Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 39

Frjáls verslun - 01.04.2009, Side 39
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 39 70 ára hagsagan í 70 ár 1992: Eilífðarvélin SÍS líður undir lok risinn í íslensku viðskiptalífi í nokkra áratugi leið endanlega undir lok. Þetta var sís. Fyrirtækið var talið eilífðarvél sem aldrei gæti farið á höfuðið; en „eilífðarvélin“ fór í þrot. nokkur þekkt kaupfélög stóðu þó keik eftir sem áður. En síðan hafa þau mörg átt á brattann að sækja. 1995: Talnakönnun kaupir útgáfu Frjálsar verslunar Tímamót urðu í útgáfu Frjálsrar versl- unar haustið 1995 þegar Talnakönnun keypti útgáfu Frjálsrar verslunar af Fróða. Benedikt Jóhannesson, aðal- eigandi Talnakönnunar, varð þar með útgefandi blaðsins. Dótturfyrirtæki Talnakönnunar, heimur hf., tók við útgáfunni undir lok árs 2000. heimur gefur út fjölda tímarita, eins og Vísbendingu, ský, atlanticu, Iceland review, What’s On, á ferð um ísland, áningu, Veðimanninn og að sjálfsögðu Frjálsa verslun. 1998: Bónusfeðgar kaupa Hagkaup Vorið 1998 birtist athyglisverð frétt um að Bónus og hagkaup hefðu verið sameinuð í eitt fyrirtæki, Baug, og að Kaupþing og FBa hefðu fjármagnað kaupin. Jón ásgeir Jóhannesson og fjölskylda keyptu gömlu hagkaupsfjölskylduna út í einu lagi en hún hafði frá haustinu 1992 átt helminginn í Bónus. Fjármögnun Bónusfjölskyldunnar á Baugi vorið 1998 var í raun fyrsta fréttin um stórfjármögnun tveggja banka við kaup á íslensku stórfyrirtæki. allt greitt með einum tékka. Þetta var bara byrjunin. Eftir þetta urðu fréttir um kaup athafnamanna á fyrirtækjum með „aðstoð banka“ algengar. Endurfjármögnun varð tískuorð en ekki endurgreiðsla. 1997: Bjarni, FBA og kaupaukarnir árið 1997 var Bjarni ármannsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem þá var lítið verðbréfafyrirtæki, ráðinn forstjóri FBa, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bjarni var þá aðeins 29 ára. FBa var ríkisbanki sem var einkavæddur á árunum 1998 til 1999. Eigið fé FBa var mikið í upphafi og miklar vangaveltur voru um það hvernig Bjarna myndi takast að ávaxta svo mikið eigið fé. hann innleiddi mjög virkt kaupaukakerfi til helstu stjórnenda bankans. 1996: Ný vinnubrögð banka Upp úr árinu 1995, eftir nokkurra ára samdráttarskeið um heim allan og bankakreppur á norðurlöndunum, fór að verða vart við aukið flæði peninga í heiminum. Það sem meira var; vinnubrögð banka voru að breytast; þeir lánuðu meira og ákafar – og urðu gráðugri og virkari þátttakendur í atvinnulífinu. 1995: Össur vekur athygli erlendis stoðtækjafyrirtækið Össur vakti athygli fyrir góðan árangur við að flytja út stoðtæki; íslenskt hugvit frumkvöðulsins Össurar Kristinssonar. Fyrirtækið átti eftir að láta mjög að sér kveða. Benedikt Jóhannesson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.