Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 21. júlí Vendipunktur í Baugsmálinu Brotið var blað í Baugsmálinu þennan dag þegar Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. júní sl. um að vísa skyldi frá dómi fyrsta ákærulið af nítján í endurákæru Baugsmálsins. „Langstærstur hluti máls- ins er frá með þessum dómi Hæstaréttar,“ var haft eftir Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs Group, eftir þennan úrskurð. Í þessum 1. ákærulið var Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt, en til vara umboðssvik, í ferli sem endaði með því að Baugur eign- aðist Vöruveltuna sem átti og rak 10-11 verslanirnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í 1. ákærulið hefði ekki verið lýst auðgunarbroti heldur viðskiptum sem kynnu að hafa verið óhagstæð fyrir Baug hf. en hagstæð Jóni Ásgeiri. Þar sem ekki hefði komið skýrt fram hvernig verknaðurinn, sem lýst er í ákærunni, félli undir skilgreiningu á fjárdrætti hefði því verið óhjákvæmilegt að vísa liðnum frá. 23. ágúst Ekki gefin út endurákæra Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, gaf út þennan dag að ekki yrði gefin út endurákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs Group, vegna 1. ákæruliðar sem varðar kaup á 10-11 verslununum og Hæstiréttur vísaði frá dómi 21. júlí. Sigurður Tómas sagði í bréfi til fjölmiðla að ekki væri nægi- lega líklegt að sakfelling næðist. Í tilkynningunni stóð ennfremur að ákvörðun hans lyti eingöngu að þessum 1. ákærulið en hefði ekki áhrif á rannsókn vegna ann- 29. júní PÓKER ACTAVIS OG BARR UM PLIVA Stríðið á milli Actavis og bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr Pharmaceuticals um króat- íska samheitalyfjafyrirtækið Pliva harðnaði mjög þennan dag þegar tilkynnt var að Actavis hefði lagt fram nýtt yfirtökutil- boð í fyrirtækið upp á 2,3 millj- arða dala, sem samsvarar um 170 milljörðum króna. Stríð Actavis og Barr hefur í raun staðið yfir frá því í mars og í allt sumar þar sem tilboð hafa verið hækkuð á víxl. Enn sér ekki fyrir endann á þessu stríði og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það dregst mikið lengur á langinn og fyrirtækin halda áfram að hækka tilboð sín á víxl. Næsti leikur er hjá Barr, þegar þetta er skrifað 4. sept- ember, og snýst hann um að jafna nýjasta tilboð Actavis frá 31. ágúst sem var upp á 2,5 milljarða dali, eða um 175 millj- arða króna. Það sem gerði 29. júní sl. svo krítískan dag í þessu stríði Actavis og Barr var að þá til- kynnti Actavis að það hefði tryggt sér 20,4% hlut í Pliva og var haft eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis, að með hlut- num gæti Actavis mjög líklega hindrað yfirtökuáform Barr. Pliva er skráð í kauphöll- unum í London og Króatíu og er með stærstu samheitalyfjafyr- irtækjum í heimi. Actavis hefur áhuga á Pliva því að samlegðaráhrif eru mikil og með sameiningu fyrirtækj- anna yrði Actavis þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi. Barr hefur áhuga á Pliva því að Barr er eingöngu með starfsemi í Norður-Ameríku og vill koma sér fyrir á mörk- uðum í Evrópu. Sameiningin er skilyrði fyrir vexti því að tímabundið einkaleyfi þess á „Seasonale“ getn- aðarvarnarpillunni rennur út í október – en framleiðsla hennar er um 10% af veltu Barr og stendur undir mun hærra hlutfalli af hagnaði. Boltinn fór að rúlla Stríð Actavis og Barr um Pliva hófst um miðjan mars þegar Actavis gerði óformlegt tilboð í Pliva sem var hafnað þremur dögum síðar. Actavis hækkaði svo tilboð sitt upp í 1,85 millj- arða dali í apríl. Í lok maí var sagt frá því að Barr hefði lagt fram hærra tilboð og voru getgátur um að Actavis væri að tapa þessu stríði. Og svo virtist vera hinn 26. júní þegar sagt var frá því að stjórn Pliva styddi yfirtöku- tilboð Barr. En þá kom leikurinn sterki hjá Actavis 29. júní þegar félagið svaraði af hörku og lagði fram nýtt tilboð upp á 2,3 milljarða dali fyrir fyrirtækið og var auk þess búið að tryggja sér 20,4% hlut í Pliva. Barr svaraði hins vegar fyrir sig með því að jafna tilboð Actavis. Hinn 31. ágúst sl. sam- þykkti svo króatíska fjármála- eftirlitið tilboð Actavis upp á 2,5 milljarða dali – en boltinn rúllar áfram...og Barr segist ætla að svara fyrir sig 8. sept- ember... Róbert Wessman, forstjóri Actavis. Keppni Actavis við Barr er geysihörð. Gestur Jónsson hrl. og Jón Ásgeir Jóhannesson. FV.07.06.indd 38 7.9.2006 12:53:16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.