Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
70 ára
skipst á kveðjum
Við eigum samleið
Góður vinnufatnaður tryggir meiri
starfsánægju og betri afköst.
N1 býður gott úrval af þægilegum
og slitsterkum vinnufatnaði frá
heimsþekktum framleiðendum fyrir
duglegt fólk í öllum atvinnugreinum.
Sjómennskan
er ekkert grín
SÍMI 440 1000
WWW.N1.IS Meira í leiðinni
N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 N1 verslanir: Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri,
Akranesi, Ólafsvík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Keflavík, Selfossi, Reyðarfirði og Höfn.
R
ætur N1 í íslensku
atvinnulífi ná meira
en 60 ár aftur í
tímann. Hugmyndin
að N1 kom út úr hugmyndasam-
keppni sem haldin var á meðal
stjórnenda Olíufélagsins, Bíla-
nausts, Ísdekks og fleiri fyrir-
tækja innan sömu samstæðu.
Þessi hugmynd var formlega
kynnt stjórn samstæðunnar
í júní 2006 og samþykkt
skömmu síðar. Það tók síðan
tíu mánuði að skipuleggja og
framkvæma sameiningu allra
félaganna og að mynda fyrir-
tækið í huga starfsmanna og
síðan útávið. Frumsýning á
félaginu var síðan haldin þann
13. apríl 2007. Forstjóri N1 er
Hermann Guðmundsson:
„Þær grunnáherslur sem við
lögðum upp með voru að geta
aukið verulega við þjónustu til
bíleigenda og atvinnulífs með
því að reka eitt stórt og öflugt
þjónustu- og verslunarfyrirtæki
með starfsstöðvar um allt land.
Þessa auknu þjónustu töldum
við okkur geta veitt án þess að
kosta meira til í starfsmanna-
haldi og öðrum kostnaði.“
Hermann segir sameininguna
hafa heppnast fullkomlega þegar
á allt er litið: „Við höfum fjölg-
að starfstöðvum eftir samein-
inguna og ekki síður endurbyggt
gamla útsölustaði. Við höfum
ekki farið út í nýjar greinar
heldur fyrst og fremst verið að
stilla okkur betur af í þjónustu
við viðskiptavinina og reynt
að standast þær kröfur sem til
okkar eru gerðar. Áform voru
um að endurnýja fleiri útsölu-
staði og jafnvel að opna nýja en
þær gríðarlegu breytingar sem
urðu á efnahagsmálum þjóðar-
innar hafa vissulega breytt okkar
áætlunum og er okkar tími æ
meira nýttur í auka þjónustuna,
bæta ferlana og að aðstoða
okkar viðskiptavini sem margir
eru í vanda staddir.“
Hvað varðar sölu á mat-
vöru og veitingasölu þá er N1
í sókn: „Við erum nýlega farin
að reka sjálf stóra veitingaskála
á Blönduósi, Hvolsvelli og
Egilsstöðum og síðan Staðar-
skála. Þar fyrir utan höfum við
haldið áfram að auka þjónustu-
framboðið m.a. með því að
opna smur- og hjólbarðaþjón-
ustu í Reykjanesbæ. Fyrir utan
þessa þætti hófum við nýlega
sókn inn á markað fyrir vinnu-
fatnað og öryggisskó. Við
höfum verið á þessum markaði
en ekki í þeim mæli sem nú
stefnir í.“
Þegar Hermann horfir til
framtíðar telur hann ljóst að
breytingar muni verða á sölu
eldsneytis til almennings: „Við
höfum nú þegar tekið upp
sölu á bío-díselolíu á nokkrum
útsölustöðum og að auki hjá
stórum kaupendum í sérbúnaði.
Auk þessa þá fjárfestum við ein-
nig í metan-dælustöð á Bílds-
höfða en metan er einmitt dæmi
um þær breytingar sem eru
að verða í eldsneytismálum til
framtíðar.“
Stillum okkur betur af
í þjónustu við viðskiptavinina
n1:
Markmið:
Ávinningurinn af sam-
skiptum við N1 sé skýr,
jafnt viðskiptavina, starfs-
fólks og hluthafa.
Stofnár: 2006
Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.