Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
mafíósa – áður en hann var handtekinn, og hann er ekki
eini mafíósinn með tengsl við Berlusconi.
Ein kenningin er sú að mafían á Sikiley, „Cosa
nostra“, hafi í sviptingunum upp úr 1990 reynt að stofna
eigin flokk í tengslum við ýmis hægri-flokksbrot en svo
ákveðið að tengjast Forza Italia, flokki Berlusconis.
Ýmsir flokksmenn Forza Italia hafa þurft að víkja vegna
mafíutengsla.
Frímúrarareglan á Ítalíu
Frímúrarareglan á Ítalíu eru annað og meira en klúbbar
þar sem karlar í kjólfötum hittast til að reykja vindla: P2
reglan varð umfjöllunarefni og rannsóknarefni á 9. og
10. áratugnum því þar tengdust kirkjan, stjórnmálin og
mafían í æðra veldi sem virtist stjórna Ítalíu á ósýnilegan
hátt. Berlusconi var í reglunni sem hefur núna verið leyst
upp en fæstir Ítalir eru svo bláeygir að halda að ekkert
hafi komið í staðinn.
Gamlir flokkar í nýjum myndum. Í spillingarmálunum
sem Antonio Di Pietro og aðrir dómarar í Mílanó tóku að
velta upp fyrir um fimmtán árum hefur nafn Berlusconis
iðulega heyrst. Margt bendir til að hann hafi einmitt
steypt sér út í stjórnmál til að halda rannsóknardóm-
urunum frá dyrum sínum – og það hefur honum tekist
hingað til.
Það næsta sem réttvísin hefur komist Berlusconi er
þegar hægri hönd hans og samstarfsmaður til margra
ára, lögfræðingurinn Cesare Previti, var dæmdur fyrir
spillingu. Þegar það gerðist þótti mörgum jaðra við að
Berlusconi hefði sjálfur verið dæmdur. Berlusconi getur
enn ekki andað rólega, enn eru mál í gangi í myllu dóms-
kerfisins.
Spillingarrannsóknir Di Pietro og félaga leiddu til
afhjúpana um fjármál stjórnmálaflokkanna sem aftur
urðu til þess að máttarflokkarnir tveir, Sósíalistaflokk-
urinn og Kristilegir demókratar, leystust upp. Ýmsir
leiðandi menn þar hafa gengið í endurnýjun lífdaga í
öðrum flokkum, til dæmis Clemente Mastella innanrík-
isráðherra, fyrrum framámaður kristilegra demókrata.
Hann hefur beitt sér í stórfelldu átaki stjórnarinnar að
láta fanga lausa sökum hörmulegs aðbúnaðar í yfirfullum
fangelsum: engin ástæða til að byggja fangelsi þegar
hægt er að spara og sleppa sakamönnum bara út.
Um þessar mundir ganga þess vegna um fimmtán þús-
und afbrotamenn lausir á Ítalíu. Aðgerðin takmarkaðist
við ýmsar forsendur, til dæmis engum kynferðisafbrota-
mönnum sleppt, en í grófum dráttum þeim sem dæmdir
voru í minna en þriggja ára fangelsi. Einna mest athygli
hefur beinst að um sjötíu manns sem dæmdir hafa verið í
spillingarmálum – og einn af þeim er áðurnefndur Cesare
Previti – hægri hönd Berlusconi.
Prodi þurfti að semja við stjórnarandstöðuna
Þar sem afgreiða átti lögin með hraði þurfti Prodi að
semja við stjórnarandstöðuna um frumvarpið og fáir
efast um að Berlusconi hafi notað sér aðstöðu sína til
að frelsa Previti. Hann hefur reyndar ekki íþyngt fang-
elsiskerfinu því hann fékk að vera í stofufangelsi heima
hjá sér. Fangaaðgerðirnar hafa vakið litla gleði víða í
herbúðum stjórnar Prodis sem er samsteypa mið- og
vinstriflokka.
Di Pietro, nú innanríkisráðherra, gagnrýndi aðgerð-
irnar harðlega, ekki síst vegna Previti, og greiddi atkvæði
gegn fangafrumvarpinu. Í fjölmiðlum var víða rekið upp
ramakvein og frumvarpið tekið sem skuggaleg vísbend-
Silvio Berlusconi
mun fagna
60 ára afmæli
nú í haust.
FV.07.06.indd 96 7.9.2006 13:00:47