Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
K
Y
N
N
IN
G
HAUSTIÐ ER TÍMINN
Funda- og ráðstefnuhald í fundarsölum Bláa lónsins hf. í Bláa lóninu og í Eldborg á Svartsengi nýtur vinsælda meðal íslenskra og alþjóðlegra fyrirtækja. Sérstaða salanna felst ekki hvað síst
í einstöku náttúrulegu umhverfi og fjölbreyttum möguleikum fyrir
funda- og ráðstefnuhópa.
Fundarsalurinn í Bláa lóninu er á annarri hæð og veitir fundargestum
einstakt útsýni yfir lónið og fallegt umhverfi þess. Salurinn rúmar allt
að 90 gesti. Í Eldborg eru tveir rúmgóðir og bjartir fundarsalir auk vel
útbúins stjórnarherbergis. Þráðlaus netaðgangur er í öllum sölum.
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins hf., segir
fundargesti kunna að meta það að geta sameinað fundi og slökun, og
eftir árangursríkan fundardag er tilvalið að slaka á í lóninu og jafnvel
bjóða fundargestum upp á Blue Lagoon nudd sem fer fram niðri í lón-
inu. Veitingastaðurinn státar af björtu og skemmtilegu umhverfi auk
útsýnis yfir lónið. Í boði eru fjölbreyttir hádegis- og kvöldverðarseðlar
sem henta smærri og stærri hópum.
„Umhverfið í Bláa lóninu hentar vel fyrir kynningar og sérviðburði
ekki síður en fundi,“ segir Magnea. „Alþjóðlegar kynningar á nýjum
Mercedes Bens og Nokia 5500 Sport eru meðal þess sem hefur farið
fram í Bláa lóninu á þessu ári, en Ísland er áhugaverður kostur fyrir við-
burði af þessu tagi. Einnig vekja viðburðirnir athygli á heimsvísu og eru
þeir því góð landkynning, segir hún.
Nýr veitinga- og veislusalur 2007
Um mitt næsta ár verður tekinn í notkun nýr og glæsilegur veitinga-
og veislusalur og mun hann rúma 250 gesti. Tenging við náttúrulegt
umhverfi verður einkennandi fyrir salinn eins og önnur mannvirki Bláa
lónsins. Einn veggur salarins er raunverulegur klettaveggur, þá munu
sjö metra háir glerveggir veita salnum sérstakt yfirbragð, auk frábærs
útsýnis. Salurinn er skemmtileg nýjung og spennandi kostur fyrir árshá-
tíðir, brúðkaup og aðra viðburði.
Einkaklefar og innilón
Búnings- og baðaðstaða mun einnig taka stakkaskiptum á næsta
ári. Einkaklefar með aðgangi að slökunarsvæði þar sem m.a. verður
innilón eingöngu fyrir þá sem kjósa einkalefana. Þessi nýi möguleiki
er skemmtilegur kostur fyrir smærri fundahópa sem vilja slaka á í
þægilegu spa-umhverfi að fundi loknum. „Bestu hugmyndirnar verða
einnig oft til utan hins hefðbundna vinnuumhverfis,“ segir Magnea
að lokum.
Bláa lónið:
Snjallar hugmyndir kvikna
í Bláa lóninu
Kynningar og sérviðburðir, fundir og
ráðstefnur auk brúðkaupa og annarra
ánægjulegra viðburða njóta sín í óvenjulegu
umhverfi Bláa lónsins. Ýmsar breytingar
eru þar á döfinni á næsta ári.
Nýr veitinga- og veislusalur verður tekinn í notkun vorið 2007.Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins.
FV.07.06.indd 86 7.9.2006 12:58:22