Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9 1. velja lífvænleg fyrirtæki: Eigendur fyrirtækja og fjármálastofnanir verða að geta tekið vitlegar ákvarðanir um hvaða fyrirtæki eigi að lifa og hver ekki. Þetta er ekki hægt fyrr en búið er að skapa eðlilegan ramma hvað varðar vexti og gengisskráningu. 2. ríkið verður að skera niður: Það er engin leið framhjá þessu verki meðal ann- ars til að ná niður vöxtunum. Það þarf að skoða alla möguleika á meiri tekjum og það þarf að skoða tilfærslu m.a. til landbúnaðar. Þetta er pólitískt erfiðasta málið fyrir ríkis- stjórnina. 3. fjölga störfum: til að bjarga heimilunum verður fólk að hafa vinnu. Engin önnur leið er fær. til að allir hafi vinnu verður að breyta áherslunum í atvinnulíf- inu og beina kröftunum frá innlendri þjónustu á borð við húsbygg- ingar og að öllu sem lýtur að sölu á vöru eða þjónustu til útlanda, sama hvort það er fiskur eða ferðaþjónusta. 4. aðild að evrópusambandinu: Aðild að Evrópusambandinu tryggir trúverðugleika þess sem stjórnvöld eru að gera. Aðild er nauðsynleg til að losna við Íslandsálagið á erlendu lánin okkar. núna bætast einhver 5 prósent ofan á erlendan vaxtakostnað bara vegna vantrúar á íslenskt efnahagslíf. Aðild að EsB er óhjákvæmileg til að ná niður langtímavöxtunum og tryggja að fyrirtækin séu samkeppnisfær. Þetta er löng vegferð en það þarf að sannfæra almenning um að þetta sé eina leiðin. mælir með fyrningarleiðinni 5. fyrningarleiðin: „Ég tel að fyrningar- leiðin í kvótamálum sé fær og ráðlegg ríkis- stjórninni að fara hana,“ segir Þórólfur. Hann segir að sjávarútvegur á Íslandi hafi oft áður verið endurskipulagður efnahagslega og þetta sé ekki meiri aðgerð nú en áður. „fyrning kvótans getur gefið tekjur og það er mjög mikilvægt að meira komi í ríkissjóð. Með fyrningarleiðinni er órétt- lætið, sem mannrétt- indanefnd sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað um, leiðrétt en það þarf líklega að aðskilja fjármál útgerðarfyrirtækjanna og fjármál og skuldir eigenda útgerðarfyrirtækjanna.“ Þetta síðasta með skuldir eigenda útgerð- arinnar annars vegar og rekstrargrundvöll útgerðarinnar hins vegar útskýrir Þórólfur sem svo að í hverju útgerðarfyrirtæki á Íslandi í dag séu í raun þrjú fyrirtæki: fyrst er útgerðin sjálf, það er rekstur skip- anna, sala aflans og greiðslur til áhafnar. Þessi hluti er rekinn með fínum hagnaði enda hefur skráning krónunnar aldrei fyrr verið þessum fyrirtækjum jafnhagstæð. Annað er eignarhaldsfyrirtæki, sem á veð- settan kvóta. Þriðja er „gengisveðmála- fyrirtæki“ sem notað var til að veðja gegn krónunni. „tvö þessi síðastnefndu fara óhjákvæmi- lega á hausinn en útgerðin sjálf stendur eftir og þá er innköllun kvótans í áföngum rétta leiðin til að tryggja áframhaldandi viðgang sjávarútvegsins,“ segir Þórólfur. stjórnin hrópuð niður Alvarlegustu mistökin eftir hrun eru að mati Þórólfs að mikill tími tapaðist vegna stjórn- málaóvissunnar. Hann á við tímabilið frá 6. október 2008 til 10. maí 2009. „Mig grunar að hlutur Geirs H. Haarde fái þegar tímar líða fram frekar lök eftirmæli,“ segir Þórólfur. „Á þessum óvissutíma ger- ist það í fyrsta sinn í Íslandssögunni að rík- isstjórn er hrópuð niður. Það er mjög alvar- legt vegna hættunnar á að það gerist aftur: Að fámennur hópur vaði uppi og segist tala í nafni alls almennings. Þessi pólitíski órói hefði ekki orðið ef Geir hefði skynjað nauðsyn þess að hreinsa til í toppstöðum. Það brást, stjórnin féll og við tók veik minnihlutastjórn og kosninga- barátta. Það var ekki ráðist í nauðsynlegar aðgerðir, kraftar stjórnmálamanna fóru í karp um vonlausar hugmyndir eins og niðurfærslu skulda og vinna við viðsnúning efnahagslífs- ins tafðist.“ Þórólfur Matthíasson prófessor rekur fyrst fjögur nátengd atriði, sem hann ráðleggur ríkisstjórninni að fylgja. Þórólfur maTThíasson, prófEssor Í HAGfræði Við HÁskóLA ÍsLAnds: rÍkið vErður að skEra Niður Þórófur Matthísaaon prófessor í hagfræði. „aðild að Evrópu- sambandinu tryggir trúverðugleika þess sem stjórnvöld eru að gera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.