Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
J
óhanna Waagfjörð setti sér ung það markmið að
verða framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki og náði
því takmarki fyrir einu ári þegar hún var ráðin sem
framkvæmdastjóri Haga. Það var hlegið að henni
þegar hún talaði um draum sinn í fyrstu. Á þeim
tíma var fáheyrt að konur væru í slíkum stöðum. Samt
segir Jóhanna að það hafi á engan hátt aftrað sér að vera
kona í hefðbundnum karlaheimi.
Jóhanna er fædd í Vestmannaeyjum
13. október 1958. Foreldrar hennar heita
Símon Waagfjörð og Elín Jóhannsdóttir.
Þau áttu fjögur börn og er Jóhanna
yngst. Faðir hennar var bakari og versl-
unarmaður í Eyjum fram að eldgosinu
1973 en starfaði í álverinu í Straumsvík
eftir það og móðir hennar starfaði við
Landsbanka Íslands. Systkini Jóhönnu
heita Kristín, Símon Þór og Jónína sem
er eineggja tvíburasystir hennar og tíu
mínútum eldri.
Eldgosið var vendipunktur
„Ég gekk í barnaskóla í Vestmannaeyjum fram að gosi og
mér þótti mjög gaman að búa þar. Umhverfið er frábært
og æðislegt að alast þar upp en gosið var mikill vendi-
punktur í lífi mínu og Jónínu. Við vorum eins og margir
krakkar í Eyjum að bíða eftir að skyldunáminu lyki til
að geta farið að vinna. Ég efast um að við hefðum farið
í framhaldsnám ef við hefðum ekki flutt í land við gosið.
Mömmu dreymdi reyndar um að flytja til Reykjavíkur
svo að við færum í menntaskóla og kannski hefði það
gerst. Hún er mjög ákveðin en hefði maður sjálfur fengið
að ráða á þessum tíma hefði líklega lítið orðið úr lang-
skólanámi,“ segir Jóhanna.
Jóhanna man vel eftir eldgosinu en hún var á fimmt-
ánda ári þegar það átti sér stað. „Mamma vakti okkur
þegar hún hafði tekið saman það allra nauðsynlegasta.
Hún vakti okkur með þeim orðum að það væri farið að
gjósa austast á Heimaey, við þyrftum að klæða okkur
í einum grænum og drífa okkur niður að höfn. Ég man
vel að ég sá rauðar glæringar á glugganum og þegar við
komum út sáum við fólk koma hlaupandi frá Kirkjubæj-
unum með eigur sínar í sængurveri og börnin í eftirdragi.
Það var sterk brennisteinslykt í loftinu, jörðin skalf og
eldurinn stóð eins og gosbrunnur upp í loftið við end-
ann á götunni. Þegar komið var niður að höfn var okkur
mokað niður í bát og við Jónína lágum saman í hnipri og
vissum það eitt að pabbi og mamma voru þarna einhvers
staðar líka í bátnum. Gosið hófst í janúar og eftir að við
komum í land vorum við sendar til frændfólks okkar í
Steinum undir Eyjafjöllum og fórum í Skógaskóla. Við
horfðum því á gosið allan veturinn.“
Að sögn Jóhönnu missti hún mikið tengsl við Eyjar
eftir gosið og vinirnir fóru hver sína leið.
Í söngnámi
Annar vendipunktur í lífi hennar var þegar hún og tvíbura-
systir hennar hófu nám í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga, er í hópi áhrifamestu kvenna
landsins. Hún situr í stjórnum fjölda fyrirtækja og segist sjálf hafa þörf
fyrir að láta að sér kveða. Hún þykir mjög ákveðin en að sama skapi blátt
áfram og lífsglöð. Hún er hér í þrælskemmtilegri nærmynd.
TEXTI: VILMUNDUR HANSEN • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
„HÚN TOPPAÐI
TINU TURNER“
N Æ R M Y N D A F J Ó H Ö N N U W A A G F J Ö R Ð
„Ég man vel
eftir eldgosinu í
Vestmannaeyjum. Sterk
brennisteinslykt var í
loftinu, jörðin skalf og
eldurinn stóð eins og
gosbrunnur upp í loftið
við endann á götunni.“
FV.07.06.indd 50 7.9.2006 12:54:34