Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 56
KYNNING56 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
Mentis hf. er hugbúnaðarfyrirtæki með
sérþekkingu á fjármálasviði og þróar hug-
búnað fyrir fagaðila á fjármálamarkaði.
Markmiðið frá stofnun fyrirtækisins í júlí
1999 hefur verið að vinna að lausnum fyrir
fjármálamarkað og byggja þær á reynslu
starfsmanna og sterkum faglegum tækni-
og fjármálagrunni. Helstu viðskiptavinir
Mentis eru bankar og fjármálastofnanir á
borð við SP fjármögnun, Kauphöll Íslands,
Glitni, Landsbankann, SPRON og Tölvumið-
stöð sparisjóðanna, Heritable Bank auk fjöl-
margra lífeyrissjóða og verðbréfafyrirtækja.
Mentis er Microsoft hugbúnaðarhús (Micro-
soft certified partner).
Góð og virk samskipti
Vöruþróun hefur frá upphafi skipað stóran
sess í starfsemi fyrirtækisins og tengjast
vörur Mentis viðskiptum á verðbréfamark-
aði, eignastýringu, lánaumsýslu, rekstri líf-
eyrissjóða, greiningu og rannsóknum. Starfsmenn Mentis eru átján
og framkvæmdastjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir, en hún var
ráðin til starfans í júní síðastliðnum: „Fyrirtækið er sterkt í dag og
hefur mikið traust á fjármálamarkaðinum og fyrir mig, sem kem ný
inn í fyrirtækið, er gleðilegt að sjá hversu góð og virk samskipti eru
á milli starfsmanna og viðskiptamanna okkar, samskipti þar sem
fer fram réttlát gagnrýni á báða bóga. Einnig er gleðilegt fyrir mig
að sjá hversu mikil samstaða er meðal starfs-
manna um að gera sitt besta og hversu góður
andi er yfir allri starfseminni. Þegar þetta
fer saman þá þarf engum að koma á óvart
hversu vel viðskiptavinirnir treysta okkur.“
Ragnheiður segir viðfangsefni Mentis
fólgin í hönnun, þróun og rekstri á flóknum
viðskipta- og upplýsingakerfum sem byggja
á nútímalegri tækni og nýta m.a. rauntíma-
upplýsingar frá fjármálamörkuðum hér-
lendis og erlendis: „Flestallir eru að kaupa
af okkur gögn í ýmsum formum hvort sem
það er markaðstengd gögn eða upplýsingar
í gegnum Genius Excel upplýsingaþjón-
ustuna. Við rekum eina af öflugustu upplýs-
ingaveitum landsins og þá einu sem sérhæfir
sig í að þjóna íslenskum fjármálamarkaði.
Endurmenntun starfsmanna eru því eðli-
legur og sjálfsagður hluti af starfsemi okkar
og starfsmenn sækja reglulega ráðstefnur og
námskeið bæði innanlands og utan.“
Upplýsingar úr ólíkum áttum
Hugmyndafræði Mentis byggir á að safna saman upplýsingum úr
ólíkum áttum og yfirfara þær og samræma á sem sjálfvirkastan
hátt. Upplýsingum er meðal annars safnað saman frá viðskiptakerfi
Kauphallar Íslands, úr ársreikninga- og fyrirtækjagrunni Kaup-
hallar og fréttakerfi Kauphallar. Upplýsingar um dagslokaverð
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKI
MEÐ STERK TENGSL VIÐ
FJÁRMÁLAMARKAÐINN
Mentis
Framkvæmdastjóri Mentis er Ragnheiður H.
Magnúsdóttir
FV.07.06.indd 56 7.9.2006 12:55:11