Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 113

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 113
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 113 afar þröng skilgreining. Fjölmörg fyrirtæki í þekkingariðnaði framleiða nefnilega vörur sem krefjast talsverðrar hugbúnaðarþróunar þótt fyrirtækin sjálf falli ekki undir skilgrein- inguna „hugbúnaðarfyrirtæki“ – og vörur þeirra mælist því ekki í tölum Seðlabankans um hugbúnaðarútflutning. Dæmi um þetta eru t.d. Össur og Marel, sem bæði hafa fjölda forritara í vinnu við að búa til hugbúnað sem síðan er notaður í þeirra vörum. Í fyrra var samanlögð velta þessara tveggja fyrirtækja um 17 milljarðar króna og því þurfum við að hafa í huga að þótt útflutningur hugbún- aðar frá Íslandi sé strangt til tekið ekki svo ýkja mikill leynast angar hans víða og snerta á flestum fyrirtækjum sem hafa eitthvað með nýsköpun og þekkingu að gera. Í raun er sanngjarnara að tala um þekkingariðnaðinn almennt og útflutning á bæði hugbúnaði og tæknivörum heldur en framleiðslu hug- búnaðar eina og sér þar sem skörunin er svo mikil. Þessu til viðbótar má ekki heldur gleyma því að fjölmargir starfa við hugbúnaðariðn- aðinn hér heima án þess að það sé við beinan útflutning. Í tölum Seðlabankans frá 2007 kemur fram að fjöldi starfsmanna í hug- búnaðariðnaði var 2.700 og hafði rúmlega tvöfaldast síðastliðin 17 ár. Starfsmönnum í öðrum atvinnugreinum fjölgaði um 28% á sama tímabili, sem þýðir að hlutfall starfs- manna í hugbúnaðariðnaði jókst úr 0,9% í 1,5% af heildarfjölda á vinnumarkaði á árunum 1991 til 2007. Velta hugbúnaðarfyr- irtækja á Íslandi var rétt tæpir 40 milljarðar árið 2007. Möguleikarnir eru margir Tölvur eru orðinn nær óaðskiljanlegur þáttur í leik og starfi flestra og þar er hugbún- aðurinn sennilega hvað sýnilegastur okkur flestum. En með hraðri þróun internetsins síðustu ár og aukinni notkun hugbúnaðar í öllum tæknibúnaði, allt frá gervifóta til bíl- véla, hefur eðli hugbúnaðarframleiðslu í raun breyst. Í stað þess að forrit séu sett á diska og seld úti í búð er hugbúnaður nú orðinn alltumlykjandi, oft án þess að við tökum sér- staklega eftir því. Hann stýrir raftækjum af öllum stærðum og gerðum, allt frá smæstu tónlistarspilurum til risastórra framleiðslu- lína fyrirtækja. Til viðbótar hefur þróun vef- tækni síðustu ár leitt til þess að vefurinn sam- anstendur ekki lengur af hefðbundnum vef- síðum sem sýna bara myndir og texta, heldur er þar ógrynni flókinna hugbúnaðarlausna á borð við þær sem keyra samfélagsvefsíður eða tölvuleiki. Alger stökkbreyting hefur orðið á nýtingarmöguleikum internetsins og sú þróun er rétt að byrja. Möguleikarnir eru því margir og ekki síst í ljósi þess að reynslan hefur sýnt að nýsköpun sé oft hvað líflegust á krepputímum. Íslendingar sterkir á ákveðnum sviðum En hver er staða hugbúnaðarþróunar og þekkingariðnaðarins almennt á Íslandi? Við- mælendur Frjálsrar verslunar fyrir þessa grein sem þekkja vel til í hugbúnaðargeiranum voru á því að íslenskir starfsmenn stæðust vel samkeppni við erlent vinnuafl og að gott orð færi af íslenskum fyrirtækjum í þekking- Upplýsingatæknifyrirtæki hjá SI hundruð íslenskra fyrirtækja starfa í upplýsingatækni og væri óvinnandi vegur að reyna að telja þau öll upp. innan samtaka iðnaðarins eru starfandi samtök upplýsingatæknifyrirtækja og af lista þeirra fyrirtækja sem eru meðlimir í samtökunum má sjá að breiddin er mikil og af mörgu að taka í geiranum hér á landi. AGR ehf. Auðkenni hf. Basis ehf. Calidris ehf CCP hf. Eskill ehf. Flugstoðir ohf. Gagarín ehf. Gogogic ehf Háspennugarður ehf, Hópvinnukerfi ehf. Focal Software Hugbúnaður hf. Hugsmiðjan ehf. HugurAx Hugvit hf. Init ehf. Kerfisþróun ehf. Kine ehf. Klak ehf. Kögun ehf. Landsteinar Strengur hf. Launafl ehf. LH tækni ehf. - Ice Consult LS Retail ehf. MaintSoft ehf. MarOrka ehf. Menn og mýs ehf. Mentor Microsoft Ísland ehf. ND á Íslandi ehf. Outcome hugbúnaður ehf. Petromodel ehf. Sjá ehf. óháð ráðgjöf Skilaboð ehf. Skýrr hf. Sprettur þróun ehf. Staka ehf. Stiki ehf. Stjörnu-Oddi hf. TellMeTwin ehf. Tiltak ehf. TM Software TrackWell Software hf. Tölvu- og tækniþjónustan ehf. Tölvumiðlun hf. Vaki - Fiskeldiskerfi hf. Þekking - Tristan hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.