Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 49
BYRJAÐ MEÐ HREINT BORÐ
að vera með skemmtilegt, fjölbreytt, upp-
lýsandi, gagnrýnið og fróðlegt efni. Það er
það sem skiptir máli. Það verður alltaf að
skipa liðið því fólki sem maður telur að sé
líklegt til þess að búa til þá fjölmiðla sem
maður vill að séu búnir til. Það er að segja
fjölmiðla sem eru eftirsóttir. Það þarf að
vera með fólk sem er líklegt til að fram-
fylgja þeirri stefnu sem félagið hefur varð-
andi útgáfuna.“
Um 20.000 áskrifendur
Sigurður, Elín Guðrún Ragnarsdóttur,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Mikael
Torfason aðalritstjóri eiga Birtíng.
Birtíngur keypti útgáfuréttinn á tíma-
ritum Fróða en ekki félagið sjálft. „Það er
betra fyrir okkur, enda ýmis ágreiningsmál
óleyst milli Fróða og þrotabúsins sem átti
útgáfuréttinn á undan Fróða. Inn í þann
ágreining vildum við ekki blanda okkur.
Við vildum byrja með hreint borð og þetta
var einfaldasta leiðin til þess.“
Áætlanir eru um að efla útgáfustarfsem-
ina og bendir Sigurður á að það felist í ýmsu.
„Við ætlum ekki að fjölga tímaritunum. Í
það minnsta ekki fyrst í stað. Hins vegar
gæti orðið breyting á þeim. Það er hlutur
sem þarf að skoða hverju sinni og það er
vinna sem er að fara í gang. Áskrifendur að
tímaritunum eru rúmlega 20.000 og það má
ugglaust efla sölu tímarita til þeirra.“
Aðspurður um nýja nafnið – Birtíngur
– segir Sigurður að það sé fyrst og fremst
fallegt nafn og bendir á að það sé skrifað
upp á rithátt Laxness – með „í“. „Þeir
sem hafa lesið sögu Voltaires í þýðingu
Halldórs Laxness vita að sú saga er bæði
fyndin og fróðleg og í henni er mikil ádeila
á stjórnarhætti þess tíma. Við viljum að
tímarit Birtíngs verði skemmtileg, fróðleg,
upplýsandi og gagnrýnin án þess að meiða
nokkurn mann.“
Úr eigin vasa
Sigurður útskrifaðist úr lagadeild Háskóla
Íslands árið 1981. Hann fór að vinna í
tengslum við fjölmiðla árið 1988 og síðan
þá hefur hann unnið meira og minna sem
lögfræðingur fyrir eigendur fjölmiðla, setið
í stjórnum þeirra og komið að rekstri
þeirra.
„Ég var fyrst lögfræðingur Íslenska
útvarpsfélagsins þegar það rak bara Bylgj-
una. Síðan varð ég lögfræðingur Íslenska
útvarpsfélagsins og Stöðvar 2 eftir að þau
félög sameinuðust. Ég varð eigandi í því
félagi árið 1990 til ársins 2004 þegar nýir
eigendur tóku við rekstrinum.
Ég var nýhættur í starfi framkvæmda-
stjóra hjá Norðurljósum þegar við Karl
Garðarsson skoðuðum hvaða möguleikar
væru á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fróði
var það fyrsta sem okkur datt í hug að
skoða. Það varð ekkert úr samningum þá.
Í framhaldi af því fórum við að vinna að
útgáfu Blaðsins sem varð að raunveruleika
6. maí 2005. Við seldum helmingshlut í
því til Árvakurs í desember síðastliðnum.
Á endanum kláruðum við Elín Guðrún
samninga við eigendur Fróða um að kaupa
útgáfuréttinn á tímaritunum.“
Sumir hafa velt því fyrir sér hvort Sig-
urður hafi sjálfur keypt útgáfuréttinn eða
hvort einhverjir aðrir standi þar að baki. „Ég
geri þetta sjálfur með fólki sem ég treysti
og þekki af góðu einu frá árum mínum sem
framkvæmdastjóri Norðurljósa. Líkt og ég
gerði þegar ég fjárfesti í Ári og degi, útgef-
anda Blaðsins. Þegar við Karl Garðarsson
og Steinn Kári Ragnarsson vorum að ýta
því félagi úr vör var því haldið fram að á
bak við okkur stæðu einhverjir fjársterkir
aðilar sem ekki vildu láta bendla sig við
félagið, því að ekki ættum við neina pen-
inga og gætum því ekki lagt fé til félagsins.
Ætli þetta sé ekki sama gamla lumman
afturgengin. Við borguðum hlutafé okkar í
Ári og degi úr eigin vasa og fengum ágætis
ávöxtun á það þegar við seldum helming
þess hálfu ári síðar.“
Raunhæfar áætlanir
Sigurður er nú orðinn einn stærsti eig-
andi Birtíngs, á útvarpsstöðvarnar XFM
90,9 og Kissfm 89,5 og hlut í Blaðinu auk
þess að eiga hlut í fjarskiptafyrirtækinu
Hive en þar er hann stjórnarformaður.
Þá er hann í stjórn Öflunar sem á Apple-
verslanir á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.
Hann hyggur ekki á frekari landvinninga á
fjölmiðlamarkaðnum.
Þó Sigurður hafi lítið unnið við hefð-
bundna lögmennsku - það er að segja
málflutning eða svokölluð hefðbundin lög-
mannsstörf � þá er hann með viðskiptavini
á sínum snærum. Hann hefur til dæmis
unnið lengi fyrir Sund sem er stórt fjárfest-
ingarfélag.
Aðspurður hvers vegna hæstaréttarlög-
maðurinn hefur einbeitt sér að fjölmiðlum
segir hann: „Ætli ég sé ekki með einhvers
konar fjölmiðlabakteríu. Fjölmiðlar hafa
heillað mig frá því ég byrjaði að vinna við
þá enda á hverjum degi verið að fást við
að skapa eitthvað nýtt og því ríkir engin
lognmolla í rekstri þeirra.“
Sigurður segir að það sé von sín að þær
áætlanir, sem hann og félagar hans hafa
gert um tekjur og gjöld tímaritaútgáfu Birt-
íngs, muni tryggja tilvist og framtíð þeirra.
„Við erum búin að gera áætlanir fyrir næsta
ár og í raun næstu ár sem byggðar eru á
miklum upplýsingum um rekstur Fróða og
forvera þess félags. Við erum með örugga
prent- og dreifingarsamninga. Við þekkjum
sölutölurnar frá gamalli tíð og teljum okkur
því geta gert raunhæfar áætlanir. Þær áætl-
anir, sem við höfum gert, eiga að skila Birt-
íngi réttum megin við strikið.“
TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
MYND: GEIR ÓLAFSSON
S I G U R Ð U R G . G U Ð J Ó N S S O N O G B I R T Í N G U R
FV.07.06.indd 49 7.9.2006 12:54:27