Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 FÓLK Gutenberg er með elstu fyrirtækjum landsins og hefur starfað óslitið í meira en eina öld. Fram- kvæmdastjóri Gutenbergs er Einar Birkir Einarsson: „Ég tók við þessari stöðu í maí og frá fyrsta degi hefur þetta verið fjörugur tími. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar á undanförnum miss- erum, sérstaklega hvað snýr að framleiðsluferlinu, þ.e. sjálfri prentuninni. Helstu verkefni mín þessa stundina eru því að fylgja þessum breytingum eftir og um leið að byggja upp sölu-, markaðs og þjónustustörfin.“ Einar Birkir segir Guten- berg alltaf hafa staðið fyrir gæði og persónulega þjónustu. „Við lítum á okkur sem fólk sem starfar með fólki fremur en fyrirtæki sem starfar með fyrirtækjum. Þessa sérstöðu á markaði viljum við vernda enda hefur hún byggst upp á mörgum áratugum. Ég hef sennilega aldrei starfað með jafnhæfu starfsfólki. Eldmóður starfsmanna í þágu fyrirtæk- isins og viðskiptavina minnir helst á starfsanda hjá nýstofn- uðu fyrirtæki, jafnvel þótt fyr- irtækið sé meira en 100 ára.“ Að sögn Einar Birkis er áætlað að þær breytingar sem nú eru í gangi munu tryggja Gutenberg aukna framleiðslu- getu og meiri fjölbreytni. „Við höfum sett okkur mark- mið að þessum breytingum verði lokið í byrjun október, og lokahnykkurinn er flutn- ingur héðan úr Síðumúla 16 og í glæsilegt húsnæði að Suð- urlandsbraut 24.“ Einar Birkir lærði rafmagns- verkfræði í DTU í Kaupmanna- höfn. „Eftir grunnskóla fór ég í Iðnskólann á Ísafirði og þaðan í Tækniskóla Íslands. Ég lauk rafmagnstæknifræði í Tækniskólanum í Árósum og síðan meistaragráðunni í Kaup- mannahöfn árið 1996. Ég er bóndasonur að vestan og kem úr stórri fjölskyldu. Við syst- kinin erum átta og ég veit að það kenndi mér m.a að samn- ingaleiðin er yfirleitt best til að leysa vandamál.“ Einar Birkir er giftur Odd- rúnu Lilju Birgisdóttur iðju- þjálfa og saman eiga þau Birg- ittu Ösp, Svanhildi og Matthías Mar. Lilja starfar hjá Styrkt- arfélagi lamaðra og fatlaðra. Hún er með aðsetur í útibúi þeirra í Hafnarfirði þar sem hún sér um þjálfun barna á leik- og grunnskólastigi. Fjölskyldan er nýflutt í Hafnarfjörð eftir að hafa búið í Noregi um nokkurt skeið. „Við keyptum gamalt fallegt hús við Hverfisgötuna og erum þessa dagana að koma okkur fyrir. Upphaflega ætluðum við bara að mála áður en við flyttum inn, en ég hef varla mátt líta af Lilju, þá hefur hún verið komin með kúbeinið í gegnum hvern vegginn á fætur öðrum. Ég hef þó náð að gera risið fokhelt aftur, en það er mikið óunnið uppbyggingarstarf á miðhæðinni.“ Einari Birki finnst það í sjálfu sér ekki mikið mál að flytja milli Íslands og Noregs, megi jafnvel líkja því við að flytja frá Hafnarfirði til Akur- eyrar. „Nema hvað norskan er ótrúlega lík íslenskunni!“ Hann segir að Norðmönnum finnist Íslendingar mjög merkilegir og taki okkur ekki sem útlend- ingum heldur sem ættingjum sem þeir hafa ekki séð lengi. „Uppáhaldsáhugamálið mitt þessa dagana er eðlilega vinnan og svo húsasmíðin. Við hjónin veiðum silung og lax þegar tími gefst til og eigum lítið félag sem er með Vatns- dalsá og Vatnsdalsvatn á Barðaströnd á leigu til ársins 2011. Við reynum að vera fyrir vestan öllum lausum stundum sem því miður hafa ekki verið svo margar í sumar.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Gutenbergs EINAR BIRKIR EINARSSON Nafn: Einar Birkir Einarsson. Fæðingarstaður: Barðaströnd, þann 30. apríl 1967. Foreldrar: Bríet Böðvarsdóttir og Einar Guðmundsson. Maki: Oddrún Lilja Birgisdóttir. Börn: Birgitta Ösp, 12 ára, Svanhildur,10 ára, og Matthías Mar, 8 ára. Einar Birkir Einarsson: „Ég er bóndasonur að vestan og kem úr stórri fjölskyldu.“ FV.07.06.indd 104 7.9.2006 13:01:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.