Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 13
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 13
FRÉTTIR
BMW Golf Cup International
fór fram í fjórða sinn hér á landi
laugardaginn 12. ágúst sl. á
Vífilsstaðavellinum. Mótið er
eingöngu ætlað áhugakylfingum
og er það liður í mótaröð sem
er með þeim stærstu í heimi á
því sviði, með um 100 þúsund
áhugakylfinga skráða til leiks
á ári hverju. Um 200 kylfingar
tóku þátt í mótinu hér heima.
Keppt var í þremur flokkum
og halda sigurvegararnir á
lokamótið í Suður-Afríku þar sem
sigurvegarar frá meira en 40
löndum keppa bæði í einstakl-
ings- og liðakeppni.
Íslensku liðunum hefur
gengið vel. Í fyrra hlaut Hansína
Þorkelsdóttir t.a.m. verðlaun
fyrir lengsta upphafshögg í
kvennaflokki.
BMW golfmótið
Vinningshafar í BMW International 2006. Aftari röð frá vinstri: Kjartan Einarsson, 2. sæti í
A-flokki karla, Jón Hörðdal Jónasson, 2. sæti í B-flokki karla, Runólfur Kristinn Pétursson,
3. sæti í B-flokki og Jóhann Guðmundsson, 1. sæti í B-flokki. Sitjandi eru þær Ingunn
Einarsdóttir, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki, og hægra megin við hana er sigurvegari í
kvennaflokki, Hansína Þorkelsdóttir. Á myndina vantar Annel Jón Þorkelsson, sigurvegara í
A-flokki karla og Jón Gunnar Sævarsson sem varð í 3. sæti í sama flokki.
Það er kraftur í þessari sveiflu. Þau halda utan á lokamót BMW International
í Suður-Afríku. Jóhann Guðmundsson og
Ingunn Einarsdóttir. Sigurvegarinn í kvenna-
flokki, Hansína Þorkelsdóttir, varð að hafa
verðlaunaskipti við Ingunni, þar sem Hansína
tók þátt í lokamótinu í fyrra.
FV.07.06.indd 13 7.9.2006 12:50:29