Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 55 Sá stóri sigraði í stríðinu - Í fyrra ríkti styrjaldarástand á matvörumarkaðnum. Skerpti það stríð einhverjar víglínur og varð staða hvers keppinautar um sig ljós- ari? „Svona stríð hefði ekki verið háð þar sem frelsið er þroskað og regluverk í lagi. Vörur voru seldar í stórum stíl undir kostn- aðarverði misserum saman. Herkostnaður vegna verðstríðsins hefur væntanlega verið 2,0 til 2,5 milljarðar. Með undirboðum og langvarandi taprekstri getur útkoman aðeins orðið sú að stærsta og sterkasta fyrirtækið sigri, enda hefur það mesta þanþolið,“ segir Guðjón og bætir því við að Samkaupamenn hafi aðeins tekið þátt í stríðinu fyrstu vikurnar. Hafi ekki látið „ginna sig út á foraðið“ eins og hann kemst að orði. Stríðið hafi engu að síður haft mikil áhrif á afkomuna, hagnaður Samkaupa í fyrra hafi aðeins verið 30 milljónir kr. og sú afkoma sé ekki ásættanleg. Samvinnuhugsjónin lifir enn Stjórn Samkaupa hefur nú ráðið Sturlu Eðvarðsson í starf framkvæmdastjóra Samkaupa. Guðjón mun þó ekki fara langt því næsta árið að minnsta kosti mun hann einbeita sér að starfi kaupfélags- stjóra, sem hefur verið aukageta síðustu árin. Kaupfélag Suðurnesja á ýmsar eignir, meðal annars 35% hlut í Lyfju og situr Guðjón í stjórn þess félags. Hann segir mikilvægt að ná fram breytingum á lyfja- geiranum, sem sé fastur í viðjum úrelts regluverks sem valdi því að lyfjaverð hér á landi sé óeðlilega hátt. Bæði tímafrekt og dýrt sé að koma samheitalyfjum inn á íslenska markaðinn, sem hafi vitaskuld áhrif á verð lyfja. Kaupfélag Suðurnesja og Ágúst Gísla- son, byggingameistari á Ísafirði, og hans félagar undirbúa nú stofnun fasteignafélags. Verða fasteignir kaupfélagsins færðar til nýja félagsins, sem jafnframt mun fara í nýframkvæmdir og þróunarverkefni. „Í gegnum fasteignafélagið sé ég fyrir mér að kaupfélagið geti komið að ýmsum sam- félagsverkefnum, rétt eins og við höfum haft áhuga á. Samvinnustarf getur verið fleira en að selja grænar baunir. Kaup- félögin starfa með ýmsum hætti í dag. Við höfum einbeitt okkur að matvöruverslun. KEA hefur dregið sig út úr öllum beinum rekstri en er víða þátttakandi í félagslegum verkefnum sem eru til þess fallin að styrkja byggð á Norðurlandi. Í löndum þar sem gróðahyggja og einkavæðing hafa gengið hvað lengst er að nýju litið til félaga sam- vinnumanna um að taka að sér ýmiss konar verkefni, til dæmis rekstur leikskóla, öldr- unarþjónustu og fleira í þeim dúr. Í Banda- ríkjunum, Bretlandi, á Norðurlöndunum og víða á Spáni eru samvinnufélög í mikilli sókn. Það má hins vegar segja að hér á Íslandi hafi samvinnuhugsjónin orðið undir og verið kjöftuð í kaf, þegar farið var að líta svo á að frelsið væri til þess eins að hrifsa en ekki vinna að samfélagslegum mark- miðum. Græðgishugsunin lifir í einhvern tíma, en svo opnast augu manna aftur fyrir kostum samvinnurekstrar og nú trúi ég að sá tími sé að renna upp hér á landi,“ segir Guðjón Stefánsson að lokum. „Með langvarandi taprekstri getur útkoman aðeins orðið sú að stærsta og sterkasta fyrirtækið sigri, enda hefur það mesta þanþolið,“ segir Guðjón Stefánsson. „Í löndum þar sem gróðahyggja og einkavæðing hafa gengið hvað lengst, er að nýju litið til félaga samvinnumanna.“ FV.07.06.indd 55 7.9.2006 12:55:05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.