Frjáls verslun - 01.04.2009, Síða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
bönd, elju og dugnað til að ná langt. Ekki
má heldur gleyma fjármagni. Viðmælendur
Frjálsrar verslunar voru á einu máli um að
aðstæður hin síðari ár hér á landi hefðu
verið erfiðar. Hátt vaxtastig leiddi til þess að
fáir sáu sér hag í því að fjárfesta í sprotafyr-
irtækjum og hátt gengi krónu þýddi erfiða
samkeppnisstöðu við erlenda keppinauta.
„Við gátum aldrei keppt við erlend fyrirtæki
í verði,“ sagði einn viðmælenda. Þótt aðstæð-
urnar hefðu ekki komið í veg fyrir árangur
þeirra fyrirtækja sem þó náðu að hasla sér
völl, er ekki hægt annað en velta því fyrir sér
hvað hefði orðið ef jarðvegurinn hefði verið
frjórri fyrir sprotafyrirtæki í hugbúnaðargeir-
anum hér síðasta áratuginn. Værum við þá
e.t.v. með 20 fyrirtæki yfir 100 milljónum í
útflutning á ári í stað 10? Eða fleiri? Jafnvel
tvö eða þrjú fyrirtæki til viðbótar af stærð-
argráðu CCP, Össurar eða Marels?
Mikil verðmætasköpun
En hvað þarf til að gera jarðveginn frjórri
fyrir íslensk hugbúnaðar- og þekkingarfyr-
irtæki svo þau geti betur komið undir sig
fótunum og hafið innreið á erlenda markaði?
Á máli forráðamanna fyrirtækja og stofnana
í þessum geirum má skilja að það mikilvæg-
asta sé að ytri skilyrði séu lífvænlegri. Lægri
vextir, stöðugt gengi og öflugri nettengingar
við útlönd eru meðal algengustu þáttanna
sem nefndir eru. Margir segja einnig að skat-
taívilnanir fyrir fyrirtæki í rannsóknum og
þróun myndu skipta miklu máli og jafnframt
ívilnanir fyrir fjárfesta sem leggja fé í sprota-
fyrirtæki. „Við erum ekki að heimta peninga
frá ríkinu, heldur viljum bara að hið opin-
bera sé örlítið framsýnna og liðlegra þegar
kemur að rekstrarumhverfi fyrirtækja sem
vinna að nýsköpun. Nógu mikið er gengið
á eftir álfyrirtækjunum með alls kyns gylli-
boðum þegar einfaldar breytingar á rekstr-
arskilyrðum smærri þekkingarfyrirtækja gætu
gert gæfumuninn til að stækka þekkingariðn-
aðinn hér á landi til hagsbóta fyrir land og
þjóð,“ sagði einn viðmælanda Frjálsrar versl-
unar.
En af hverju ætti að ráðast í sértækar
aðgerðir til að auðvelda nýsköpunarfyr-
irtækjum að koma undir sig fótunum?
Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri
CCP, kemur með afar sannfærandi rök hér
annars staðar í umfjölluninni þegar hann
bendir á að verðmætasköpunin sé mjög mikil
í þessum greinum vegna þess að hráefnið
er hugmyndir starfsfólksins og fullvinnslan
fari fram innan veggja fyrirtækjanna. Þess
vegna eru störf í hugbúnaði verðmætari en í
mörgum öðrum framleiðslugreinum þar sem
mikill kostnaður liggur í að afla hráefnis eða
koma upp vélbúnaði til framleiðslunnar.
Þörf á meðbyr í stað mótbyrs
Eggert Claessen bendir á í viðtali hér ann-
ars staðar í umfjölluninni að 80% nýrra
starfa verði til í litlum fyrirtækjum – þannig
að hugbúnaðargeirinn og sprotafyrirtækin
hljóta að vera ofarlega í huga þeirra stjórn-
málamanna sem hyggjast skapa tugi þús-
unda starfa hér á landi á næstu árum. Fyr-
irtæki á borð við CCP og LS Retail skapa
nú milljarða í gjaldeyristekjur og hafa orðið
það sem þau eru þrátt fyrir að hafa þurft að
synda móti straumnum í íslensku efnahags-
lífi árum saman og heyja harða baráttu
við erlenda keppinauta sem hafa búið við
talsvert betri aðstöðu á sínum mörkuðum.
Ef stjórnvöldum tekst að veita sprotafyr-
irtækjum dagsins í dag meðbyr í stað mótbyrs
eru allar líkur til að útflutningur hugbún-
aðar- og þekkingargreina geti orðið ein af
meginstoðum íslensks atvinnulífs innan tíu
ára. Ef ekkert er að gert má hins vegar allt
eins búast við að hugbúnaður verði ávallt jað-
arstærð í gjaldeyrissköpun Íslendinga.
Íslenski hugbúnaðariðnaðurinn