Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 8
Stofnfé sjóðsins kom frá öllum Norðurlöndunum ásamt sjálf-
stjórnarsvæðunum Grænlandi og Færeyjum. Stofnunin og fjár-
hagsleg undirstaða hennar byggjast á sérsamningi milli norrænna
ríkisstjórna (svipað og t.d. Norræni fjárfestingabankinn). Fjár-
hagslega er sjóðurinn óháður stofnunum Norrænu ráðherranefnd-
arinnar. Samkvæmt samþykktum hans skal Norræna ráðherra-
nefndin þó taka ákvarðanir um aukið stofnfé, endurskoðun eða
niðurlagningu.
Höfum þekkingu til að aðstoða
Aðalstöðvar Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda eru á Íslandi en skrif-
stofur eru einnig í Færeyjum og á Grænlandi. Til skamms tíma
var aðalskrifstofan að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, en nýverið
flutti sjóðurinn í Kringluna 4, í rúmgott húsnæði á áttundu hæð.
Forstjóri Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda er Sverri Hansen, sem er
með aðsetur á Íslandi, en stjórnar einnig skrifstofunni í Færeyjum.
Hann segir komna góða reynslu á sjóðinn á þeim tuttugu árum sem
hann hefur starfað. Samkvæmt áætlun stjórnar sjóðsins, sem sjá
má á heimasíðu hans, hefur hann um það bil 20 milljónir DKK á ári
til að lána og þau lán fara í ýmis verkefni. Í lok síðasta árs var skipt-
ing heildarútlána á milli landanna þriggja þannig að 51,4% voru til
Grænlands, 40,8% til Færeyja og 7,8% til Íslands. Þess ber þó að
geta að sum verkefnanna eru samstarfsverkefni á milli þjóðanna
og að frá árinu 1998 eru aðeins veitt lán til íslenskra fyrirtækja sem
eru í samstarfi við fyrirtæki á Grænlandi og í Færeyjum, í samræmi
við óskir Íslendinga.
„Við höfum verið að leggja áherslu á Grænland á síðasta ári
og þar erum við að lána fé til hótelbygginga og í ferðaþjónustuna
Vestnordenfonden/Lánasjóður Vestur-Norðurlanda
8 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 KYNNING
EFLIR TENGSL
FYRIRTÆKJA
Í ÞREMUR LÖNDUM
Lánasjóður Vestur-Norðurlanda veitir lán til verkefna í þremur löndum,
Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Hlutverk sjóðsins er að efla fjölbreytt og sam-
keppnisfært atvinnulíf hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Sérstök áhersla er
lögð á þróun framleiðslu til útflutnings eða bætta þjónustu og nýsköpun.
Nuuk á Grænlandi. Þórshöfn í Færeyjum. Frá Þingvöllum.