Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6
K
Y
N
N
IN
G
HAUSTIÐ ER TÍMINN
Réttmeti eru tilbúnir réttir sem stungið er í örbylgjuofninn þremur til fimm mínútum áður en bera á þá fram. Réttmeti er nýjung frá Ömmubakstri í Kópavogi sem flestir tengja
gjarnan við flatkökur sem voru það fyrsta sem koma á markað frá fyr-
irtækinu þegar það hóf starfsemi fyrir 54 árum. Komnir eru á markað
fimm Réttmetisréttir en von er á fleiri réttum í haust. Þeir henta ekki
aðeins heimilum heldur eru þeir frábær lausn fyrir mötuneyti eða mat-
stofur fyrirtækja þar sem fólk vill grípa eitthvað hollt, gott og gómsætt
í hádeginu, að sögn Snorra Sigurðssonar, sölu- og markaðsstjóra
Ömmubaksturs.
Réttmetisréttirnir eru Tígrisrækjur með thai karrýi, ítalskar kjöt-
bollur, tandoori kjúklingalundir, arabískur kalkún með kúskús og
grænmetisblanda, hentug sem meðlæti með öllum mat. Réttirnir eru í
umbúðum með gufuventli en Ömmubakstur er eitt af tíu fyrirtækjum
í heiminum sem notar umbúðir með ventli sem þessum. Hann hleypir
gufunni úr umbúðunum við 120°C hita svo ekki þarf að stinga göt á
þær.
Innihaldslýsing og leiðbeiningar
„Réttmeti er rétt samansett máltíð fyrir þann sem hugsar um hvað
hann setur ofan í sig,“ segir Snorri sem sjálfur er matreiðslumeistari.
„Réttirnir vega 450 g en grænmetisblandan 300 g. Nákvæm innihalds-
lýsing er á umbúðunum og tilgreint hversu lengi rétturinn þarf að vera í
örbylgjuofninum, miðað við styrkleika hans. Hvorki er viðbættur sykur
né fita í Réttmetinu og salt er í lágmarki. Við notum engar mjólkuraf-
urðir, hnetur né MSG krydd í réttina vegna þess að margir eru með
óþol fyrir þessu.“
Hitaeiningafjöld er tilgreindur á umbúðunum svo auðvelt er að velja
sér hádegismáltíð við hæfi sé fólk að hugsa um hitaeiningarnar. Snorri
bendir á að hentugt geti verið fyrir fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum
upp á hádegismat að panta Réttmeti einu sinni í viku svo fólk geti síðan
valið sér sjálft þann rétt sem það helst óskar sér í hádeginu dag hvern. Á
döfinni er að koma með eina 4-5 nýja rétti á markað í haust þannig að
allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi.
Réttmeti fæst í matvöruverslunum en verður einnig í boði fyrir
fyrirtæki og jafnvel stofnanir sem vilja gefa starfsmönnum jafnt sem
vistmönnum kost á hollum og góðum mat, þar sem þess er gætt að
næringarefni haldi sér og ekkert sé notað við framleiðsluna sem getur
valdið ofnæmi.
Ömmubakstur er löngu þekktur fyrir flatkökur, kleinur, kleinuhringi, skonsur,
rúgbrauð, litla snúða og vínarbrauð, laufabrauð og sitthvað fleira. Réttmeti, hent-
ugir örbylgjuréttir, er það nýjasta sem kemur á markað frá Ömmubakstri.
Ömmubakstur:
Réttmeti – hollir og góðir
örbylgjuréttir
N‡ kynsló› örbylgjurétta fyrir fólk sem hugsar
um hollustuna. Réttirnir eru úr fersku
hráefni og eldast vi› gufu. fiannig
halda fleir upprunalegu næringar-
gildi a› langmestu leyti.
Prófa›u Réttmeti!
Rétt samsett máltí› sem er bæ›i holl og gó›.
.enginn vi›bættur sykur.engin vi›bætt fita.salt í lágmarki
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
12
4
Snorri með nýju réttina.
Nýju réttirnir í framleiðslu.
FV.07.06.indd 84 7.9.2006 12:58:09