Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.07.2006, Blaðsíða 79
Hugurinn ber þig aðeins hálfa leið,“ segir í haust- og vetr-arferðabæklingi Icelandair en við vitum að Icelandair sér um að koma mönnum alla leið á áfangastaðinn. Ferðabæklingurinn nefnist að þessu sinni Mín borg og þar segja Íslendingar, sem dvalist hafa í borgunum sem Icelandair flýgur til, frá því helsta og skemmtilegasta sem þær hafa upp á að bjóða og það er ófátt. Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins, bendir á að ýmsar nýjungar sé að finna hjá Icelandair að þessu sinni. Sem dæmi nefnir hann að áætlunarflug til Berlínar og Helsinki verði að þessu sinni út október. Jafnlengi verði ferðir til Pétursborgar sem er feikivinsæl meðal þeirra sem vilja skreppa í borgarferð. Þá verður flogið til Manchester í allan vetur en borgin er að sögn Þorvarðar mjög skemmtileg, verslanir og veitingahús góð, golfvellir á næsta leiti og svo megi tengja ferðina fótboltanum því að í Manchester sé hægt að horfa á leiki margra þekktra félaga. Loks verður flogið til Salzburg frá 27. janúar til 3. mars sem gerir skíðafólki auðvelt fyrir að komast á frábær skíðasvæði í Austurríki. „Við leggjum áherslu á sérferðir bæði til fjarlægra staða og annarra sem eru okkur nær. Farin verður ferð til New York með fararstjóra í vetur og „Thanks Giving“-ferðin til Boston er orðin fastur liður í ferðaáætlun Icelandair. Ennfremur má nefna siglingar í Karíbahafinu og ferð til Bahamas í nóvember. Það er sannkölluð lúxusferð og menn heimsækja þá m.a. veitingastaðinn þar sem hinn þekkti íslenski kokkur, Villi Snær, annast matreiðsluna.“ Golf, mótorhjól og fornbílar Icelandair gleymir ekki golfáhugamönnunum sem geta brugðið sér til Skotlands og Flórída í golfferðir í vetur. Fyrir ári var stofnaður klúbb- urinn Icelandair Golfers en þeir sem í honum eru þurfa t.d. ekki að hafa áhyggjur af golfsettinu, flutningur þess er innifalinn í félagsgjald- inu. Mótorhjólamenn eru hér ófáir og þeir gætu brugðið sér í sérstaka mótorhjólaferð til Flórída svo að ekki sé talað um „Old Car“-ferðina til Daytona Beach í Flórída sem alltaf hefur vakið mikla eftirtekt. Borgarferðir verða að sjálfsögðu alltaf í boði til New York, Boston, Baltimore, Washington, Minneapolis, London, Glasgow, Manchester, Amsterdam, Frankfurt og Parísar og einnig til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms. Í bæklingnum Mín borg lýsa Íslendingar sem búa í borgunum því helsta sem ferðamaðurinn verður að skoða og njóta í hverri borg. Auk alls þessa leggur Icelandair einnig mikla áherslu á að sinna sérstaklega og skipuleggja hópferðir fyrir þá sem þess óska. Út októbermánuð gefst vildarklúbbs- félögum kostur á að punkta niður ferða- lagið með því að skipta á 10.000 vild- arpunktum og 6000 króna greiðslu upp í fargjaldið en það er nýjung sem margir munu eiga eftir að nýta sér. Icelandair: Icelandair flytur þig þangað sem þú vilt fara Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins. FV.07.06.indd 79 7.9.2006 12:57:03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.