Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 35
70 ára hagsagan í 70 ár F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 35 1979: Verðtrygging til sögunnar – Ólafslög 1976: Umræður um fiskveiðistjórnun Þegar árið 1976 hófust miklar og fræðilegar vangaveltur um það hvernig fiskveiðistjórnuninni yrði best háttað á íslandsmiðum þegar íslendingar réðu yfir fiskimiðunum. Talsverðar umræður urðu í þjóðfélaginu um veiðileyfagjald, það væri besta tækið til að takmarka fjölda fiskiskipa og frystihúsa – og hámarka þannig ágóðann af auðlindinni. 1980: Vigdís forseti – ferða- þjónustan með væntingar Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti íslands sumarið 1980 hófust miklar umræður um það hvort ferðaþjónustan gæti ekki nýtt sér þá athygli sem kjör Vigdísar fékk um allan heim. ísland komst á kortið. raunar jókst ferðamannastraumur til íslands í kjölfar- kjörs Vigdísar – en það má auðvitað líka rekja til þess að Icelandair og fyr- irtæki í ferðaþjónustu juku markaðsátak sitt verulega á sama tíma. Mikil umræða varð einnig um ímynd íslands í erlendum fjöl- miðlum og að beita ætti kröftunum í auglýs- ingum að náttúrufegurð landsins. 1979: Hörður ráðinn forstjóri Eimskips hörður sigurgestsson var ráðinn forstjóri Eimskipafélags íslands. hann stóð vaktina í um tvo áratugi og var valdamesti maður viðskiptalífsins um árabil. hann innleiddi nýjungar í stjórnun og laðaði til sín marga viðskiptafræðinga. hann lét af störfum sem forstjóri félagsins haustið 2000. 1979: Verðlagsráð – öllu var verðstýrt íslenskt viðskiptalíf var mjög miðstýrt þrátt fyrir allt tal um að vindar frelsis lékju um atvinnulífið. Verðlagsráð ákvað verð á fiski upp úr sjó, olíu og bensíni af dælum og öllum landbún- aðarvörum. Verðlagsnefndir í sjáv- arútvegi voru mjög í fréttum og ekki síst oddamaður hverrar nefndar. Verðið sem nefndin ákvað réð úrslitum um afkomu sjávarútvegs- ins. ríkisstjórnin réð gengi krón- unnar. allir stærstu bankarnir voru í eigu ríkisins. Vextir voru ákveðnir af seðlabanka sem fór eftir skipunum ríkisstjórnarinnar. gjaldeyrishöft voru við útlönd. Þegar farið var til útlanda þurfti að sýna farseðla til að fá gjald- eyri. 1976: Fjárfestingarfélag Íslands stofnað Fyrsta sérhæfða verðbréfafyrirtækið var stofnað þetta ár. Það var Fjárfestingarfélag íslands og var það til húsa við skólavörðustíginn. Tilgangurinn var að miðla lánum til einstaklinga og fyrirtækja sem áttu ekki kost á fyrirgreiðslu annars staðar. Mikil ávöxtun náðist oftast fram með afföllum af skuldabréfunum. áttundi áratugurinn einkenndist af mikilli verðbólgu. Það varð til þess að alþingi samþykkti á vormánuðum 1979 verðtryggingu fjárskuldbindinga. Lögin voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Peningalegur sparnaður í landinu var að þrotum kominn og lífeyrissjóðir landsins stóðu mjög höllum fæti. Til að koma á eðlilegum peningalegum sparnaði yrðu sparifjáreigendur að hafa tryggingu gegn verðbólgunni; verðtryggingu. í þeirri óðaverðbólgu sem hafði geisað um árabil höfðu skuldarar notið verðbólgu- gróða og þannig fluttist fé frá þeim sem lánuðu til skuldaranna. Ein af rökunum fyrir verðtryggingunni voru svonefndar væntingar í hagfræði, þ.e. að þegar verð- trygging væri komin á græddi enginn á verðbólgunni og þar með væru meiri líkur á að ná verðbólgunni niður. Fyrstu lánin sem voru verðtryggð hér á landi voru námslán. Þau voru verðtryggð en báru enga vexti. Verðtryggingin hefur stundum verið nefnd „verðtryggð króna“. Það felst í því að krónan sé veikur gjaldmiðill sem endurspegli lítið og veikt atvinnulíf á íslandi. Það sé ekki hægt að hafa krón- una sem gjaldmiðil nema hafa hana verð- tryggða. Hörður Sigurgestsson. Ólafur Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.