Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
skipst á kveðjum
Við eigum samleið
Þ
ann 9. janúar árið
2003 hófst formleg
sala í flug með Ice-
land Express og fyrsta
flug félagsins var 27. febrúar
2003. Félagið leggur áherslu á
góða og örugga þjónustu, lægri
fargjöld og sveigjanlegri bókanir
en áður hafa þekkst.
Að sögn Matthíasar Imsland,
forstjóra Iceland Express, voru
áfangastaðir félagsins í Evrópu
14 talsins sumarið 2007:
„Við flugum þá frá
þremur flugvöllum á Íslandi;
Keflavík, Akureyri og Egils-
stöðum. Árlegur farþega-
fjöldi hefur vaxið jafnt og þétt
á síðustu árum, frá 136 þús-
undum árið 2003 og upp í tæp-
lega 500 þúsund árið 2007.
Ferðaskrifstofan Express
ferðir var stofnuð 1997 og hét
þá Markmenn en frá árinu 2005
hefur fyrirtækið verið alfarið í
eigu Iceland Express. Þar á bæ
er boðið upp á ýmsar fjölbreyti-
legar sérferðir auk hinna sívin-
sælu stórborgaferða til Evrópu
þar sem endalausir möguleikar í
afþreyingu og menningarupplif-
unum eru aðeins í seilingarfjar-
lægð.“
Hvernig er afmælisveislum
fagnað hjá félaginu?
„Hvað varðar afmælisgleði hjá
Iceland Express sem tengist inn
á sjálfan markaðinn, þá vekjum
við athygli á starfsemi okkar á
slíkum tímamótum og bjóðum
upp á tilboð af tilefninu. Við
starfsfólkið höldum svo hefð-
bundnar afmælisveislur með
kaffi og kökum, eða sláum jafn-
vel upp grillveislum og gerum
okkur glaðan dag.“
Hvað er helst á döfinni hjá
Iceland Express?
„Sumaráætlunin er að fara í
fullan gang um þessar mundir
og við bjóðum upp á fjölmarga
spennandi áfangastaði. Svo er
okkur sérstök ánægja að segja
frá því að við erum að hefja
nýtt flug til Bologna, Álaborgar,
Genfar og Kraká.
Íslendingar eru á faralds-
fæti nú sem endranær og því er
alltaf svipað að gera hjá Iceland
Express frá einu ári til annars.“
Sívinsælar stórborgaferðir
iceland express:
Þessi mynd var tekin þann 27. febrúar 2003
í fyrstu ferð félagsins, sem var til London.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.
Markmið:
Að tryggja hagkvæma val-
möguleika í ferðamálum
Íslendinga og bjóða upp á
bestu mögulegu gæði og
upplifun sem völ er á.
Stofnár: 2003
EIK FASTEIGNAFÉLAG HF | Sóltún 26 | 105 Reykjavík | 590 2200 | utleiga@eik.is | www.eik.is
Hvort sem starfsemin vex eða dregst saman
hjálpum við þér að finna
Ef þú þarft að stækka, minnka eða einfaldlega að færa þig um set,
skaltu setja þig í samband við Eik fasteignafélag.
Eik fasteignafélag sérhæfir sig í rekstrarleigu atvinnuhúsnæðis. Á
leiguskrá félagsins eru skrifstofu-, verslunar-, iðnaðar- og lager-
húsnæði sem og veitinga- og skemmti staðir af ýmsum stærðum og
gerðum. Með því að leita til Eikar fasteignafélags getur fyrirtækið
þitt eflt eigin rekstur. Ef þú ert að leita þér að heppilegu atvinnu-
húsnæði er Eik með lausnina fyrir þig.
Haf›u samband vi› sérfræ›inga okkar í síma 590 2200.
hentugra atvinnuhúsnæði
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
8
0
68