Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 47
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 47 „Við þurfum að flytja inn mikið af okkar vöru. Við fundum fljótt að það var vanda- mál að treysta á innlendan markað þar sem ekki var hægt að treysta vöruframboðinu sem er þó vissulega alltaf að batna. Við leggjum jafnframt metnað okkar í að bjóða líka það sem aðrir eru að bjóða, þannig að við erum með fjölbreytt vöruúrval.“ Hráefnið í eldhúsinu er lífrænt að stórum hluta en Hjördís segir að það komi alltaf að því að það þurfi að nota eitthvað sem er ekki lífrænt. „Það er mjög erfitt að standast þær kröfur að vera með allt líf- rænt á vissum árstímum.“ Innfluttu, lífrænu vörurnar eru að stærstum hluta frá Þýskalandi en jafnframt frá Hollandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Danmörku. „Við leggjum mikla áherslu á að vörunum fylgi stimpill sem vottar að þær séu lífrænt ræktaðar því að annars veit fólk ekki hvað það er í raun og veru að láta ofan í sig.“ Ganga sífellt lengra Margir fagmenn vinna hjá Manni lifandi. Í þeim hópi eru matreiðslumenn sem að sögn Hjördísar eru með mikla reynslu og þekkingu. Boðið er upp á rétt dagsins, sem er alltaf heitur, auk þess sem kaldir réttir eru í boði. Fjölbreytnin er mikil. „Við erum sífellt að reyna að gera betur og efla starfsemina þannig að hún vaxi og dafni. Þeir sem byrja á því að feta holl- ustuleiðina snúa ekki við ef svo má að orði komast. Það er mín reynsla. Ég sé það á viðskiptavinum okkar að þeir ganga sífellt lengra í hollustunni. Fólk finnur muninn. Sumir borða hjá okkur á hverjum degi og aðrir kaupa vörur hjá okkur og elda heima hjá sér. Þeir eru margir sem segja okkur frá breyttu lífi. Sumir þjást af alls konar kvillum og veikindum eða kljást við aukakílóin. Þetta fólk finnur fyrir breyttri líðan þar sem það borðar ekki lengur mat með aukaefnum, hvítum sykri og hvítu hveiti. Við seljum ekkert með þeim efnum í. Við reynum að passa þessa þætti og erum ströng hvað við veljum. Oft erum við að neita einhverju sem við vitum að myndi seljast vel einfaldlega vegna þess að það uppfyllir ekki kröfur okkar. Við leggjum mikla áherslu á að vera trú okkar sannfær- ingu. Við teljum að það skili sér þegar upp er staðið.“ Eins og áður hefur komið fram er boðið upp á ýmiss konar fyrirlestra og námskeið hjá Manni lifandi. Á meðal fyrirlestra næstu mánuðina má nefna fyrirlestur Helga Valdi- marssonar prófessors um þarmaflóruna og heilbrigði, Kolbrún Björnsdóttir, grasa- læknir fjallar um fæðu og jurtir sem styrkja, Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi fjallar um heilbrigði og hamingju, dr. Sigmundur Guðbjarnason fjallar um lífvirk náttúruefni í grænmeti og öðrum heilsujurtum og Krist- björg Kristmundsdóttir jógakennari fjallar annars vegar um kundalini-hugleiðslu og hins vegar um hvernig blómadropar og jóga geta styrkt okkur. Haldinn verður fyr- irlestur í nafni Jane Plant prófessors sem komið hefur fram með kenningar um það hvers vegna brjóstakrabbamein er algengt á Vesturlöndum – en ekki í Asíu. Guðjón Bergmann jógakennari heldur fyrirlestur og Haraldur Magnússon osteopati fjallar um sætuefnið aspartam. Síðast en ekki síst verða reglulega haldin matreiðslunám- skeið sem meistarakokkar hjá Manni lif- andi sjá um. „Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hollustu og trúi því einlæglega að fólk geti sjálft haft mikil áhrif á heilsufar sitt með því m.a. að tileinka sér hollt og gott mataræði og borða bætiefni.“ Reksturinn skiptist í þrjá þætti: Verslun með lífrænar matvörur, veitingastaði og ýmiss konar námskeið og fræðslu. FV.07.06.indd 47 7.9.2006 12:54:22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.