Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 33 FORSÍÐUEFNI Sjóður 9 fjárfestir aðallega í ríkisverðbréfum, bankavíxlum, innlánum og stuttum skulda- bréfum. Hann sveiflast mjög lítið og hentar því sérlega vel fyrir skammtíma- ávöxtun og fyrir þá sem vilja hafa greiðan aðgang að sparifé sínu. KOSTIR VERÐBRÉFASJÓÐA GLITNIS: • Mikil áhættudreifing og góð ávöxtun • Eignastýring í höndum sérfræðinga • Ávallt innleysanlegir Þú getur fjárfest í áskrift eða keypt fyrir staka upphæð. Farðu á www.glitnir.is og kláraðu málið. Sjóður 9 er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Glitnir Sjóðir hf. Útboðs- lýsingu og útdrátt úr útboðslýsingum má nálgast í útibúum Glitnis eða á www.glitnir.is/sjodir. *Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð 13,7% Nafnávöxtun í júlí 2006: 13,7% á ársgrundvelli.* SJÓÐUR 9 MEÐ BESTU ÁVÖXTUN PENINGAMARKAÐSSJÓÐA Á ÍSLANDI Í JÚLÍ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 20 8 „Ég tel mig tiltölulega mildan stjórnanda. Við höfum verið heppnir með starfsfólk og haldist vel á því, hér starfar stór og öflugur hópur fólks með mikla reynslu. Sú sem hefur hér lengstan starfsaldur hóf störf 1957,“ segir Þorsteinn sem byrjaði sjálfur hjá BM-Vallá sem þrettán ára gamall sumarstrákur. „Slíkt væri sjálfsagt kolólöglegt samkvæmt vinnutilskip- unum dagsins í dag. Ég tel mig þó ekki hafa borið neinn skaða af því að hafa byrjað svo ungur að vinna hér, raunar þvert á móti. Starfs- reynsla frá unglingsárunum kom sér til dæmis mjög vel þegar ég settist í forstjórastólinn.“ „Ég villtist inn í viðskipalífið“ Þorsteinn Víglundsson er fæddur árið 1969. Eftir stúdentspróf nam hann stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem hann taldi góðan bak- grunn fyrir draumastarfið; blaðamennsku. „Ég ætlaði mér alltaf í blaðamennsku. Þar hafði ég móður mína Sigurveigu Jónsdóttur sem fyrirmynd, jafnframt því að fréttaáhugi á heimili foreldra minna var afar mikill. Ég var ráð- inn á Moggann 1995 og var settur í viðskiptafréttirnar og kunni því afar vel. Moggaárin voru góður skóli,“ segir Þorsteinn. Hann var á fréttavakinni í þrjú ár, en árið 1998 réðst hann til Kaupþings, var fyrst forstöðumaður greiningardeildar en starfaði síðan í tvö ár á vegum bankans í Lúxemborg. Eftir það snéri hann til starfa í fjöl- skyldufyrirtækinu og gerðist forstjóri. „Ég hef stundum sagst hafa villst inn í viðskiptalífið.“ Feðgarnir í BM-Vallá starfa náið saman. En eru viðhorf þeirra til mála í viðskiptalífinu hin sömu, er Þorsteinn sammála þeim gagnrýnu sjónarmiðum sem Víglundur faðir hans segir svo óhikað? „Við feðgarnir erum ekki alltaf sammála, en oft fara skoðanir þó saman,“ segir Þorsteinn. „Ég hef starfað í greiningardeild fjármálafyr- irtækis og almennt finnst mér viðskiptalífið hér á landi viðkvæmt fyrir aðfinnslum. Helst er tekið mark á gagnrýni ef hún kemur erlendis frá. Menn tóku skilaboðin frá Fitch og Den Danske Bank sl. vor óstinnt upp, en síðustu mánuði hafa íslensku bankarnir hins vegar verið á fullu við að breyta starfsháttum sínum í átt að því sem þessir aðilar reifuðu. Viðkvæmnina tel ég annars hluta af þroskaferli íslensks verðbréfamarkaðar, sem er rétt kominn yfir fyrsta áratuginn. Þegar fram líða stundir læra menn að taka gagnrýnni umræðu sem sjálfsögðum hlut.“ „Ég tel mig tiltölulega mildan stjórnanda. Við höfum verið heppnir með starfsfólk og haldist vel á því, hér starfar stór og öflugur hópur fólks með mikla reynslu. Sú sem hefur hér lengstan starfsaldur hóf störf 1957.“ FV.07.06.indd 33 7.9.2006 12:52:46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.