Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.07.2006, Qupperneq 27
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 27 FORSÍÐUEFNI Mörg þeirra hafi gengið í Evrópusambandið, og nú séu aðildarríki þess 25 lönd og útlit sé fyrir að fjölgi enn. „Í dag er ESB bandalag 25 þjóða og þar af átta láglaunaþjóða og bráðum tíu láglaunaþjóða sem hinar ríku þjóðir Vestur-Evrópu kveinka sér undan. Hin fagra sýn Evrópusósíalistanna um að öll laun myndu jafnast upp á við gengur ekki upp, heldur þvert á móti. Laun þeirra sem best hafa kjörin lækka og þeirra verst settu hækka lítið. Þetta er allt annað bandalag en var og ég býst við að brátt fari stjórnendur ESB að fikra sig til baka. Ég trúi því líka að strax á næsta ári verði Evrópuumræðan hér á landi gjörbreytt; stjórn- málamenn sem hafa verið mjög ástfangnir af þessu ævintýri hafa gleymt því að sum ævintýri enda úti í mýri,“ segir Víglundur og kveðst ekki mundu gefa út neinar yfirlýsingar um að stefna beri að inngöngu að ESB væri hann í forystu sam- taka atvinnurekenda í dag. „Aðild að myntbandalagi ESB þarfnast sam- ræmdrar skattastefnu og fjárlagagerðar og ég er ekki viss um að Íslendingar yfir höfuð vilji slíkt. Því eigum við að halda áfram að efla það sem íslenskt er. Við erum að verða ríkasta smáhagkerfi í heiminum, því við eigum mikinn uppsafnaðan sparnað í okkar lífeyriskerfi sem margir öfunda okkur af. Olíulindir heimsins fara þverrandi og aukaatriði hvort þær eru uppurnar eftir fimmtíu eða hundrað ár, en á meðan eigum við fallvötnin, jarðhitann og fiskimiðin. Að tala um þessar auðlindir og nýtingu þeirra í núinu jafngildir í mínum huga að horft sé aftur í tímann. Mér finnst líka nöturlegt að hlusta á suma stjórnmálamenn vera fasta í einhverri rómantískri fjallagrasapólitík. Við nýtingu landsins þurfum við að horfa langt fram í tímann og hefja okkur yfir meðalmennsku og gera ráð fyrir að landsmönnum fjölgi verulega.“ Verðbólgusigur breytti vinnumarkaðnum - Þú tjáðir þig oft um vinnumarkaðinn þegar þú varst stjórnarmaður á árum áður í Vinnuveitendasambandinu. Nú er mun meiri friður þar en áður, kjör hafa batnað og verkföll eru ekki jafn tíð. Hver er eðlisbreyting vinnu- markaðarins? „Í kjaraviðræðum á níunda áratugnum var sameiginlegt mat for- ystumanna launþegafélaga og vinnuveitenda að óðaverðbólgan dræpi okkur. Aðgerðir til að vinna á verðbólgunni voru teknar í áföngum, stundum gengu þær til baka og árangurinn var enginn en skrefið til að sigrast á verðbólgudraugnum var stigið til fulls í þjóðarsáttarsamningunum árið 1990. Sá sigur er sú eðlisbreyting sem orðið hefur á vinnumarkaðnum. Hitt er annað að þjóðarsáttin tók á og bjó til hroðalega kreppu á árunum 1991 til 1994. Á tímabili var ég ekki viss um hvort BM-Vallá myndi lifa af þar sem við urðum að afskrifa viðskiptakröfur upp á hálfan millj- arð á verðlagi þess tíma. En svo kom að því að sá til sólar og erfiðið skilaði árangri. Árið 1997 sagði launþegahreyfingin að nú væri atvinnulífið komið fyrir vind og væri hækkun launa orðin tímabær. Ég man enn að sumum félaga minna í hópi iðnrekenda svelgdist á þegar ég kynnti kröfur um hækkun launa sem nam tólf millj- örðum króna. Við þeim var þó hægt að verða, enda hafði atvinnulífið í landinu verið endurreist og fyrirtækin voru farin að skila hagnaði.“ - Nú er verðbólgan tæp 10%. Er þörf á nýrri þjóðarsátt til að koma böndum á verðbólguna? „Ég held að þjóðarsátt hafi náðst í sumar með kjarasamningunum sem þá voru gerðir. Verðbólgan fer hratt hjaðnandi, ég trúi því að við verðum komin niður í tvö prósent verðbólgu fyrr en flestir halda, jafnvel núna í október. Hins vegar verður að fara mjög gætilega í vaxtamálum, enda er gengissveiflan að mestu til komin vegna vaxta. Allt tal um ruðningsáhrif vegna stóriðjuframkvæmda er stórlega ofmetið og er í raun bull. Innlendur virðisauki þessara framkvæmda er innan við 70 milljarðar króna, á meðan innstreymi erlends lánsfjár vegna mikils vaxtamunar er meiri en 700 milljarðar.“ Starfið er mitt hálfa líf Verslunarskólaneminn Víglundur var aðeins sautján ára gamall árið 1961 þegar hann kom fyrst til starfa hjá BM-Vallá vorið 1961. Hann vann undir stjórn stofnandans, Benedikts Magnússonar frá Vallá, í öllum skólafríum næstu árin og gekk í öll störf, jafnt við framleiðslu sem á skrifstofunni, sem þá var í Bílasmiðjuhúsinu svonefnda við Laugaveg, þar sem Sjónvarpið var seinna til húsa í áratugi. Þannig kynntist hann innviðum fyrirtækisins og því hvernig kaupin gerðust á eyrinni í atvinnurekstri. „Samkeppni er nauðsynleg leið til framþróunar, en menn mega samt ekki ganga of hart fram eða láta stjórnast af blindri heift gagnvart keppinautum.“ Ár 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 Velta (í milljónum) 1.595 1.892 1.500 2.014 3.002 4.333 8.000 Starfsmannafjöldi 104 128 115 141 179 230 430 Eigið fé (í milljónum) 278 346 338 601 919 1.002 1.150 BM -Vallá í tölum FV.07.06.indd 27 7.9.2006 12:51:54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.