Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
sem forráðamenn Baugs eru
ósáttir við stefnu Lífeyrissjóðs
verslunarmanna.
Fyrir nokkrum árum, þegar
Orca-hópurinn var í eldlínunni
innan Íslandsbanka, var Jón
Ásgeir Jóhannesson óhress með
stefnu sjóðsins innan bankans og
hve mikla áherslu sjóðurinn lagði
á að eiga þar stóran eignarhlut.
Umræðan um stofnun nýs
lífeyrissjóðs Baugs og FL Group
vakti þegar hörð viðbrögð innan
verkalýðshreyfingarinnar sem
og Samtaka atvinnulífsins sem
sögðu að lífeyrissjóðir fyrirtækja
væru ekki hagkvæmir.
11. júlí
Fyrirtæki geta
ekki stofnað
eigin lífeyrissjóði
Umræðan um að Baugur Group
og FL Group íhuguðu að kanna
eigin lífeyrissjóði varð býsna heit.
Í Morgunblaðinu var rætt við
Vilhjálm Egilsson, framkvæmda-
stjóra Samtaka atvinnulífsins,
og hann sagði þar einfaldlega að
fyrirtæki gætu ekki stofnað eigin
lífeyrissjóði fyrir starfsmenn sína.
Ástæðan væru sú að fyrirtækin
væru bundin af kjarasamningum
sem fælu í sér greiðslu í ákveð-
inn lífeyrissjóð. „Hugmyndin
er því óframkvæmanleg eins
og umhverfið er núna,“ sagði
Vilhjálmur við Morgunblaðið.
13. júlí
Víglundur vildi
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson, fyrrverandi
ráðherra og bankastjóri Norræna
fjárfestingabankans, blandaðist
óvænt inn í
umræðuna í
aðdraganda
hins umtal-
aða hlut-
hafafundar
Straums-
Burðaráss
19. júlí.
Hópur lífeyrissjóða reyndi að
ná samkomulagi við aðra hlut-
hafa um óháðan og sjálfstæðan
fimmta mann í stjórn bankans og
nefndi Jón til sögunnar.
Lífeyrissjóðunum varð ekki
að ósk sinni og var sjálf-
kjörið í stjórnina, en fimm
gáfu kost á sér: Björgólfur
Thor Björgólfsson, Birgir Már
Ragnarsson, Eggert Magnússon,
Hannes Smárason og Jón Ásgeir
Jóhannesson. Ekki fer á milli
mála að Björgólfur Thor er
með meirihluta í stjórninni en
Birgir Már Ragnarsson er fram-
kvæmdastjóri Samsonar.
„Við sáum það fyrir okkur
að Jón Sigurðsson, fyrrverandi
ráðherra, seðlabankastjóri og
bankastjóri Norræna fjárfestinga-
bankans, tæki sæti í stjórninni,
en því miður sáu stærri hluthafar
ekki ástæðu til að ganga að
slíku samkomulagi,“ var haft
eftir Víglundi í Morgunblaðinu.
15. júlí
Hannes úr
stjórn Glitnis
Tilkynnt var um það til
Kauphallarinnar að Hannes
Smárason myndi segja sig úr
stjórn Glitnis vegna stjórnarsetu
sinnar í Straumi-Burðarási. Jón
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
hjá FL Group, tók sæti Hannesar
Víglundur Þorsteinsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, biður um orðið á fundinum.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dagsbrúnar, Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson á hluthafafundi
Straums-Burðaráss.
Jón Sigurðsson.
FV.07.06.indd 36 7.9.2006 12:52:59