Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 57
koma beint frá rekstraraðila Saxess viðskiptakerfisins í Stokk-
hólmi, um vísitölur frá Hagstofu, gjaldeyrisupplýsingar frá Seðla-
banka auk ýmissa upplýsinga frá erlendum samstarfsaðilum, s.s.
um Libor og Reibor millibankavexti, erlendar hlutabréfavísitölur
svo að fátt eitt sé nefnt.
Mentis leggur sérstaka áherslu á séríslenskar aðstæður s.s.
varðandi meðhöndlun á skuldabréfaupplýsingum (ávöxtunar-
kröfuútreikningum, binditíma o.s.frv.) og útreikning á gengisvísi-
tölu íslensku krónunnar. Einnig leggur fyrirtækið áherslu á söguleg
gögn af íslenskum verðbréfamarkaði og í upplýsingaveitu Mentis
má finna gögn sem hafa verið leiðrétt með tilliti til arðs og jöfnunar
allt frá upphafi kauphallarviðskipta.
Mentis býður upp á ýmsar leiðir til þess að nálgast þessar upp-
lýsingar en þær helstu eru:
• Markaðsvaktin
• Genius fjármálaupplýsingar í Excel
• XML vefþjónustur
• Skráarsendingar með tölvupósti og FTP
• Beint flæði í gagnagrunna viðskiptavina
Vert er að minnast á að Mentis býður upp á vöruna Netvision
sem er upplýsingasjónvarp sem gerir fyrirtækjum kleift að stýra
birtingu á auglýsinga- og ímyndarefni innanhúss hjá sér (á tölvu- og
sjónvarpsskjám). Hægt sé að tengja þá lausn við rauntímaupplýs-
ingar frá efnisveitu Mentis.
Spennandi tímar framundan
Mörg stór og spennandi verkefni eru í gangi og að sögn Ragnheiðar
er áframhaldandi vinna með stærstu viðskipavinum Mentis og
samningur við Kauphöllina var undirritaður í júní: „Markmið
samningsins er viðskiptasamstarf milli Kauphallarinnar og Mentis
á sviði söfnunar, úrvinnslu, dreifingar og markaðssetningar á
íslenskum fjármálamarkaðsgögnum fyrir innlenda og erlenda
aðila. Þá var undirritaður samningur við KB-banka sem er í raun
„uppfærsla“ af öðrum minni samningi. En í þessum samningi er
KB-banki kominn með ótakmarkað notkunarleyfi á Markaðsvakt
Mentis og Genius Excel fjármálaupplýsingum.“ Ragnheiður tekur
einnig fram að Mentis sé að hefja samstarf við Símann og Skjáinn
og sé mjög spennandi að sjá hvaða leið verði farin í þeim efnum.
Einnig séu alltaf stór verkefni í gangi fyrir SP fjármögnun og
Tölvudeild Sparisjóðanna.
Eins og áður hefur komið fram er Ragnheiður nýkomin til
starfa hjá Mentis en hún er lærður vélaverkfræðingur frá Álaborg-
arháskóla og fór þaðan beint í vöruþróun hjá Símanum og vann
þar við vöruþróun og verkefnastjórnun þar til hún tók við fram-
kvæmdastjórastarfinu hjá Mentis: „Hjá Símanum fékk ég að vera
með puttana í ansi mörgu og það sama er hér, en munurinn er
aðallega fólginn í því að hjá Símanum starfaði ég meira í fjarskipta-
bransanum en hér er það fjármálageirinn. Þeir tveir mánuðir, sem
ég hef starfað hér, hafa verið ótrúlega skemmtilegur tími. Mentis
er í mikilli sókn og það eru spennandi tímar framundan í rekstri
fyrirtækisins.“
Sigtúni 42 • 105 Reykjavík
Sími: 570 7600
Netfang: info@mentis.is
Heimasíða: www.mentis.is
Lykilstarfsmenn Mentis hafa áralanga reynslu af störfum fyrir fjármálafyrirtæki
og búa yfir haldgóðri þekkingu á tæknilegu umhverfi slíkra fyrirtækja.
Mentis býður upp á
ráðgjafarþjónustu fyrir
fjármálafyrirtæki á sviði
stefnumótunar í upplýsingatækni,
kerfis- og þarfagreininga, gerð
reiknilíkana, úttekta og sérlausna.
Process C 100
M 10
Y 0
K 0
C 100
M 40
Y 0
K 0
C 0
M 0
Y 0
K 100
PANTONE PANTONE
299
PANTONE
300
PROCESS
BLACK
PANTONE2 LITIR
C 19
M 0
Y 0
K 70
PANTONE
299
PROCESS
BLACK
FV.07.06.indd 57 7.9.2006 12:55:14