Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 39
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 39
70 ára
hagsagan í 70 ár
1992:
Eilífðarvélin SÍS
líður undir lok
risinn í íslensku viðskiptalífi í
nokkra áratugi leið endanlega undir
lok. Þetta var sís. Fyrirtækið var
talið eilífðarvél sem aldrei gæti
farið á höfuðið; en „eilífðarvélin“
fór í þrot. nokkur þekkt kaupfélög
stóðu þó keik eftir sem áður. En
síðan hafa þau mörg átt á brattann
að sækja.
1995:
Talnakönnun
kaupir útgáfu
Frjálsar verslunar
Tímamót urðu í útgáfu Frjálsrar versl-
unar haustið 1995 þegar Talnakönnun
keypti útgáfu Frjálsrar verslunar af
Fróða. Benedikt Jóhannesson, aðal-
eigandi Talnakönnunar, varð þar með
útgefandi blaðsins. Dótturfyrirtæki
Talnakönnunar, heimur hf., tók við
útgáfunni undir lok árs 2000. heimur
gefur út fjölda tímarita, eins og
Vísbendingu, ský, atlanticu, Iceland
review, What’s On, á ferð um ísland,
áningu, Veðimanninn og að sjálfsögðu
Frjálsa verslun.
1998:
Bónusfeðgar
kaupa Hagkaup
Vorið 1998 birtist athyglisverð frétt um að
Bónus og hagkaup hefðu verið sameinuð í eitt
fyrirtæki, Baug, og að Kaupþing og FBa hefðu
fjármagnað kaupin. Jón ásgeir Jóhannesson og
fjölskylda keyptu gömlu hagkaupsfjölskylduna
út í einu lagi en hún hafði frá haustinu
1992 átt helminginn í Bónus. Fjármögnun
Bónusfjölskyldunnar á Baugi vorið 1998 var í
raun fyrsta fréttin um stórfjármögnun tveggja
banka við kaup á íslensku stórfyrirtæki. allt
greitt með einum tékka. Þetta var bara byrjunin.
Eftir þetta urðu fréttir um kaup athafnamanna
á fyrirtækjum með „aðstoð banka“ algengar.
Endurfjármögnun varð tískuorð en ekki
endurgreiðsla.
1997:
Bjarni, FBA og kaupaukarnir
árið 1997 var Bjarni ármannsson, fyrrverandi forstjóri
Kaupþings, sem þá var lítið verðbréfafyrirtæki, ráðinn
forstjóri FBa, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bjarni
var þá aðeins 29 ára. FBa var ríkisbanki sem var
einkavæddur á árunum 1998 til 1999. Eigið fé FBa
var mikið í upphafi og miklar vangaveltur voru um það
hvernig Bjarna myndi takast að ávaxta svo mikið eigið
fé. hann innleiddi mjög virkt kaupaukakerfi til helstu
stjórnenda bankans.
1996:
Ný vinnubrögð banka
Upp úr árinu 1995, eftir nokkurra
ára samdráttarskeið um heim
allan og bankakreppur á
norðurlöndunum, fór að verða
vart við aukið flæði peninga
í heiminum. Það sem meira
var; vinnubrögð banka voru að
breytast; þeir lánuðu meira og
ákafar – og urðu gráðugri og
virkari þátttakendur í atvinnulífinu.
1995:
Össur vekur
athygli erlendis
stoðtækjafyrirtækið Össur
vakti athygli fyrir góðan árangur
við að flytja út stoðtæki;
íslenskt hugvit frumkvöðulsins
Össurar Kristinssonar.
Fyrirtækið átti eftir að láta
mjög að sér kveða.
Benedikt
Jóhannesson.