Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 57
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 57 koma beint frá rekstraraðila Saxess viðskiptakerfisins í Stokk- hólmi, um vísitölur frá Hagstofu, gjaldeyrisupplýsingar frá Seðla- banka auk ýmissa upplýsinga frá erlendum samstarfsaðilum, s.s. um Libor og Reibor millibankavexti, erlendar hlutabréfavísitölur svo að fátt eitt sé nefnt. Mentis leggur sérstaka áherslu á séríslenskar aðstæður s.s. varðandi meðhöndlun á skuldabréfaupplýsingum (ávöxtunar- kröfuútreikningum, binditíma o.s.frv.) og útreikning á gengisvísi- tölu íslensku krónunnar. Einnig leggur fyrirtækið áherslu á söguleg gögn af íslenskum verðbréfamarkaði og í upplýsingaveitu Mentis má finna gögn sem hafa verið leiðrétt með tilliti til arðs og jöfnunar allt frá upphafi kauphallarviðskipta. Mentis býður upp á ýmsar leiðir til þess að nálgast þessar upp- lýsingar en þær helstu eru: • Markaðsvaktin • Genius fjármálaupplýsingar í Excel • XML vefþjónustur • Skráarsendingar með tölvupósti og FTP • Beint flæði í gagnagrunna viðskiptavina Vert er að minnast á að Mentis býður upp á vöruna Netvision sem er upplýsingasjónvarp sem gerir fyrirtækjum kleift að stýra birtingu á auglýsinga- og ímyndarefni innanhúss hjá sér (á tölvu- og sjónvarpsskjám). Hægt sé að tengja þá lausn við rauntímaupplýs- ingar frá efnisveitu Mentis. Spennandi tímar framundan Mörg stór og spennandi verkefni eru í gangi og að sögn Ragnheiðar er áframhaldandi vinna með stærstu viðskipavinum Mentis og samningur við Kauphöllina var undirritaður í júní: „Markmið samningsins er viðskiptasamstarf milli Kauphallarinnar og Mentis á sviði söfnunar, úrvinnslu, dreifingar og markaðssetningar á íslenskum fjármálamarkaðsgögnum fyrir innlenda og erlenda aðila. Þá var undirritaður samningur við KB-banka sem er í raun „uppfærsla“ af öðrum minni samningi. En í þessum samningi er KB-banki kominn með ótakmarkað notkunarleyfi á Markaðsvakt Mentis og Genius Excel fjármálaupplýsingum.“ Ragnheiður tekur einnig fram að Mentis sé að hefja samstarf við Símann og Skjáinn og sé mjög spennandi að sjá hvaða leið verði farin í þeim efnum. Einnig séu alltaf stór verkefni í gangi fyrir SP fjármögnun og Tölvudeild Sparisjóðanna. Eins og áður hefur komið fram er Ragnheiður nýkomin til starfa hjá Mentis en hún er lærður vélaverkfræðingur frá Álaborg- arháskóla og fór þaðan beint í vöruþróun hjá Símanum og vann þar við vöruþróun og verkefnastjórnun þar til hún tók við fram- kvæmdastjórastarfinu hjá Mentis: „Hjá Símanum fékk ég að vera með puttana í ansi mörgu og það sama er hér, en munurinn er aðallega fólginn í því að hjá Símanum starfaði ég meira í fjarskipta- bransanum en hér er það fjármálageirinn. Þeir tveir mánuðir, sem ég hef starfað hér, hafa verið ótrúlega skemmtilegur tími. Mentis er í mikilli sókn og það eru spennandi tímar framundan í rekstri fyrirtækisins.“ Sigtúni 42 • 105 Reykjavík Sími: 570 7600 Netfang: info@mentis.is Heimasíða: www.mentis.is Lykilstarfsmenn Mentis hafa áralanga reynslu af störfum fyrir fjármálafyrirtæki og búa yfir haldgóðri þekkingu á tæknilegu umhverfi slíkra fyrirtækja. Mentis býður upp á ráðgjafarþjónustu fyrir fjármálafyrirtæki á sviði stefnumótunar í upplýsingatækni, kerfis- og þarfagreininga, gerð reiknilíkana, úttekta og sérlausna. Process C 100 M 10 Y 0 K 0 C 100 M 40 Y 0 K 0 C 0 M 0 Y 0 K 100 PANTONE PANTONE 299 PANTONE 300 PROCESS BLACK PANTONE2 LITIR C 19 M 0 Y 0 K 70 PANTONE 299 PROCESS BLACK FV.07.06.indd 57 7.9.2006 12:55:14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.