Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUEFNI „Eftir að ég lauk laganámi frá Háskóla Íslands vorið 1970 sett- ist ég í nokkrar vikur inn á skrifstofu Valdimars Stefánssonar, ríkissaksóknara. Snemma sumars réði Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mig sem fram- kvæmdastjóra fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar sem Hörður Einarsson var formaður. Enginn má sköpum renna, þetta var rétt fyrir hinn hörmulega eldsvoða á Þingvöllum. Ráðn- ing mín var eitt af síðustu verkum Bjarna og mitt fyrsta verk í þessu starfi var að skipuleggja aðkomu flokksfélaganna að útför Bjarna, Sigríðar Björnsdóttur konu hans og Benedikts litla Vilmundarsonar,“ segir Víglundur. Víglundur var á leið til starfa í utanríkisþjónustunni þegar til hans var leitað um að gerast framkvæmdastjóri BM-Vallár, en frumherjinn, Benedikt Magnússon, varð bráðkvaddur á gamlársdag 1970. Því kalli sinnti Víglundur – og var fyrstu mánuðina tvískiptur í starfi. Var á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í gömlu Valhöll við Suðurgötu á daginn og á steypustöðinni á kvöldin og um helgar – en gat svo snúið sér heill og óskiptur að því starfi vorið 1971. Hjá BM-Vallá hefur Víglundur starfað síðan og kveðst varla róa á önnur mið úr þessu. „Ég hef haft afar mikla ánægju af þessu starfi, þetta hefur verið mitt hálfa líf.“ Óperur eru heillandi En hver eru áhugamálin? „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af lestri og má þá einu gilda hvort bækurnar eru þjóðlegur fróðleikur, æviminningar, skáldsögur eða fræði af einhverjum toga. Veiðiskapurinn hefur í seinni tíð vikið fyrir ýmsu dútli heima fyrir, en við Kristín Thorarensen, eiginkona mín, eigum falllegan garð við einbýlishús okkar í Garðabæ. Hún sér um blómaræktina, en það kemur gjarnan í minn hlut að slá grasflötina,“ segir Víglundur. Hann kveðst alla tíð hafa verið mikill tónlistarunn- andi. Ekki síst þyki sér óperuflutningur heillandi – og í tilefni 60 ára afmælis fyrirtækisins hafi sér og öðrum innan fyrirtækisins þótt til- hlýðilegt að bjóða alþjóð upp á slíka skemmtun á Menningarnótt og Akureyrarvöku í stað þess að bjóða útvöldum til veisluhalda. Þakka viðskiptavinum þannig fyrir trausta samfylgd í gegnum áratugina. „Óperutónleikarnir á Klambratúni sem voru endurteknir viku síðar í Listagilinu á Akureyri áttu sér ekki langan aðdraganda. Hugmyndin var fyrst reifuð núna í júní og þegar ég nefndi þetta við Jónas Ingimundarson píanóleikara, sagði hann að þó að tími til stefnu væri ekki langur sakaði ekki að reyna. Í ljós kom að allir reyndust boðnir og búnir að leggja málinu lið og sumir breyttu sínum plönum til að geta verið með. Við fengum til liðs við okkur frábæra söngvara, þau Ólaf Kjartan Sigurðarson, Kolbein Ketilsson, Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur, Kristin Sigmundsson og Sigríði Aðal- steinsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guð- mundar Óla Gunnarssonar,“ segir Víglundur. Hann er afar ánægður með hvernig til tókst og telur viðbrögðin sýna að tónleikagestir og velunnarar fyrirtækisins hafi kunnað vel að meta. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópran söng af hjartans list. FV.07.06.indd 28 7.9.2006 12:52:13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.