Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 116

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 bönd, elju og dugnað til að ná langt. Ekki má heldur gleyma fjármagni. Viðmælendur Frjálsrar verslunar voru á einu máli um að aðstæður hin síðari ár hér á landi hefðu verið erfiðar. Hátt vaxtastig leiddi til þess að fáir sáu sér hag í því að fjárfesta í sprotafyr- irtækjum og hátt gengi krónu þýddi erfiða samkeppnisstöðu við erlenda keppinauta. „Við gátum aldrei keppt við erlend fyrirtæki í verði,“ sagði einn viðmælenda. Þótt aðstæð- urnar hefðu ekki komið í veg fyrir árangur þeirra fyrirtækja sem þó náðu að hasla sér völl, er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvað hefði orðið ef jarðvegurinn hefði verið frjórri fyrir sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeir- anum hér síðasta áratuginn. Værum við þá e.t.v. með 20 fyrirtæki yfir 100 milljónum í útflutning á ári í stað 10? Eða fleiri? Jafnvel tvö eða þrjú fyrirtæki til viðbótar af stærð- argráðu CCP, Össurar eða Marels? Mikil verðmætasköpun En hvað þarf til að gera jarðveginn frjórri fyrir íslensk hugbúnaðar- og þekkingarfyr- irtæki svo þau geti betur komið undir sig fótunum og hafið innreið á erlenda markaði? Á máli forráðamanna fyrirtækja og stofnana í þessum geirum má skilja að það mikilvæg- asta sé að ytri skilyrði séu lífvænlegri. Lægri vextir, stöðugt gengi og öflugri nettengingar við útlönd eru meðal algengustu þáttanna sem nefndir eru. Margir segja einnig að skat- taívilnanir fyrir fyrirtæki í rannsóknum og þróun myndu skipta miklu máli og jafnframt ívilnanir fyrir fjárfesta sem leggja fé í sprota- fyrirtæki. „Við erum ekki að heimta peninga frá ríkinu, heldur viljum bara að hið opin- bera sé örlítið framsýnna og liðlegra þegar kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja sem vinna að nýsköpun. Nógu mikið er gengið á eftir álfyrirtækjunum með alls kyns gylli- boðum þegar einfaldar breytingar á rekstr- arskilyrðum smærri þekkingarfyrirtækja gætu gert gæfumuninn til að stækka þekkingariðn- aðinn hér á landi til hagsbóta fyrir land og þjóð,“ sagði einn viðmælanda Frjálsrar versl- unar. En af hverju ætti að ráðast í sértækar aðgerðir til að auðvelda nýsköpunarfyr- irtækjum að koma undir sig fótunum? Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, kemur með afar sannfærandi rök hér annars staðar í umfjölluninni þegar hann bendir á að verðmætasköpunin sé mjög mikil í þessum greinum vegna þess að hráefnið er hugmyndir starfsfólksins og fullvinnslan fari fram innan veggja fyrirtækjanna. Þess vegna eru störf í hugbúnaði verðmætari en í mörgum öðrum framleiðslugreinum þar sem mikill kostnaður liggur í að afla hráefnis eða koma upp vélbúnaði til framleiðslunnar. Þörf á meðbyr í stað mótbyrs Eggert Claessen bendir á í viðtali hér ann- ars staðar í umfjölluninni að 80% nýrra starfa verði til í litlum fyrirtækjum – þannig að hugbúnaðargeirinn og sprotafyrirtækin hljóta að vera ofarlega í huga þeirra stjórn- málamanna sem hyggjast skapa tugi þús- unda starfa hér á landi á næstu árum. Fyr- irtæki á borð við CCP og LS Retail skapa nú milljarða í gjaldeyristekjur og hafa orðið það sem þau eru þrátt fyrir að hafa þurft að synda móti straumnum í íslensku efnahags- lífi árum saman og heyja harða baráttu við erlenda keppinauta sem hafa búið við talsvert betri aðstöðu á sínum mörkuðum. Ef stjórnvöldum tekst að veita sprotafyr- irtækjum dagsins í dag meðbyr í stað mótbyrs eru allar líkur til að útflutningur hugbún- aðar- og þekkingargreina geti orðið ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs innan tíu ára. Ef ekkert er að gert má hins vegar allt eins búast við að hugbúnaður verði ávallt jað- arstærð í gjaldeyrissköpun Íslendinga. Íslenski hugbúnaðariðnaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.