Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 bústaðina. Þeir eru til allt upp í 200 fer- metra og jafnvel með tvöföldum bílskúr! Það er ansi mikil fjárfesting fyrir frístundir eða tómstundir fjölskyldunnar.“ - Nú mega menn hafa fasta búsetu í sumarbústaðnum? „Já, það er niðurstaða hæstaréttar að flytja megi lögheimili í sumarhúsið sé það nógu burðugt til að vera heilsárshús. Hins vegar tel ég nokkuð víst að það eigi eftir að breyta lögunum á einhvern veg. Við sem erum að sinna þessum málum erum að móta hug- myndir okkar um hvað þetta þýðir og margir félagsmenn eru á móti þessu. Þeir telja að lögheimili í sumarbústað brjóti upp uppmyndina um sumarhúsið og umhverfi þess. Í okkur hefur hringt fólk, hálfgrát- andi, og kvartað undan því að í næsta bústað sé komið fólk með lögheimili og öllu sem því fylgir, hænsnum, mótorhjólum og skellinöðrum og mikilli umferð, kyrrðin sé farin.“ Bankalán og verðhækkanir - Því hefur verið haldið fram að nýju bankalánin til íbúðarkaupa hafi haft áhrif til hækkunar á verð íbúðarhúsnæðis. Fyrir fáum árum tóku bankar að lána út á veð í sum- arhúsum, hefur það ef til vill orðið til þess að verð á sumarbústöðum hefur hækkað? „Já. Ég er ekki frá því að bankalánin hafi haft áhrif á sumarbústaðaverð eins og á fasteignaverð almennt.“ -Óttast menn offjárfestingu í sum- arbústaðalöndum og bústöðum og að hún geti átt eftir að fara illa, jafnvel komi til verðhruns? „Já, ég er dálítið hræddur um að þeir, sem hafa verið að fjárfesta í þessum byggðum til þess að hagnast á því, geti átt eftir að fara illa á fjárfestingunni, þ.e. þeir sem þurfa að endurselja lóðirnar. Varðandi sumarbústaðakaupin þá er það með þau eins og aðra neyslu, einstaklingar, sem eru að kaupa bústað til eigin nota, fara á flug og telja sig geta staðið við skuldbind- ingar sínar en svo kemur kannski annað í ljós. Þetta er auðvitað bara mín spá,“ segir Sveinn Guðmundsson, formaður Lands- sambands sumarhúsaeigenda. Landssamband sumarhúsaeigenda hefur mótmælt skattlagningu „hagn- aðar“ af sölu sumarhúsa og farið fram á að skatturinn verði afnuminn. Staðreyndin er sú að fólk greiðir 10% fjármagnstekjuskatt af mismuni á kaup- og söluverði sumarbústaðar. Landssambandið telur óeðlilegt að fólk, sem kannski hefur byggt sum- arhús sitt á löngum tíma og hefur átt það í áratugi, greiði fjármagnstekju- skatt af sölunni og spurt er: Hvernig ætla menn að finna grunnkostnað hússins? Hver er hann og í hverju liggur hann? Hreint afsvar um afnám skattsins hefur komið frá stjórnvöldum. Þessi skattlagning getur síðan leitt til þess að greiðslur fólks frá Tryggingastofnun skerðist sé það farið að fá þaðan greiðslur. Skoðun Landssambandsmanna er að um ójafnvægi sé að ræða og sömu reglur ættu að gilda og um sumarhús eins og íbúðarhúsnæði, enda sé sum- arhúsið framlenging á heimilin. Settur hefur verið niður starfs- hópur sem í eiga sæti fulltrúar Landssambands sumarhúsaeigenda og hins opinbera. Starfshópnum er ætlað að fara yfir réttindi og skyldur hins opinbera og sveit- arfélaganna sem og eigenda sum- arhúsa. Starfshópurinn á að skila niðurstöðum á næsta ári. Honum er ætlað að taka m.a. á þeim vanda sem skapast hefur hjá þeim sem eiga bústaði á leigulandi og kanna hvernig hægt sé að tryggja rétt þeirra. Landssambandið vinnur ötullega að réttindamálum sumarhúsaeig- enda og reynir að tryggja að þeir njóti þeirrar þjónustu sem ætti að felast í gjöldum sem innt eru af hendi til sveitarfélaganna, t.d. varð- andi vegalagnir, viðhald á vegum, snjómokstur, merkingar, rotþróar- gjöld og sitthvað fleira. S U M A R B Ú S T A Ð I R RÉTTINDI OG SKYLDUR Fyrir áratug var algengast að fólk færi að huga að sum- arbústaðakaupum þegar það nálgaðist eftirlaunaald- urinn. Nú virðist aldur markhópsins vera að lækka og jafnvel ungt fólk vill kaupa sér bústað til þess að njóta sveitasælunnar. Breytingar á eignarhaldi snerta einnig orlofshús stéttarfélaga þó nokkuð og gæti slíkum orlofshúsum átt eftir að fækka að margra mati. Tilhneigingin virð- ist sú að félögin selji bústaði fremur en að fjölga þeim. Þannig má nefna að í sumarhúsalandinu í Brekkuskógi í Biskupstungum hafa atvinnuflugmenn selt sína bústaði, sömuleiðis Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Lögmannafélagið og í staðinn hafa einstaklingar fest kaup á þeim sjö bústöðum sem félögin áttu þarna. ALDUR OG EIGENDUR FJÁRMAGNSTEKJU- SKATTUR Á „SÖLUHAGNAГ FV.07.06.indd 72 7.9.2006 12:56:12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.