Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 35
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 6 35 D A G B Ó K I N stjóra, hafa verið trúnaðarbrest þeirra á milli. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem Björgólfur Thor hélt daginn eftir hinn sögulega stjórnarfund. Hann sagði enn- fremur að sitt mat væri að athygli Þórðar Más hefði beinst um of að þeim átökum hluthafa sem hefðu verið að skaða fyr- irtækið – átökum sem forstjórinn ætti að standa fyrir utan. Björgólfur Thor sagði að orð Magnúsar um að stjórnarfund- inn hefði verðið ólöglegur ættu ekki við rök að styðjast. Þegar Björgólfur var spurður um hvort ágreiningur hans og Magnúsar Kristinssonar væri persónulegur sagði Magnús að þeir væru oft ósammála. „Við erum mjög ólíkir og sam- starf okkar hefur alls ekki gengið vel og það gengur ekki að sam- starf stjórnarformanns og varafor- manns gangi illa. Það gengur ekki heldur að trúnaðarbrestur komi upp í samstarfi stjórnarfor- manns og forstjóra.“ 28. júní Magnús og Kristinn selja bréf sín í Straumi-Burðarási til FL Group Það kom fæstum á óvart að Magnús Kristinsson, Kristinn Björnsson og tengdir aðilar seldu bréf sín í Straumi-Burðarási eftir átökin þar við stjórnarformann- inn – hitt kom frekar á óvart hvað sala þeirra á bréfunum til FL Group tók skamman tíma. FL Group keypti rúman 24% hlut þeirra Magnúsar, Kristins og tengdra aðila fyrir 47 milljarða króna, en eftir kaupin átti FL Group um 26% í bankanum. Haft var eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að viðræður hefðu aðeins staðið yfir í nokkra daga um kaupin og að þeim Magnúsi og Kristni yrði greitt með bréfum í FL Group og Kaupþingi banka. 30. júní VR: Bréfin í Straumi til sölu Atgangurinn í kringum Straum- Burðarás hélt stöðugt áfram. Tveimur dögum eftir að þeir Magnús og Kristinn seldu bréf sín í Straumi-Burðarási til FL Group tilkynnti Lífeyrissjóður verslunarmanna að ríflega 5% hlutur sjóðsins í Straumi-Burðási væri til sölu og ákveðið hefði verið að leita tilboða í hlutinn. Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, sagði ástæðuna fyrir því að bréfin væru til sölu ekki vera átökin innan bankans heldur væri hún sú að sjóðurinn væri búinn að hagnast verulega á að vera hluthafi í Straumi og nú vildi sjóðurinn innleysa þann hagnað. Þess má geta að þessi tilraun Lífeyrissjóðs verslunarmanna til að selja allan hlut sinn í Straumi- Burðarási var án árangurs. En hún leiddi hins vegar til mikillar umræðu um miðjan júlí um það hvort Baugur og FL Group ætluðu að stofna eigin lífeyrissjóð. 5. júlí Víglundur stígur fram Dansinum í kringum Straum- Burðarás var hvergi nærri lokið þegar hér var komið sögu. Víglundur Þorsteinsson, stjórn- arformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, sem hefur verið einn kunnasti maður atvinnulífsins sl. tuttugu ár og þekktur af því að segja skoðun sína umbúðalaust og fara ekki í manngreinarálit í þeim efnum, sté fram og gagn- rýndi skyndilega báða deiluaðila í Straumi-Burðarási. Sagt var frá því í Morgunblaðinu að hann hefði mánudaginn 3. júlí sent Fjármálaeftirlitinu bréf þar sem hann vakti athygli á því að svo virtist sem stærstu hluthafahóp- arnir í Straumi-Burðarási hefðu haft með sér samráð. Vísaði Víglundur þar til frétta- tilkynningar Björgólfs Thors nokkrum dögum áður þar sem sagði að Björgólfur Thor og Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefðu átt samtal hinn 29. júní og að Björgólfur liti á kaup FL Group sem stuðning við stefnu stjórnarinnar. Víglundur er í forsíðuvið- tali Frjálsrar verslunar og þar kemur fram að hann er engan veginn hættur fyrirspurnum til Fjármálaeftirlitsins vegna Straums-Burðaráss. 7. júlí Kristinn í stjórn FL Group Á hluthafafundi í FL Group þennan dag var Kristinn Björnsson kjörinn í stjórn FL Group og tók hann sæti Peters Mollerups. Magnús Kristinsson var hins vegar kjör- inn í varastjórn félagsins. Aðrir stjórnarmenn í FL Group eru Skarphéðinn Berg Steinarsson, Þorsteinn M. Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðsson og Paul Davidson. 8. júlí Umræðan um stofnun nýs lífeyris- sjóðs Baugs og FL Tilraun Lífeyrissjóðs verslunar- manna til að selja 5% hlut sinn í Straumi-Burðarási fór mjög fyrir brjóstið á stjórnendum Baugs Group og FL Group og ræddu þeir í kjölfarið möguleikann á stofnun nýs lífeyrissjóðs fyrir starfsfólk sitt sem er á milli þrjú til fjögur þúsund. Það er ekki í fyrsta sinn Björgólfur Thor Björgólfsson og Friðrik Jóhannsson á blaðamanna- fundinum eftir hinn sögulega stjórnarfund í bankanum. FV.07.06.indd 35 7.9.2006 12:52:54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.