Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
H
eimsferðir hafa rúmlega tífald-
ast á einu ári. Í fyrra var velta
ferðaskrifstofunnar 3 millj-
arðar en í ár verður hún 35
milljarðar. Þetta er risastökk.
Nýlega keyptu Heimsferðir eina af
stærstu ferðaskrifstofum Finnlands,
Matka Vekka Group, en hún eltir um 12,
4 milljörðum króna á ári. Eftir kaupin eru
Heimsferðir orðnar fjórða stærsta ferða-
skrifstofukeðja á Norðurlöndum – með
starfsemi á öllum Norðurlöndunum.
Heimsferðir keyptu finnsku ferðaskrif-
stofuna Matka Vekka Group af fjárfest-
ingarsjóðnum CapMan – sem gerði hana
að stærstu ferðaskrifstofukeðju Finnlands
með því að sameina mörg smærri fyr-
irtækjum á undanförnum þremur árum.
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heims-
ferða, stofnaði Heimsferðir og hann er
maðurinn á bak við þessi risvöxnu stökk
fyrirtækisins.
En hver er galdur á bak við þessi kaup?
Hvaða stefnumótun hefur Andri unnið eftir
frá því hann stofnaði Heimsferðir? Hann
situr hér fyrir svörum.
- Heimsferðir hafa verið að kaupa
ferðaskrifstofur í nágrannalöndum
okkar, eina í Danmörku í fyrra, eina
í Noregi, eina í Svíþjóð og eina í
Finnlandi núna í júlí. Hversu mikið
hafa þessi kaup aukið heildarfjölda
farþega sem þið flytjið árlega; bæði
á milli ára og miðað við stöðuna
fyrir um það bil áratug?
„Það má segja að við höfum tífaldað heild-
arfarþegafjöldann á einu ári. Núna er sam-
stæðan í heild sinni að flytja um það bil
fimm hundruð þúsund manns á ári. Ég man
satt að segja ekki hvað við fluttum marga
farþega fyrir tíu árum en það hefur varla
verið meira en tíu þúsund. Heildarveltan
hefur að sama skapi margfaldast á stuttum
tíma; í fyrra var hún um 3 milljarðar en er
orðin um 35 milljarðar í dag.“
- Þó svo að hlutirnir hafi gerst hratt
hjá ykkur að undanförnu má ætla að
stefnumótunin, sem að baki liggur,
hafi verið í mótun í langan tíma.
„Vissulega. Heimsferðir hafa gengið vel í
langan tíma og við vorum ekkert að flýta
okkur að stækka. Við vönduðum valið
F E R Ð A Þ J Ó N U S T A
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir hér frá stefnumótun
fyrirtækisins sem nýlega keypti eina af stærstu ferðaskrifstofum Finnlands.
Heimsferðir eru núna fjórða stærsta ferðaskrifstofukeðja á Norðurlöndum og
verður veltan um 36 milljarðar á þessu ári, en hún var 3 milljarðar í fyrra.
HVER ER GALDURINN, ANDRI?
TEXTI: GUNNAR HRAFN JÓNSSON
MYND: GEIR ÓLAFSSON
FV.07.06.indd 62 7.9.2006 12:55:24