Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 76

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 K Y N N IN G HAUSTIÐ ER TÍMINN Gífurlegur vöxtur hefur verið í starfsemi Mímis - símenntunar og það svo, að velta skólans jókst um 45% og nemendastundum fjölgaði um 80% á síðasta ári. „Við sjáum fram á að þessi þróun muni halda áfram á skólaárinu sem er að hefjast,“ segir Hulda Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri. Mikilvæg nýjung í starfsem- inni er fólgin í verkefninu „námsráðgjöf á vinnustað“ sem ríkið tekur þátt í að greiða og tengist samningum Samtaka atvinnu- lífsins og ASÍ. Verkefnið felst í kynningu á námsmöguleikum og aðstoð námsráðgjafa við ákvörðun um frekara nám. „Það sem einkennir Mími - símenntun er sérþekking og reynsla í að mæta þörfum fólks sem hefur stysta formlega menntun,“ segir Hulda. „Það átta sig ekki allir á að 50- 60 þúsund manns á landinu hafa ekki lokið framhaldsskólanámi, en það er miklu hærri tala en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Við teljum okkur geta lagt mikið af mörkum til að auka menntunarstig þjóðarinnar, sérstaklega þetta miðstig, það er iðn- og sérmenntun fólks. Með því aukum við möguleika þess til starfa og hærri launa sem skilar sér líka til þjóð- félagsins í heild. Ég held að allir séu sam- mála um að það sé allra hagur að eiga vel- menntað fólk.“ Sérhönnuð námskeið Hjá Mími - símenntun hafa líka verið skipulögð námskeið í samvinnu við stétt- arfélög og fyrirtæki. Námskeiðin eru sérhönnuð fyrir þá sem til fyrirtækisins leita og geta verið allt frá tveggja stunda námskeiði í ensku og símsvörun upp í 300 stunda jarðlagnanám fyrir þá sem vinna hjá veitufyrirtækjum. Hulda bendir á að til að ná til fólks sem hefur not fyrir nám- skeið sem þessi dugi ekki alltaf að auglýsa í fjölmiðlum. Þess vegna hefur verið valin önnur leið, þ.e. námsráðgjöf á vinnustað þar sem námsráðgjafar koma á vinnustað- inn og halda 20-30 mínútna kynning- arfundi fyrir starfsmenn fyrirtækja. Í framhaldi af því er fólki boðið að skrá sig í einkaviðtal við námsráðgjafa sem fer yfir áhuga viðkomandi á námi eða starfi, greinir styrkleika og veikleika og reynir að komast að því hvað fólk langar til að læra til viðbótar við þá menntun sem það hefur. Einkaviðtalið kostar 1000 kr. Mörg stéttarfélög, þar á meðal VR og Efl- ing, hafa samþykkt að greiða þennan kostnað fyrir félagsmenn. „Þessir kynningarfundir gera okkur kleift að ná til markhóps Mímis. Í framhaldinu hafa margir hafið nám að nýju og um leið öðlast sjálfs- traust og sjálfsöryggi sem þá hefur skort og oft orðið til þess að fólk hefur hætt námi.“ Nýtt húsnæði Hefðbundin frístundanámskeið Mímis - símenntunar hafa verið kynnt með Haustnámskrá sem borin var í hús í byrjun september. Kennt verður í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu, í Mjóddinni og nú í nýju húsnæði í Skeifunni 8, en þangað flytur fyrirtækið alla stafsemi af Grensásvegi 16a þar sem hún hefur verið um árabil. Mímir - símenntun: Námsráðgjöf á vinnustað er hvatning til símenntunar Mímir - símenntun verður til húsa í Skeifunni 8. Mímir - símenntun flytur höfuðstöðvar sínar af Grensás- vegi í Skeifuna 8 þar sem stór hluti kennslunnar fer fram. Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. 4.161 Augl frjáls verslun 8/29/06 10:17 AM Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K E in n t v e ir o g þ r ír 4 .1 61 MÍMIR símenntun MÍMIR símenntun Hönnum námskeið eftir þörfum atvinnulífsins Innritun fer fram í Skeifunni 8, í síma 580 1800 e›a á heimasí›unni www.mimir.is FV.07.06.indd 76 7.9.2006 12:56:47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.