Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 50

Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 J óhanna Waagfjörð setti sér ung það markmið að verða framkvæmdastjóri í stóru fyrirtæki og náði því takmarki fyrir einu ári þegar hún var ráðin sem framkvæmdastjóri Haga. Það var hlegið að henni þegar hún talaði um draum sinn í fyrstu. Á þeim tíma var fáheyrt að konur væru í slíkum stöðum. Samt segir Jóhanna að það hafi á engan hátt aftrað sér að vera kona í hefðbundnum karlaheimi. Jóhanna er fædd í Vestmannaeyjum 13. október 1958. Foreldrar hennar heita Símon Waagfjörð og Elín Jóhannsdóttir. Þau áttu fjögur börn og er Jóhanna yngst. Faðir hennar var bakari og versl- unarmaður í Eyjum fram að eldgosinu 1973 en starfaði í álverinu í Straumsvík eftir það og móðir hennar starfaði við Landsbanka Íslands. Systkini Jóhönnu heita Kristín, Símon Þór og Jónína sem er eineggja tvíburasystir hennar og tíu mínútum eldri. Eldgosið var vendipunktur „Ég gekk í barnaskóla í Vestmannaeyjum fram að gosi og mér þótti mjög gaman að búa þar. Umhverfið er frábært og æðislegt að alast þar upp en gosið var mikill vendi- punktur í lífi mínu og Jónínu. Við vorum eins og margir krakkar í Eyjum að bíða eftir að skyldunáminu lyki til að geta farið að vinna. Ég efast um að við hefðum farið í framhaldsnám ef við hefðum ekki flutt í land við gosið. Mömmu dreymdi reyndar um að flytja til Reykjavíkur svo að við færum í menntaskóla og kannski hefði það gerst. Hún er mjög ákveðin en hefði maður sjálfur fengið að ráða á þessum tíma hefði líklega lítið orðið úr lang- skólanámi,“ segir Jóhanna. Jóhanna man vel eftir eldgosinu en hún var á fimmt- ánda ári þegar það átti sér stað. „Mamma vakti okkur þegar hún hafði tekið saman það allra nauðsynlegasta. Hún vakti okkur með þeim orðum að það væri farið að gjósa austast á Heimaey, við þyrftum að klæða okkur í einum grænum og drífa okkur niður að höfn. Ég man vel að ég sá rauðar glæringar á glugganum og þegar við komum út sáum við fólk koma hlaupandi frá Kirkjubæj- unum með eigur sínar í sængurveri og börnin í eftirdragi. Það var sterk brennisteinslykt í loftinu, jörðin skalf og eldurinn stóð eins og gosbrunnur upp í loftið við end- ann á götunni. Þegar komið var niður að höfn var okkur mokað niður í bát og við Jónína lágum saman í hnipri og vissum það eitt að pabbi og mamma voru þarna einhvers staðar líka í bátnum. Gosið hófst í janúar og eftir að við komum í land vorum við sendar til frændfólks okkar í Steinum undir Eyjafjöllum og fórum í Skógaskóla. Við horfðum því á gosið allan veturinn.“ Að sögn Jóhönnu missti hún mikið tengsl við Eyjar eftir gosið og vinirnir fóru hver sína leið. Í söngnámi Annar vendipunktur í lífi hennar var þegar hún og tvíbura- systir hennar hófu nám í Kvennaskólanum í Reykjavík. Jóhanna Waagfjörð, framkvæmdastjóri Haga, er í hópi áhrifamestu kvenna landsins. Hún situr í stjórnum fjölda fyrirtækja og segist sjálf hafa þörf fyrir að láta að sér kveða. Hún þykir mjög ákveðin en að sama skapi blátt áfram og lífsglöð. Hún er hér í þrælskemmtilegri nærmynd. TEXTI: VILMUNDUR HANSEN • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON „HÚN TOPPAÐI TINU TURNER“ N Æ R M Y N D A F J Ó H Ö N N U W A A G F J Ö R Ð „Ég man vel eftir eldgosinu í Vestmannaeyjum. Sterk brennisteinslykt var í loftinu, jörðin skalf og eldurinn stóð eins og gosbrunnur upp í loftið við endann á götunni.“ FV.07.06.indd 50 7.9.2006 12:54:34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.