Frjáls verslun - 01.04.2009, Blaðsíða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 9
skipst á kveðjum
Við eigum samleið
Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar
vörur samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í versl-
unum sem í búðargluggum. Verðmerking á að vera
vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru
hún vísar.
Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaup-
unum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar
misstórar. Til að auðvelda þér að bera saman verð
hafa því verið settar reglur sem skylda verslunareig-
endur til að gefa upp mælieiningarverð vöru, auk
söluverðs.
Notaðu rétt þinn.
Neytendastofa
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is
N
Neytendastofa tók til starfa 1.
júlí 2005. Hún hefur eftirlit
með viðskiptaháttum og mark-
aðssetningu og framfylgir
ýmsum sérlögum frá Alþingi sem sett hafa
verið til að tryggja öryggi og réttindi neyt-
enda í viðskiptum. Neytendastofa heyrir
undir viðskiptaráðuneyti.
Að sögn Tryggva Axelssonar, forstjóra
Neytendastofu, gegnir stofnunin mikilvægu
stjórnsýsluhlutverki við eftirlit og „löggæslu“
með starfsemi markaðsaðila hér á landi og á
Evrópska efnahagssvæðinu, í samvinnu við
systurstofnanir í öðrum EES-ríkjum þegar
og ef þess gerist þörf.
„Góð þekking og virðing á reglum um
öryggi og réttindi neytenda er undirstaða
þess að hámarksárangri verði náð í við-
skiptum fyrirtækja og fagmanna við neyt-
endur. Ánægja viðskiptavina er lykilatriði í
góðum rekstri og góð neytendavernd er allra
hagur. Upplýsingamiðlun til aðila í atvinnu-
lífi um skyldur þeirra og réttindi gagnvart
neytendum er því mikilvægur þáttur í starf-
semi stofnunarinnar.“
„Eftirlit Neytendastofu felst í því að tekið
er við ábendingum og kærum ef fyrirtæki og
fagmenn uppfylla ekki lagaskyldur sínar eða
réttindi neytenda eru ekki virt samkvæmt
ýmsum sérlögum sem stofnunin hefur
umsjón með. Þegar sannað eða staðfest er að
lög um réttindi neytenda hafi verið brotin
getur Neytendastofa beitt viðurlögum, s.s.
banni við óréttmætum samningsskilmálum
eða stjórnvaldssektum ef brot eru alvarleg.“
Grill og sumarlegar tertur á afmælum
,,Starfsmenn reyna að nýta ýmis tækifæri til
að gera sér dagamun. Afmæli Neytendastofu
er þar engin undantekning. Á kaffistofuna
eru keyptar tertur, helst sumarlegar með
jarðarberjum, enda á stofnunin afmæli 1.
júlí eða á hinu íslenska hásumri. Í góðu
veðri er grillið tekið fram og grillað í hádeg-
inu hér fyrir utan húsið í Borgartúninu,
ekki bara á afmælinu heldur oftar ef veður
leyfir. Það skapar tilbreytingu að komast út
í sólina og ferskt loft til að eiga skemmtilega
samverustund í góðum hópi starfsfélag-
anna.“
70 ára
Neytendavernd er allra hagur
neytendastofa:
Meginhlutverk:
Að hafa eftirlit með við-
skiptaháttum og mark-
aðssetningu og framfylgja
lögum sem hér gilda um
réttindi neytenda í við-
skiptum.
Stofnár: 2005
Tryggvi Axelsson,
forstjóri
Neytendastofu.