Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 H jördís er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi. Áður en hún stofnaði fyrirtækið ásamt fleirum vann hún meðal annars í nokkur ár hjá KPMG og hjá Eimskip þar sem hún var yfirmaður fjárreiðna, gæða- mála, starfsmannastjóri og framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðs fyrirtækisins. „Ég sagði upp árið 2002 og ákvað að söðla um. Ég var í rauninni ekki viss um hvað ég vildi gera í lífinu. Ég var búin að ráða mig í endurskoðun hjá einu af þessum stóru fyrirtækjum og ætlaði að gerast sér- fræðingur í skattamálum. Eftir vandlega umhugsun ákvað ég að hætta við það og hefja þennan rekstur; ef ekki núna þá aldrei. Ég hef mikinn áhuga á heilsu og hollustu og trúi því einlæglega að fólk geti sjálft haft mikil áhrif á heilsufar sitt með því m.a. að tileinka sér hollt og gott mat- aræði og borða bætiefni. Ég var sannfærð um að það væri tækifæri á þessu sviði og taldi þörf fyrir fyrirtæki sem byði upp á heildstæða þjónustu á þessu sviði.“ Hjördís og Guðrún Margrét Hannesdóttir stofnuðu fyrirtækið ásamt öflugum hópi starfsmanna. Maður lifandi var opnaður við Borgartún í september árið 2004. Í október ári síðar var annar staður opnaður við Hæðarsmára í Kópavogi. Starfsmenn eru rúmlega 40. Flytja sjálf inn vöruna „Við hugsum reksturinn fyrst og fremst út frá þremur grunnþáttum. Í fyrsta lagi er um að ræða rekstur verslana með lífrænar matvörur af fjölbreyttasta tagi. Í öðru lagi er boðið upp á tilbúna rétti, heita og kalda, sem fólk borðar á staðnum eða tekur með sér. Í þriðja lagi rekum við öfluga fræðslu- starfsemi og leggjum mikið upp úr því að vera með mikinn fjölbreytileika á því sviði svo sem fyrirlestra og matreiðslunám- skeið. Ég tel að við séum með ákveðna sér- stöðu með því að blanda saman þessum þremur meginstoðum í rekstrinum. Ég er sannfærð um að þessi nálgun sé góð, að hún eigi eftir að vaxa og dafna og gæti í rauninni átt við mjög víða.“ Hér er Hjördís að tala um útlönd. „Það hafa margir boðið okkur þátttöku í slíku en við viljum stíga varlega til jarðar og gera vel það sem við erum að gera. Það er aðalatriðið. Þetta er ungt fyrirtæki og þau eru mörg verkefnin sem við höfum ekki náð að klára og sem við viljum gera betur.“ Hjördís segir að tveir þriðju hlutar velt- unnar séu í verslununum en einn þriðji hluti í veitingarekstrinum. Með hollustu og heilsuna í huga: TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON Rekstur fyrirtækisins Maður lifandi skiptist í þrjá þætti: Verslanir með lífrænar matvörur, veitingastaði og ýmiss konar námskeið og fræðslu. Hjördís Ásberg, einn eig- endanna, segist sannfærð um að miklir vaxtamöguleikar séu á þessu sviði. TRÚ EIGIN SANNFÆRINGU H J Ö R D Í S Í M A Ð U R L I F A N D I FV.07.06.indd 46 7.9.2006 12:54:17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.