Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 43
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 43 D A G B Ó K I N fjárhagsáætlana, sparnaðarleiðir, skattaráðgjöf, ráðgjöf vegna erfðamála, lífeyrissparnað og ýmsa aðra fjármálaráðgjöf. 15. ágúst Úrskurður FME í máli SPH ógiltur Nokkrar umræður urðu um úrskurð kærunefndar vegna ákvarð- ana Fjármála- eftirlitsins, FME. Kæru- nefndin felldi úr gildi úrskurð FME um að hópur stofnfjáreig- enda sparisjóðnum færi ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Í nið- urstöðu kærunefndar kom fram að verulegir annmarkar væru á málsmeðferðinni auk þess sem FME væri óheimil meðferð málsins á meðan það væri til meðferðar hjá öðru stjórnvaldi. Rannsókn Fjármálaeftirlitsins gekk út á það hvort myndast hefði virkur eignarhlutur í SPH en tilkynna verður það áður til Fjármálaeftirlitsins hvort fjár- festar ætla að mynda virkan eignarhluta í fjármálafyrirtækjum. Bjarni Ármannsson. 17. ágúst Bjarni kaupir í Glitni fyrir 905 milljónir Tilkynnt var að Landsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, forstjóra Glitnis, hefði keypt 50 milljón hluti í bankanum á genginu 18,1, sem var lokagengi Glitnis í Kauphöll Íslands þennan dag. Kaupverðið er því 905 milljónir króna. Þá var greint frá því að auk Bjarna gerðu fimm framkvæmdastjórar Glitnis kaupréttarsamninga við bankann á sama gengi til þriggja ára. 1. september Þórólfur Árnason í mál við Icelandic Group Fréttablaðið skýrði frá því að Þórólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Icelandic Group og núverandi forstjóri Skýrr, hefði höfðað mál á hendur Icelandic Group vegna vanefnda á kaup- rétti á hlutabréfum á þeim tíma sem hann var forstjóri félagsins. Þórólfur og lögfræðingur hans, Kristinn Bjarnason, er sagðir reiðubúnir til að fara með málið fyrir gerðardóm en Icelandic Group hefur ekki fallist á það. Icelandic Group hefur farið fram á að málinu verði vísað frá. Þórólfur varð forstjóri Icelandic Group í júnímánuði í fyrra en lét síðan þar af störfum þegar líða tók á haustið. Þórólfur Árnason. 1. september Hreinn til Anza Hreinn Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Skýrr, hefur verið ráðinn Hreinn Jakobsson. forstjóri Anza og tekur hann þar við af Guðna B. Guðnasyni sem hefur stýrt uppbyggingu fyrirtæk- isins. Anza var stofnað árið 1997. Starfsmenn eru 85 og ársvelta fyrirtækisins eru um 900 millj- ónir. Aðaleigandi Anza er Síminn. 3. september Yfir 300 nýttu sér kaupréttarsamninga Morgunblaðið sagði frá því að á síðasta ári hefðu 301 einstakl- ingur keypt hlutabréf og hagnast við það um rösklega 1,3 millj- arða króna. Þetta er fjórfalt meiri hagnaður en á árinu 2004 þegar 93 einstaklingar högnuðust um tæplega 317 milljónir. Embætti ríkisskattstjóra vann þessar upp- lýsingar fyrir Morgunblaðið. Marinó átti sjálfur frumkvæði Í 5. tbl. Frjálsrar verslunar í endaðan júní var í dálknum Dagbók sagt frá því að Marinó Guðmundsson, forstjóri Sjóklæðagerðarinnar (66°Norður), hefði hætt að ósk stjórnar félagsins. Þetta er rangt. Marínó átti sjálfur allt frumkvæði að því að hætta en ekki stjórnin. Vegna þessa vill stjórn Sjóklæða- gerðarinnar að eftirfarandi sé birt: „Hið rétta er að forstjóri félagsins, Marinó Guðmundsson, bar það upp að fyrra bragði við stjórn að hann hefði hug á að skipta um starf. Vegna þess hefur verið gert samkomulag um starfslok hans, sem full sátt er um með stjórninni og forstjór- anum.” Marinó hóf störf hjá Kaupþingi banka hinn 1. september sl. Hann var um árabil framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslenska útvarpsfélaginu – en þar áður starfaði hann í bankaheiminum í Bretlandi. LEIÐRÉTTINGAR: Tekjublaðið Þau leiðu mistök urðu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar að Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, var sagður með 939 þúsund kr. í tekjur á mánuði að jafnaði á síðasta ári. Hið rétta er að tekjur hans voru 612 þús. kr. á mánuði. Mistökin urðu við skráningu upp úr álagning- arskránni á skattstofunni þar sem horft var til álagðs tekjuskatts í stað útsvars. Frjáls verslun biður Þorstein afsökunar á þessum mistökum. Jónas Fr. Jónsson. FV.07.06.indd 43 7.9.2006 12:53:57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.