Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 37
D A G B Ó K I N
í stjórn Glitnis, en hann var
varamaður hans þar.
19. júlí
Skarphéðinn Berg
harðorður
Skarphéðinn
Berg Steinars-
son, fram-
kvæmdastjóri
norrænna
fjárfestinga
hjá Baugi,
var býsna
harðorður
í aðsendu
bréfi til Morgunblaðsins vegna
umræðna um að Baugur Group
og FL Group stofnuðu eigin líf-
eyrissjóði. Yfirskrift greinar hans
var: „Leyfum sjóðsfélögum að
velja.“
Skarphéðinn segir m.a. í
grein sinni: „Að undanförnu
höfum við enn og aftur orðið
vitni að því hvernig forsvarsmenn
Lífeyrissjóðs verslunarmanna
hafa notað peninga sjóðsfélaga
með annarleg sjónarmið að
leiðarljósi. Undir þessu verða
almennir sjóðsfélagar að sitja
og sætta sig við að ávöxtun á
réttindum þeirra í lífeyrissjóðnum
séu látin víkja fyrir valdabrölti
sjóðsforystunnar.“
„Eftir stendur hins vegar sá
vandi að sjóðsfélagar, almennir
launamenn, geta engu um það
ráðið hvernig farið er með þann
skyldusparnað þeirra sem liggur í
lífeyrissjóði þeirra starfsstéttar.“
19. júlí
Víglundur fór mikinn
eftir hluthafafundinn
Það fór eins og flestir höfðu
spáð að eitthvað sögulegt yrði
í kringum hluthafafundinn í
Straumi-Burðarási fjárfestinga-
banka hinn 19. júlí – svo heitar
umræður höfðu verið um félagið
í fjölmiðlum í nánast heilan
mánuð. Aðeins eitt mál var þó
á dagskrá fundarins: Kosning
stjórnar. Það sem meira var; það
var sjálfkjörið í stjórnina.
En hvernig gat þá fundurinn
orðið sögulegur? Jú, Víglundur
Þorsteinsson, formaður stjórnar
Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og
Jóhann Páll Símonarson, hluthafi
í Straumi-Burðarási, óskuðu eftir
því að bera upp spurningar á
fundinum fyrir fráfarandi stjórn,
en var meinað það af fund-
arstjóra þar sem öll mál sem
taka átti fyrir á fundinum yrðu að
liggja fyrir viku fyrir aðalfundinn.
Víglundur sagði við fjölmiðla
eftir fundinn að fundarstjórnin
hefði verið „gerræðisleg“ og að
um fyrirfram undirbúið handrit
væri að ræða þar sem tilgang-
urinn væri að koma í veg fyrir
almennar umræður á fundinum
og spurði hvers vegna menn
óttuðust málfrelsi á hluthafa-
fundi Straums-Burðaráss. Sagði
hann að þessi vinnubrögð væru
„hið nýja andlit kolkrabbans á
Íslandi“.
Eftir að fundi hafði verið slitið
reyndi Jóhann Páll Símonarson
hluthafi að ræða átökin í
Straumi-Burðarási við Björgólf
Thor Björgólfsson, formann
stjórnar, en varð lítið ágengt.
27. ágúst
Björgólfur Thor:
Nú er mælirinn fullur
Í viðamiklu viðtali í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins, 27.
ágúst, við Björgólf Thor er
rætt við Björgólf um átökin í
Straumi-Burðarási. Þar segir
hann að „djúpstæður ágrein-
ingur“ hafi endað með trún-
aðarbresti í aðdraganda stjórn-
arfundar í félaginu í júní.
Orðrétt segir hann í viðtal-
inu: „Ég fékk þau viðbrögð
frá öðrum stjórnarmönnum að
það væri einkennilegt að kalla
saman stjórnarfund með svo
skömmum fyrirvara. Það fannst
mér furðulegt. Kornið sem fyllti
mælinn var síðan að í aðdrag-
anda stjórnarfundar stendur
Þórður Már Jóhannesson fyrir
viðskiptum í skjóli myrkurs með
bréf félagsins í sjálfu sér, sem
augljóslega voru til þess fallin
að hygla sinni klíku.
Óþægilegar spurningar
vöknuðu um hvort hagsmunir
almennra hluthafa hafi þar
verið fyrir brjósti bornir. Ég
frétti þetta um morguninn,
fór stuttu seinna inn á stjórn-
arfund vitandi þetta og sagði:
Nú er mælirinn fullur. Algjör
trúnaðarbrestur hefur orðið á
milli forstjóra og stjórnarfor-
manns. Þetta gengur ekki
lengur.“
Umtöluð mynd. Jóhann
Páll Símonarson reynir
að ræða við Björgólf
Thor Björgólfsson eftir að
hluthafafundi Straums-
Burðaráss hafði verið slitið.
Skarphéðinn
Berg
Steinarsson
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
:
M
B
L
/
S
V
E
R
R
IR
V
IL
H
E
LM
S
S
O
N
FV.07.06.indd 37 7.9.2006 12:53:03