Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 95
Aðalheiður Karlsdóttir er löggiltur fasteignasali.
„Ef ég fæ ekki mitt í gegn - stofna ég bara stjórnmála-
flokk!“ Í átökum fyrir 1990 um yfirráð útgáfufyrirtækisins
Mondadori, sem átti meðal annars dagblöð
og virt tímarit, er sagt að Silvio Berlusconi
hafi haft í hótunum við stjórnmálamenn
um að stofna bara stjórnmálaflokk ef sett
yrðu lög sem takmörkuðu möguleika hans á
fjölmiðlayfirráðum.
Berlusconi sniðgekk þó lögin með því
að gefa bróður sínum hluta fjölmiðlaveld-
isins, en það, sem hljómaði þá eins og
örvæntingarfullur brandari, gekk eftir
– og enginn hlær lengur að Berlusconi.
Eftir metuppsveiflu og brösugan stjórn-
artíma sem aðeins stóð í níu mánuði
1994 komst Berlusconi aftur til valda eftir
kosningarnar 2001 og sló öll met með því
að ná að sitja út kjörtímabilið, heil fimm
ár.
Það munaði mjóu að hann hefði af annan
kosningasigur sl. vor, tapinu tók hann með
aðdróttunum um kosningasvik, gerði allt til að
tefja fyrir og hindra stjórnarmyndun Romano
Prodis og vinstri vængsins. Spurningin er hver
framtíð Berlusconis verði í ítölskum stjórnmálum
– og hvenær Ítalíu takist að ná af sér spurning-
armerkinu sem erlendir fjölmiðlar setja iðulega
við framvinduna á Ítalíu.
Laumutrúbadúrinn
Berlusconi er fæddur í Mílanó 1936, verður sjötugur í
haust. Undirbúningur afmælisins stendur yfir – í sumar
lýsti Berlusconi því yfir að hluti af afmælinu yrði útgáfa
á nýjum geisladiski, öðrum diskinum hans, þar sem hann
syngur ný og gömul lög. Á undanförnum árum hefur
Berlusconi troðið upp reglulega með napólítönskum
trúbadúr, Mariano Apicella, sem Berlusconi rakst eitt
sinn á. Happadráttur fyrir trúbadúrinn sem hefur öðlast
einstök söngtækifæri sem hirðsöngvari og meðleikari
Berlusconis þegar hann skemmtir stjórnmálaleiðtogum
og vinum.
Faðir Berlusconis var starfsmaður í litlum banka sem
síðar komst í leitarljós yfirvalda fyrir að þvo mafíupen-
inga. Eftir lögfræðipróf fór Berlusconi út í verktaka-
starfsemi með lán frá bankanum þar sem pabbinn vann.
Umsvifin báru lítinn árangur en Berlusconi hafði stærri
áform á prjónunum sem hann fékk fjármögnuð af fjár-
festingarfyrirtæki í Sviss. Uppruni þeirra peninga hefur
aldrei að fullu orðið ljós en ein getgátan er að þeir hafi
tengst ítalska Sósíalistaflokknum sem stýrði Ítalíu í helm-
ingaskiptum með kristilegum demókrötum eftir stríð.
Það eru ekki til þau skuggasamtök á Ítalíu sem
Berlusconi hefur ekki verið bendlaður við. Mafíutengslin
hafa iðulega orðið umfjöllunarefni fjölmiðla – en aldrei
neitt sannast þó að nóg sé af skrýtnum vísbendingum.
Mafíuleiðtoginn Vittorio Mangano bjó í villu Berlusconis
sem umsjónarmaður hennar – undarlegt starf fyrir stór-
Birtingarmynd ítalska kunningjaþjóðfélagsins:
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
Silvio Berlusconi tók kosningaósigrinum ekki þegjandi. Hann reyndi af alefli
að hindra nýja mið-vinstristjórn Prodis, en náði þó að semja um að nánasta
samstarfsmanni sínum, dæmdum fyrir spillingu, yrði sleppt úr fangelsi.
BERLUSCONI
FV.07.06.indd 95 7.9.2006 13:00:42