál má nefna lestur góðra bóka og þá ekki síst þeirra sem fjalla um stjórnun á einhvern hátt. Eins hef ég gaman af eldamennsku en hvað hæfileikana á því sviði varðar er víst öruggara að láta þá liggja á milli hluta.“ mannauðsstjóri og forstöðumaður verkefnastofu hjá Opnum kerfum HELGA JÓHANNA ODDSDÓTTIR TExTi: hilmar Karlsson MYNDiR: GEir ÓlaFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.