Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 FORSÍÐUEFNI um helmingaskiptareglu sem byggðist á því að áður fyrr skiptu einkafyrirtækin og kaupfélögin með sér innflutningsleyfum, þegar haftastefna réði ríkjum. Illu heilli stigu menn ekki það skref að opna hagkerfið til fulls á viðreisnarárunum, það gerðist ekki fyrr en með EES-samningnum og í millitíðinni höfðum við fengið tvo áratugi sem einkenndust af óðaverðbólgu og allsherjarrugli í íslensku hagkerfi.“ Gerendurnir eru fleiri en áður - Kolkrabbanum var í raun skipt upp á milli manna. Hver voru áhrifin af umskipt- unum og hafa í raun ekki nýjar valda- blokkir tekið við af þeim gömlu? „Örugglega tóku nýjar valdablokkir við í ein- hverju tilliti, ef við skilgreinum þá sem nú eru umsvifamestir sem blokkir. Hannes Smárason, Karl Wernersson, Bakkavararbræður, Saxhóls- menn, Gylfi og Gunnar, Baugsfeðgar, Jón Helgi í Norvik, Engeyingar, Ólafur Ólafsson, þessir aðilar eiga samstarf í ákveðnum verkefnum og sumir standa einir og sér. Það er þó ljóst að gerendurnir í íslensku atvinnulífi eru miklu fleiri en áður var.“ - Þú gagnrýndir Flugleiðir á árum áður fyrir einokun í flugi til og frá landinu og í kringum 1990 undirbjóst þú stofnun nýs flugfélags, Ísflugs. Hver var meginþunginn í gagnrýni þinni á Flugleiðir – og hve langt náðu bolla- leggingar um Ísflug? „Á sínum tíma var samkeppnin í flutningum til og frá landinu milli Eimskips og Hafskips og í fluginu kepptu Flugleiðir við Arn- arflug. Að nokkru leyti voru sömu hluthafar hver í sinni fylkingu. Á sínum tíma áttum við hlut í Hafskip, en tókum ekki þátt í hluta- fjáraukningu sem félagið efndi til vegna útrásar þess í siglingum á Norður-Atlantshafi. Ég hafði aldrei trú á þeim fyrirætlunum. Hvað flugið varðar fannst mér mikilvægt að einhver samkeppni væri til staðar þegar Arnarflug hætti starfsemi og því fór ég með fleirum í söfnun hlutafjár vegna Ísflugs. Þeirri vinnu var lokið þegar Stein- grímur J. Sigfússon samgönguráðherra ákvað að endurúthluta flugleyfinu til Amsterdam til Flugleiða en ekki Ísflugs, eins og við höfðum vænst. Það var því sjálfhætt, enda deilir enginn við dómarann,“ segir Víglundur og bætir við að nú á dögum séu allar aðstæður í flugi aðrar. Öll sérleyfi hafa verið afnumin, samkeppni aukist og markaðurinn stækkað. Icelandair sé í dag fyrirtæki í fremstu röð og sú flugþjónusta sem Íslendingar njóti sé í raun margfalt betri en vænta megi. Evrópuævintýrið endaði út í mýri Víglundur Þorsteinsson var um alllangt skeið formaður Félags íslenskra iðnrekenda og kom sem slíkur að umræðunni um aðild Íslands að EES, sem félagið barðist mjög fyrir. Hann bendir á að upphaflega hafi öll aðildarríki EFTA stefnt að inngöngu í EES, en á lokasprettinum hafi flest þeirra helst úr lestinni. Því hafi ríkin sem eiga aðild að EES ekki orðið jafnmörg og í fyrstu var útlit fyrir. „Skriflegar og leynilegar kosningar eru bestar fyrir stjórnandann, þá veit hann nákvæmlega hvar og hvernig hann stendur á hverjum tíma. Hefur miklu skýrara umboð frá hluthöfunum en ella.“ „VÍG-LUNDAÐUR“ Björgólfur Thor Björgólfsson stjórnarformaður Straums- Burðaráss gagnrýnir Víglund Þorsteinsson harðlega í yfirgripsmiklu viðtal við Morgunblaðið þann 27. ágúst og þá sérstaklega framgöngu hans á hluthafafundi Straums- Burðaráss. „Hann vildi ræða mál sem ekki voru á boðaðri dagskrá,“ segir Björgólfur Thor sem kveðst hafa verið vel undirbúinn að ræða mál félagsins. Skv. auglýstri dagskrá hafi ekki verið gert ráð fyrir öðru á fundinum en stjórn- arkjöri. „Víglundur Þorsteinsson er maður sem ég hef aldrei talað við og þekki aðeins af afspurn. Fyrrum stjórnarmenn og starfsmenn Íslandsbanka segjast ekki alltaf vita hvaða hagsmunum hann berjist fyrir og hafa sagt mér að honum fylgi oft þrætur og erjur. Hann er greinilega víg-lundaður bar- áttumaður, - en spurningin er, baráttumaður fyrir hverju og hverja?” segir Björgólfur Thor í viðtalinu í Morgunblaðinu. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka. FV.07.06.indd 26 7.9.2006 12:51:54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.