Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 23 FORSÍÐUEFNI Þ éttur á velli og þéttur í lund eru ef til vill þau orð sem lýsa Víglundi Þorsteinssyni best. Hann er þungavigt- armaður í íslensku atvinnulífi, enda hefur hann lengi verið í forystu ýmissa samtaka atvinnurekenda. Löng reynsla hans sem stjórnanda í fyrirtæki í sviptinga- sömum atvinnuvegi er einnig til þess fallin að orð hans hafa meira vægi en annarra. Saga BM-Vallár, fyrirtækisins sem Víglundur stýrir, spannar rétt sextíu ár og var þeirra tímamóta minnst með glæsilegum óperutón- leikum, annars vegar á Klambratúni á Menningarnótt í Reykjavík og hins vegar í Gilinu á Akureyrarvöku „Ég sá þetta fyrir mér sem tækifæri til að segja takk fyrir okkur, þakka viðskiptavináttu í sex- tíu ár,“ segir Víglundur þegar við setjumst niður í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Gestgjafinn býður upp á snarpheitt og ilmandi kaffi og úr fundaherberginu þar sem við sitjum er gott útsýni yfir Fornalund, skógarlundinn á lóð fyrirtækisins, sem er eins konar hugmyndabanki garðeigenda. Þar má sjá hellur og steyptar ein- ingar í hinum margvíslegu útfærslum, en slíkar vörur hafa í seinni tíð orðið sífellt vinsælli þegar skapa skal fallegan skrúðgarð. Þegar Víglundur hóf störf hjá BM-Vallá fyrir 45 árum var fyr- irtækið fyrst og síðast í steypuframleiðslu og var svo lengi vel. Í fyllingu tímans hefur starfsemin orðið fjölþættari, umsvifameiri og starfsstöðvar eru víðar. Að sama skapi hafa umsvif Víglundar sjálfs aukist og í tímans rás hafa honum verið falin ýmis trúnaðar- störf, svo sem á vettvangi Félags íslenskra iðnrekenda, Vinnuveit- endasambands Íslands, Lífeyrissjóðs verslunarmanna og er þá fátt eitt nefnt. Vitna þau störf um að Víglundur er ekki skoðanalaus maður. „Vafalaust er ég frekur“ - Þú hefur ætíð sagt skoðanir þínar á íslensku viðskipta- lífi umbúðalaust og sumir hafa sagt þig frekan. Hefur aldrei komið þér í koll að tala tæpitungulaust? „Vafalaust er ég frekur,“ segir Víglundur og hlær. „Ég hef hins vegar valist til að vera talsmaður í ýmsum samtökum og því fylgir á stundum að segja fleira en gott þykir. Þetta er ekki bara kjass og klapp á kinnar. Tala þarf um hlutina eins og þeir eru. Nei, ég hef ekki fundið fyrir því að þessi hreinskilni hafi komið mér í koll. Hef aldrei fundið fyrir óþægindum af þeim sökum.“ - Eftir hluthafafund Straums-Burðaráss gagnrýndir þú mjög fundarstjórnina. Hvaða rangindum var beitt? „Fundarstjórinn, Pétur Guðmundarson, braut á rétti mínum og fór jafnframt á svig við 80. grein hlutafélagalaga, sem tryggja á hluthöfum málfrelsi á hluthafafundi. Fyrirspurnin vék að efni fundarins, en til hans var efnt vegna deilna milli stórra hluthafa í Straumi-Burðarási og brottreksturs forstjóra. Það var fyllsta ástæða til að hluthafar fengju að spyrja stjórnina um málið, en fundarstjórinn ákvað að höfðu samráði við formanninn, Björgólf Thor, að meina mér slíkt. Ég mun hins vegar spyrja þessara spurn- inga bréflega og býst ekki við öðru en að fá svör, hvort sem þau verða innihaldsmikil eða ekki. Að minnsta kosti á ég ekki von á öðru en að stjórnarmenn í almenningshlutafélagi svari hluthöfum, eins og þeim ber skylda til. Skárra væri það nú.“ Víglundur Þorsteinsson hefur verið þungavigtarmaður í íslensku viðskipta- lífi um árabil. Hann telur viðskiptalífið viðkvæmt fyrir gagnrýni – en minnir á að gagnrýni komi góðu til leiðar. Hann ræðir hér um BM-Vallá, viðskiptalífið og óperutónleikana sem fyrirtæki hans hélt á Menningarnótt og Akureyrarvöku. ÉG ER VAFALAUST FREKUR TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON FV.07.06.indd 23 7.9.2006 12:51:31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.