Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 41

Frjáls verslun - 01.07.2006, Side 41
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 41 D A G B Ó K I N Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings banka. 2. ágúst KB banki selur í Exista Sagt var frá því að Kaupþing banki hefði selt 6,1% hlutafjár í Exista til 9 íslenskra lífeyrissjóða og ætti eftir viðskiptin um 14,8% í Exista. Til stendur að skrá Exista í Kauphöllina á Íslandi um miðjan þennan mánuð, sept- ember, og verður félagið með næstmest eigið fé allra íslenskra fyrirtækja á markaðnum þegar það verður skráð. Bankinn innleysir um 5,7 millj- arða hagnað af sölunni á þriðja ársfjórðungi. Í tilkynningu frá KB banka sagði að stefnt sé að því að selja af hlutafé bankans í Exista til fagfjárfesta í tengslum við skráningu Exista í Kauphöll Íslands og að helmingi þeirra hluta sem voru í eigu bankans fyrir þau viðskipti verði úthlutað til hluthafa í formi arðgreiðslna. Öll þessi viðskipti eru liður í því að bankinn eigi óverulegan hlut í Exista og slíti þannig á þau krosseignatengsl sem erlend greiningarfyrirtæki gagn- rýndu hann m.a. fyrir í „svörtum skýrslum“ fyrri hluta ársins. 7. ágúst Marel kaupir Scanvægt á 10 milljarða Sagt var frá því að Marel hefði keypt allt hlutafé í einum af keppinautum sínum, danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International, fyrir um 109 milljónir evra, sem svarar til um 10 milljarða króna. Helstu áhrifin af kaupunum eru þau að velta Marel-samstæð- unnar mun ríf- lega tvöfaldast á þessu ári, 2006, en áður hafði Marel keypt breska fyrirtækið AEW Delford. Marel og Scanvægt eru bæði í fararbroddi í framleiðslu voga, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilína, tölvustýrðra skurðarvéla og öflugs hugbún- aðar til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. Lárus Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvægt, ásamt Erik Steffensen núverandi fram- kvæmdastjóra. Seljandi Scanvægt, Lars Grundtvig og fjölskylda hans, eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins. Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2.000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrif- stofum víða um heim. 9. ágúst Um 2.200 framteljendur eingöngu með fjármagnstekjur Í þeim miklu umræðum, sem urðu um launamál forstjóra og fjármagnstekjur í kjölfar Tekjublaðs Frjálsrar verslunar, birti Morgunblaðið afar merki- lega frétt um að nær 2.200 framteljendur á Íslandi, einstakl- ingar og samskattað sambúð- arfólk og hjón, hefðu eingöngu fjármagnstekjur. Embætti rík- isskattstjóra vann þessar tölur fyrir Morgunblaðið. Þá kom fram í fréttinni að rúmlega 6.600 framteljendur, 4% allra sem töldu fram, hefðu haft hærri fjármagnstekjur en launa- tekjur á síðasta ári – og hefði þeim, sem væru í þessari stöðu, fjölgað um rúmlega 1.660 frá árinu 2000. Áréttað skal að þeir ein- staklingar, sem hafa eingöngu fjármagnstekjur og engar aðrar tekjur og lifa af fjármála- starfsemi, greiða 10% fjármagns- tekjuskatt af sinni innkomu, en þeir sem hafa launatekjur greiða 36,72% í tekjuskatt og útsvar. 9. ágúst 9 þúsund hjón með að jafnaði 6 milljónir í tekjur af sölu hlutabréfa Gluggum frekar í viðtal Morgunblaðsins við Indriða H. Þorláksson ríkisskattstjóra. Þar kemur fram að fjármagnstekjur á Íslandi í fyrra voru 120 milljarðar króna og að meira en helmingur af þessum fjármagnstekjum er hagn- aður af sölu hlutabréfa og fimmtungur er arður af hlutabréfum. Að sögn Indriða höfðu rúmlega níu þúsund fjöl- skyldur tekjur af sölu hlutabréfa á síðasta ári, varlega áætlað um 6 milljónir króna á hverja af þessum fjölskyldum að með- altali, þó ólíklegt sé að þessum gæðum sé jafnt skipt. Um 40 þúsund fjölskyldur höfðu arð af eign slíkra bréfa. 9. ágúst Tæplega 26 þúsund einkahlutafélög Enn vísum við í umrætt viðtal við Indriða í Morgunblaðinu. Fram kemur að sprenging hafi orðið í fjölda einkahlutafélaga. Núna eru tæplega 26 þúsund einkahluta- félög skráð hjá ríkisskattstjóra en í fyrra voru þau rúmlega 22 þúsund og um 20 þúsund árið 2004. Stærstur hluti þessara einka- hlutafélaga er stofnaður utan um rekstur einyrkja. Þeir stofna félögin utan um tekjurnar sem þeir vinna sér inn. Það eru einkum iðnaðarmenn, tann- læknar, læknar, lögfræðingar og þeir sem standa í fjármála- starfsemi sem stofna félög utan um sjálfa sig. Fram kemur að aukinn fjöldi einstaklinga, sem hafa eingöngu fjármagnstekjur eða hafa stofnað einkahlutafélög um sinn rekstur og greiða frekar fjármagnstekju- skatt en tekjuskatt og útsvar, skapar ákveðið ójafnvægi hjá sveitarfélögunum og er áætlað Indriði H. Þorláksson. Hörður Arnarson, forstjóri Marels. FV.07.06.indd 41 7.9.2006 12:53:40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.