Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
SkelJungur:
Staðgreiðslukort
og -lykill fyrir
einstaklinga
H
lutafélagið Shell á
Íslandi var stofnað
14. janúar 1928 og
er því orðið rúm-
lega 80 ára. Félagið var í upp-
hafi í 51% eigu íslenskra aðila
og 49% í eigu Shell-samsteyp-
unnar. Fyrirtækið kom upp
olíutönkum víðs vegar um land
og átti 223ja tonna tankskip,
Skeljung fyrsta, til að flytja olí-
una á milli staða. Erlendur eign-
arhluti minnkaði í gegnum árin
og 2003 lauk formlegri eign-
araðild Shell-samsteypunnar að
olíuverslun á Íslandi sem staðið
hafði samfellt í 75 ár.
Hrönn Ingólfsdóttir er
framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs og segir hún að félagið
hafi útvíkkað reksturinn með
árunum. Farið var að byggja
bensínstöðvar sem einnig voru
verslanir og smurstöðvarnar
bættust við á svipuðum tíma:
„Verslanir Skeljungs á bens-
ínstöðvum tóku miklum breyt-
ingum á síðasta áratug
20. aldar þegar opnaðar voru Sel-
ect-verslanir á nokkrum stöðvum
og má geta þess að Skeljungur
var einmitt frumkvöðull í hrað-
verslunum af þessu tagi þegar
fyrsta Select-verslunin var opnuð
í byrjun árs 1997.“
Select er í senn hraðverslun
og skyndiréttastaður með sveigj-
anlegan opnunartíma þar sem
áhersla er lögð á fjölbreytt úrval,
ferskleika, hreinlæti og öryggi.
Afgreiðslutími verslananna
var lengdur og tekin upp sól-
arhringsopnun á ákveðnum
stöðvum sem var nýlunda og
hefur fyrirtækið hug á að efla
sig enn frekar í verslun og auka
vöruúrval. Skeljungur rekur
sjálft núna 16 verslanir sem
eru flestar á höfuðborgarsvæð-
inu, en einnig eru eigin versl-
anir reknar á Akranesi, Húsavík
og Sauðárkróki. Nýjustu Sel-
ect-verslanirnar eru á Laugavegi
180 og Litlatúni 1 í Garðabæ
þar sem opnuð var ný, stærri og
glæsilegri bensínstöð í lok júlí
2008. Þar er þvottaplan, smur-
þjónusta og þjónusta Frumherja
í boði auk hefðbundinnar elds-
neytissölu og verslunar.
Í dag rekur fyrirtækið á
sjöunda tug bensínstöðva hér
á landi og er Skeljungur eina
olíufélagið með alþjóðlegt
vörumerki. Það má geta þess
að fyrsta sjálfvirka bensínstöðin
var byggð fyrir nákvæmlega
60 árum en Shell á Laugavegi
180 var opnuð þann 4. júní
1949. Hrönn segir markmið
fyrirtækisins nú sem endranær
að auka þjónustu og þægindi
fyrir viðskiptavini. „Nýlega
kynntum við til sögunnar Stað-
greiðslukort fyrir einstaklinga,
sem tengd eru debet- eða kred-
itkorti. Staðgreiðslukortið er
einnig hægt að fá í formi lykils
sem getur farið beint á lykla-
kippu hvers og eins. Kortin og
lyklarnir eru með innbyggðum
örgjörva sem beint er að elds-
neytisdælu og þannig opna
fyrir úttekt. Lausnin veitir m.a.
afslátt af eldsneyti, smurþjón-
ustu, punktasöfnun og aðgang
að þjónustuvef þar sem hægt er
að fylgjast með eldsneytisút-
tektum.“
Markmið:
Auka þjónustu og þægindi
fyrir viðskiptavini.
Stofnár: 1928
Shell á Laugavegi 180 var opnuð
fyrir 60 árum, hinn 4. júní 1949, og
var fyrsta sjálfvirka bensínstöðin.
Hrönn Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs.
Við eigum samleið
skipst á kveðjum
70 ára