Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 118

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 118
118 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 Íslenski hugbúnaðariðnaðurinn Gogogic er þriggja ára fyrirtæki sem nýlega setti sína fyrstu fullunnu vöru á alþjóðlegan markað – iPhone-tölvuleikinn Symbol6. Leikurinn hefur fengið góðar viðtökur í erlendum fjölmiðlum og hefur t.d. verið tilnefndur til Nordic Game Awards- verðlaunanna. Gogogic er hinn dæmigerði sproti þar sem skóla- félagar ákveða að stofna fyrirtæki með góða hugmynd í farteskinu. Nú starfa 15 manns hjá fyrirtækinu. Viðskiptavinir tortryggja Ísland „Við lögðum af stað nánast án fjármagns en vorum duglegir að finna verkefni sem við gátum haft tekjur af samhliða þróunarvinn- unni. Við höfum þróað ýmsar tölvuleikja- og netlausnir fyrir við- skiptavini hér heima og erlendis en höfum lagt upp með að verk- efnin skapi ekki bara tekjur heldur nýtist líka til að þróa þekkingu á lykilsviðum sem síðan gagnast okkur í eigin framleiðslu,“ segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic. Meðal við- skiptavina er bandaríska sjónvarpsstöðin NBC en Jónas segir að í þriggja ára sögu fyrirtækisins hafi viðskipti við erlenda aðila gengið upp og ofan vegna ytri aðstæðna. „Til að byrja með fengum við ansi lítið fyrir þjónustu fyrir erlend fyrirtæki, enda var krónan í toppi og á tímabili þurftum við algerlega að snúa okkur að heimamarkaði. Þetta hefur auðvitað snúist við núna og erlend verkefni gefa mun meira af sér en áður. Vandamálin núna eru gjaldeyrishöftin og tor- tryggni viðskiptavina, sem vita hrein- lega ekki hvort það sé skynsamlegt að skipta við íslensk fyrirtæki.“ Aukin umræða um Ísland erlendis hefur reyndar hjálpað Gogogic að einu leyti – við kynningu á tölvuleiknum Symbol6. „Fjölmiðlafólk og aðrir hafa oft samband við okkur vegna þess að því finnst áhugavert að fjalla um fyr- irtækið frá Íslandi sem er að gefa út tölvuleik á meðan allt er að hrynja í kringum það.“ Netið nýtt til markaðssetningar Gott orð fer af íslenskum upplýsinga- tæknifyrirtækjum erlendis að mati Jón- asar, sem telur að íslensk fyrirtæki í þessum geira ættu að vera duglegri við að sækja sér erlend verkefni. „Þetta er vel gerlegt ef viljinn er til staðar. Það hefur auðvitað verið mótbyr síðustu árin, sterk króna, bankar sem soguðu til sín gott vinnuafl og þrýstu launum upp úr öllu valdi, skortur á fjármagni og háir stýrivextir sem bitu sennilega hvergi jafnfast og hjá nýsköpunarfyrirtækjunum. Fjar- lægðin frá mörkuðum er líka oft erfið, en á móti kemur að við erum miðja vegu milli Evrópu og Bandaríkjanna og skiljum báða þessa markaði, sem er alls ekki algengt. Fjarlægðin þýðir að við þurfum að vera hugmyndarík við að koma okkur á framfæri og það eflir okkur bara frekar en hitt. Við höfum t.d. verið dugleg við að nýta okkur netið til markaðssetningar, sem er gríðarlega öflug kynningarleið ef vel er að staðið. Mörg okkar verkefni fyrir viðskiptavini hafa verið á sviði netmarkaðssetningar og því þekkjum við vel hvernig best er að koma sér á framfæri.“ Tölvuleikjanýlenda á Íslandi? Jónas segir að uppgangur CCP síðustu ár skili góðum jarðvegi fyrir sprotafyrirtæki í tölvuleikjageiranum. „Við og fleiri fyrirtæki erum að hasla okkur völl á þessu sviði og njótum góðs af brautryðjenda- starfi CCP, sem hefur verið duglegt við að styðja við bakið á okkur. Háskólasamfélagið er líka að taka við sér og draumurinn er að í náinni framtíð verði kominn upp öflugur kjarni fyrirtækja í þessum geira sem muni láta mikið til sín taka í íslensku efnahagslífi.“ Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic: Þurfum að vera duglegri að sækja erlend verkefni Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri Gogogic.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.