Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 60

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 voru síðan notaðar sem grunnur í Actavis- rannsókninni þar sem við vildum rannsaka og meta hvort þær stæðust í raunverulegu viðskiptalífi. Þegar við bárum saman niðurstöður okkar, annars vegar úr fræðilega hlut- anum og hins vegar úr Actavisrannsókn- inni, sáum við fljótt að sumar niðurstöð- urnar voru samhljóða fræðunum en aðrar bentu til þess að ósamræmi væri á milli „fræðanna“ og „viðskiptaraunveruleikans“. Meginniðurstöður okkar úr Actavisrann- sókninni benda til þess að mikilvægasta frammistöðubreyta Actavis sé þáttur sem við teljum að fræðunum hafi yfirsést. Þessi þáttur er innri markaðssetning, sem við teljum vera ráðandi frammistöðubreytu í innleiðingaraðgerðum Actavis, auk leið- togahæfni stjórnenda. Hvað er innleiðing? Þegar fyrirtæki í rekstri kaupir annað fyr- irtæki stendur það frammi fyrir ákveðinni ákvörðun. Á að innleiða fyrirtækið í rekst- urinn eða verður keypta fyrirtækinu leyft að starfa áfram svo gott sem sjálfstætt? Þessu má líkja við tvo andstæða póla á ás. Af því leiðir að það eru ákveðin stig innleið- ingar þar á milli, þ.e. við sumar aðstæður eru aðeins nokkrir rekstrarþættir hins keypta fyrirtækis innleiddir eða yfirteknir, t.d. aðfangakaup. Við aðrar aðstæður eru fyrirtæki innleidd að fullu (e. fully integra- ted) og allir rekstrarþættir innleiddir. Þá má segja að keypta fyrirtækið hætti að vera til. Í raun lýsir eftirfarandi málsgrein vanda- máli innleiðingarferlisins í hnotskurn og varð kveikjan að þeirri nálgun sem við beittum í okkar rannsóknarvinnu: „How can we identify vital variables and link them to appropriate integra- tion management for desired perform- ance outcomes.“ - Farquhar & Haspeslagh (1987) Vandamálið verður því hvernig hægt sé að einangra lykilbreytur og tengja þær við viðeigandi innleiðingar-stjórnun til að ná fram kjörinni frammistöðu og útkomu við innleiðinguna. Af hverju er innleiðingarferlið mikilvægt? Þessi spurning er sprottin af stærra sam- hengi, þ.e. frá umræðunni og rannsóknum fræðimanna á kaupum fyrirtækja á öðrum fyrirtækjum. Flestar rannsóknir fræði- manna, sem beinast að fjármálahlið fyr- irtækjakaupa, benda til þess að í flestum tilvikum hagnast hluthafar hins keypta fyrirtækis ekki á kaupunum þrátt fyrir þá staðreynd að kaupin geti skapað virð- isauka með tilfærslu á aðföngum til aðila sem geta nýtt þau betur (Haspeslagh & Jemison, 1991). Til viðbótar halda fræðimenn því fram að það skipti ekki máli hversu aðlaðandi kauptækifærin eru því að virðisaukinn verður til eftir kaup, þegar færni er flutt frá keypta fyrirtækinu og fólk frá báðum aðilum kemur saman til að fara yfir mögu- leg samlegðartækifæri. Þessi röksemd- arfærsla leiddi okkur til þeirrar afstöðu að innleiðingarferlið sé gríðarmikilvægt því að útkoma kaupanna byggir á réttri og góðri innleiðingu og innleiðingarstefnumörkun. Mikilvægi innri markaðssetningar í inn- leiðingarferli keyptra fyrirtækja Niðurstaða rannsóknar okkar er að við sjáum ákveðnar gloppur í fræðiritum í tengslum við innleiðingu keyptra fyr- irtækja. Eftir að hafa borið innleiðingarstarf Actavis saman við helstu fræðirit, varð okkur ljóst að það væri ákveðið misræmi þar á milli, þegar kemur að þeim frammi- stöðubreytum sem við lögðum fram (tími, samskipti, fólk og þekking/lærdómur). Við yfirfærðum þær á þrjár stærstu innleið- ingar Actavis undanfarin ár og var greini- legt að þessar breytur héldu allar velli sem mikilvægar frammistöðubreytur, þó að smávægilegt misræmi hafi verið á milli innleiðinga eftir þeirri innleiðingarstefnu- miðun sem Actavis beitti, t.a.m. „preserva- tion strategy vs. absorbtion strategy“. Helsta uppgötvun okkar og grunnurinn að niðurstöðum okkar var hins vegar hvernig Actavis útfærir og meðhöndlar þessa frammistöðubreytu. Actavis leggur mikið upp úr innri markaðssetningu við innleiðingarferli keyptra fyrirtækja, frá upphafi innleiðingarferilsins og jafnt og þétt á meðan á innleiðingarferlinu stendur. Okkar mat er að Actavis standi sig mjög vel við þetta mikilvæga innleiðingarstarf. Byggt á þessari uppgötvun sáum við grund- völl sem við höfðum ekki gert okkur grein fyrir í okkar fræðilegu rannsóknarvinnu. Út frá þessari hugsun þróuðum við okkar eigin kenningu um innleiðingarferli keyptra fyrirtækja. Innri markaðssetning sem stjórntæki innleiðingar Við sjáum innri markaðssetningu ekki aðeins sem eina frammistöðubreytuna í viðbót við hinar fjórar sem við höfum greint frá fyrr í þessari grein, heldur sem mun stærra hugtak og verkfæri. Í innleið- ingarferlinu sjáum við innri markaðssetn- ingu sem svokallað regnhlífarhugtak sem nær yfir hinar frammistöðubreyturnar. Ef vel er að verki staðið getur innri mark- aðssetning stjórnað og eflt þessar breytur og það leiðir til markvissara og jafnframt farsælla innleiðingarferlis, sem er nákvæm- lega það sem fyrirtæki stefna að frá byrjun. Með þessu höldum við því ekki fram að sumir þættir, sem falla undir “innri mark- aðssetningu“, séu taldir léttvægir í þeim fræðiritum sem fjalla um innleiðingarferlið. Við viljum hins vegar álíta að þeir séu ekki tengdir sérstaklega við innri markaðssetn- ingu og meðhöndlaðir sem slíkir. Þar sjáum við veikleika fræðanna og jafnframt okkar möguleika á að bæta við þekkingu á þeim vettvangi. Hvað er innri markaðssetning? Innri markaðssetning sem hugtak er ekki nýtt af nálinni og hefur oftast verið tengt við markaðssetningu þjónustu. Innri mark- aðssetning sem markaðstæki er hins vegar ekki einvörðungu bundið við þjónustu- Y F I R T Ö K U R FV.07.06.indd 60 7.9.2006 12:55:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.